The Secret!

Fór að heimsækja Lottu sætu systur í dag  og sæta Dúa og ofursætu Ísold og Rósu. Er þetta ekki aðeins "overboard" ? hehe.. 

Well, hjá henni horfði ég á frábæra mynd (auðvitað svolítið ameríska - enda amerísk) sem heitir "The Secret" og á að breyta lífi manns.

Leyndarmálið er m.a. að Guð er orka, við erum sköpuð í Guðs mynd sem orka. Orka okkar dregur að okkur hluti. Ef við hugsum um neikvæða hluti dragast að okkur neikvæðir hlutir - ef við hugsum um jákvæða hluti dragast hinir jákvæðu að! .. Þetta er ofureinföldun á þessu "secret of attraction."

Ég hef að vísu prófað þetta, því þegar ég las bókina "Skyndibitar fyrir sálina" las ég að ef við værum t.d. alltaf að kvarta yfir verkjum eða sjúkdómum mögnuðum við það bara upp. Ég var bakveik með byrjun á brjósklosi, búin að vera hölt og kvartandi en ákvað að nefna ekki bakverkinn minn á nafn og viti menn, ég hef í raun ekki fundið fyrir bakinu síðan. Fattaði það bara alltíeinu! Jamm trúin getur flutt fjöll. Stress er líka það versta sem við getum gert okkur sjálfum. Svo hér sannast hið forkveðna: "Don´t worry be happy! ..

Ok, í þessari mynd er fullyrt og sýnt fram á að hugarorka okkar og vilji getur breytt lífinu til hins betra. Ég ætla að gerast tilraunadýr og trúa þessu eins og nýju neti.

Ég ætla að búa til korktöflu með mynd af húsinu í Flórída meða sundlauginni þar sem mig langar að bjóða krökkunum í sumarfrí. Ég stefni svo sannarlega að því að vinna í Lotto fljótlega. Svo ætla ég aldrei að kvarta að ég hafi mikið að gera, heldur bara gleðjast yfir að hafa mikið að gera. Skrifa lista yfir það sem ég get verið þakklát fyrir (það er svaka langur listi). Ég ætla að grennast um ca. 10 kg hmmm.. eða amk 7, og vera fit og heilbrigð (svo ég geti verið montin á sundlaugarbakkanum) og lifa hamingjusöm það sem eftir er minna lífdaga. Brosandi .... Þeir sem lesa þetta blogg eru auðvitað vitni og ég skal láta vita þegar þetta fer allt að rætast sem ég ætla mér! Er komin á jákvæðnikúr- eða lífsstíl  og ef neikvæðar hugsanir læðast að verður þeim snúið til föðurhúsanna hér eftir... gleði, gleði, gleði....

Jóga bloggari

mæli með að þið kíkið á http://www.youtube.com/watch?v=Awv5voHtPMI&mode=related&search=

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jebb, tók eftir hugarfarsbreytingunni strax fyrir klukkan 9 í morgun. er ekki bara pollýönnudagur á hverjum degi héreftir?
maja

maja (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband