Viðvörun í tölvupósti um sýkil í salati ...

Fékk viðvörun í tölvupósti áðan - um hættulegan sýkil í salati. Ég tók út eina setningu úr tölvupóstinum um þann sem upplýsir en annars ..læt ég þetta gossa óbreytt til að vara fleiri við. Kannski er þetta bara vitleysa en ,,better safe than sorry"...  

 

"Halló gott fólk,

Ég vil koma með smá viðvörun.

Sterkur grunur er á að salat í pokum geti verið smitað af hættulegum sýkli en fleiri tilfelli hafa verið að greinast núna undanfarna daga á sýkladeild Landspítalans en gengur og gerist. Einkenni eru niðurgangur og þarf stundum að leggja fólk inn á sjúkrahús vegna þessa því fólk getur tapað miklum vökva úr líkama, og getur sýkingin verið mjög slæm.  Heilbrigðisstarfsfólk er s.s. hrætt um að faraldur geti farið í gang og verður trúlega byrjað að biðja fólk sem hefur niðurgang að skila inn sýni fljótlega. Ekki er vitað hvaðan fólk er að smitast en sterkasti grunurinn núna beinist að salati í pokum. Ég vil því biðja ykkur um að forðast að borða salat úr pokum á næstunni á meðan verið er að rannsaka málið, svona ef þið viljið vera "on the safe side". Ég vil líka taka það fram að hér er einungis um sterkan grun að ræða, ekki er búið að sanna neitt. En þar sem mér þykir svo vænt um ykkur öll á vildi ég láta ykkur vita :-) Svo er annað mál að trúlega er allt salat í pokum innflutt þó að annað standi á pokunum. Þess vegna er þessi sýking að koma upp, því þessi sýking hefur ekki verið að finnast í íslensku grænmeti. Íslenskir grænmetisbændur eru reiðir. Það á s.s. að vera í lagi að kaupa salat sem er ekki í pokum og er íslenskt.

 

Ég hef sjálf verið hrifin af þessu salati í pokum og keypt það mikið undanfarna mánuði, en nú mun ég láta það alveg vera þar til ég veit meira.

 

Þá vitið þið það..."

 

Hmm.. á maður að láta hræða sig frá salati í pokum eða ekki ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband