Langir dagar á leikskóla og langur vinnutími foreldra ömurleg þróun ...

Leikskólar eru yfirleitt nauðsynlegir, frábærir og þroskandi fyrir börnin okkar. En mér þykir bara sú þróun að börn þurfi frá unga aldri, stundum uppúr eins árs að vera á leikskólum allan daginn = 1/3 hluta sólarhrings mjög, mjög röng! ...

Mér finnst þröngsýni að álíta það að ef þessu er breytt sé það "fórn konunnar" að koma inn á heimilið aftur (til að vera með börnum sínum ???) .. Það þarf að hugsa út fyrir gamla rammann. Kannski má bara skipta þessari "fórn" milli foreldra. Hvað myndu tvær konur eða tveir karlar í sambúð með börn gera ? 

Einstæða foreldra yrði að styrkja til að vinna skemmri vinnudag. Mér finnst að við ættum að setja það á oddinn í fjölskyldustefnu að ekkert barn þyrfti að vera nema hámark sex tíma á leikskóla á dag...  alltaf komum við aftur að upphafinu - eftir höfðinu dansa limirnir.. það vantar fjölskylduvænan hugsunarhátt og fjölskylduvæn stjórnvöld.. og auðvitað þarf hver og ein/n að taka til í sínum ranni og líta í eigin barm..

Hef talað í bili -

 

 


mbl.is „Konurnar heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála, af hverju er þetta fórn, og af hverju byrjaði Svandís strax að tala um fjórn konunnar, getur ekki alveg eins verið að karlinn vilji vera heima og gæta barnanna sinna ? Þetta eru líka fordómar.  Mágur minn sá um sín börn í mörg ár meðan mamman var í námi, hann var eins og fínasta ungamanna, og naut sín í botn.  Er í rauninni meiri "móðir" en frúin.  Svo það er bara ekkert einsýnt að það sé endilega konan sem vilji vera heima með börnin. Hugsunarhátturinn er því rangur í þessu tilfelli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 13:54

2 identicon

Sæl...

Ég hef unnið á leikskólum og í grunnskólum síðastliðin 14 ár.  Að hafa ársgamalt barn í 8-9 tíma vistun á leikskóla er algjör klikkun.  Sumum þessara kríla fylgdu fyrirmæli um svefntíma, þannig að Nonni litli og Gunna litla máttu bara sofa í 30 mín.í hádeginu. Ástæða:jú barnið verður að sofna þegar búið er að gefa því mat og með því heima um kvöldið.  Eftir þessu var farið og ræflarnir rifnir upp úr værum svefni.

Bara svona svo að þið vitið af því.

Allt þetta tal um hlekki og fórnir er ömurlegt.  Við viljum eiga kökuna og borða hana líka.  Ég sagði einhvern tíma á starfsmannafundi á leikskólanum, að bráðum yrði krafa sett fram um að ein mjólkandi kona væri á hverri deild, svo að framtíðarþegnarnir með pottþétta stofnanauppeldið fengju nú brjóstamjólk í frumbernsku.

Ég er sammála því að ekkert barn ætti að vera lengur en sex tíma á leikskóla burtséð frá aldri.  Það er einfaldlega nóg.  Þau eru búin á því um tvöleytið, sérstaklega þessi minnstu.

Held það væri nær að borga heimavinnandi foreldri(karli eða konu)350.000 í mánaðarlaun í tvö ár frá fæðingu, með tilheyrandi lífeyrisréttindum og alles.  Tvö ár líða hratt og litla krílið verður alltént farið að babla og labba þegar því er skutlað inn á leikskólann.

Svo væri gaman að heyra hvað feministum finnst um það fólk, sem "fórnaði"sér til að koma börnum sínum til manns og lenti á milli kerfa;hefur engin lífeyrisréttindi og sýpur dauðann úr skel í dag-langömmur okkar og ömmur. Það er rúllað yfir ævistarf þessa fólks á hverjum einasta degi og gert lítið úr þerra framlagi með því að segja að það hafi verið hlekkjað og múlbundið við hina margfrægu eldavél og vask.

Afsakið langlokuna, en lesið þessa grein!

http://www.visir.is/article/20080302/SKODANIR04/80301066

Guðrún Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 14:38

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk innilega, báðar tvær Ásthildur og Guðrún, fyrir innleggin. Skoða þetta betur í kvöld í ró og næði!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki finnst mér það nú fórn að vera heima og hugsa um börnin en þetta ætti að vera val en ekki nauðsyn. Sjálf vann ég hálfan daginn meðan mínar voru litlar og höfðum við allar þrjár gott af því en ég hefði aldrei tímt að hafa þær allan daginn á leikskóla.

Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 17:12

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Smá kveðjukast frá mér til þín úr lestri og skrifum ! Hafðu það sem allra best !

Sunna Dóra Möller, 5.3.2008 kl. 20:53

6 Smámynd: Tiger

  Ég myndi ekki hika andartak ef mér stæði til boða að vera heima með barni til skiptis við móður þess! Ég er sammála þér Jóhanna, þróunin er mjög röng og að mínu mati búa börnin okkar mjög vel að því að hafa annað foreldri heima eins lengi og kostur er. Vel hægt að samtvinna leikskóla og heimagæslu þegar barnið er orðið aðeins eldra svo það fái að njóta samvista við fleiri börn.

  Karlana heim - konurnar í Geim...

Tiger, 6.3.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband