Fyrirmyndarfjölskylda og Húlasigur...

Á vordögum ákváðum við systkinin og makar að við endurvekja fjölskyldugöngutúrana okkar og skyldum við ganga, ásamt börnum, tengdabörnum og barnabarni á síðasta sunnudegi hvers mánaðar ca. klukkutíma göngu. Þegar mamma okkar á níræðisaldri heyrði þetta heimtaði hún að fá að ganga með! Þetta eru einstaklega ánægjulegar fjölskyldusamkomur sem sameina hreyfingu, útivist og það að koma saman! Grin gleði..gleði.. Í gær fórum við í liðlega klukkutíma göngu um Elliðárdalinn.. hvet allar fjölskyldur til að taka upp þennan frábæra sið.

--

Annar góður siður og ágæt líkamsrækt er að fá sér húla-hring og húla 200 sinnum á dag.. kemur mittinu í lag! Verð að monta mig af nýuppgötvuðum húlatöktum, en allt í einu náði ég taktinum og hef ekki hætt síðan hehe..

Húla ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband