Enn með þurrkararaunir

Á heimasíðu Eirvíkur stendur þetta um Miele tækin:

Miele hefur framleitt heimilistæki frá 1899 og hefur því víðtæka reynslu af því að láta þér líða vel á heimilinu. Miele er þýsk gæðavara með yfirburða endingu sem gerir þau að allra hagkvæmustu heimilistækjunum á markaðnum í dag. 

Ég er búin að eiga ,,fína" dýra Miele þurrkarann minn í tvö ár - og hann er hættur að þurrka.  Það er nú engin ,,yfirburða ending" !!! Búið að hreinsa allar síur, sigti o.s.frv...   Hafði samband til að fá viðgerðarmann og fékk að vita, svona til að byrja með að það kostar 10.000.- krónur (aðeins)... að fá hann á svæðið.  Var beðin um að senda gsm númer svo viðgerðarmaður gæti hringt í mig - gerði það 29. febrúrar. Er mjög þolinmóð, svona stundum, og viðgerðarmaður er ekki búinn að hringja ennþá 6. mars. Ég ætla að vísu að forvitnast um hann á eftir. 

Best að hafa þetta í beinni og sjá hvað gerist... hringi eftir 10:00 þegar þau eru vöknuð! grrr...Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Þetta minnir mig bara á hvað ég er rosalega heppin með mína. Versla svona græjur við fyrirtæki sem er með verkstæði. Þvottavélin bilaði hjá mér um daginn. Kl. 08.00 á mánudagsmorgni hringi ég á verkstæðið. Kl. 14.00 sama dag gekk viðgerðarmaðurinn héðan út frá mér og vélin komin í lag.

Hvílíkt frábær þjónusta. En þetta geta þeir sem eru með alla þjónustu nálægt sér.

En gangi þér vel.

Anna Guðný , 6.3.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kaupa amerískt kom heim með GE þurkara 1977 og hef ekkert gert nema hreinsa lo(g)? Þvottavélin gaf upp öndina fyrir ca. 10 árum reyndar viðgerðanleg það er bara að það virðist vera í tísku að henda öllu. Hefði vilja hafa hana enda einföld og gerð fyrir karlmenn með on/off takka búið. Konan vildi mörg prógrömm. Fylgjumst með þessu hjá þér í beinni.  spenntur að sjá hvað skeður.

Valdimar Samúelsson, 6.3.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úff.. hef ekki tíma til að sinna þessu fyrir vinnu, slæmt þegar vinnan er að trufla mann hehe... Ok .. hringdi í þjónustusímann - talaði við konu sem gaf mér samband við viðgerðarmann, hann var til í að koma strax, en ég kunni nú ekki við að senda hann á lasinn kallinn heima. Hringdi í sjúklinginn sem var nú alveg til í að fá þurrkaraviðgerðarmann á sjúkrabeðið, svo aftur var hringt í þjónustusímann. Þar var ég svo heppin að lenda á manni sem var mjög almennilegur. Datt mér þá í hug að spyrja um ábyrgð. Jú, jú þurrkarinn er í ábyrgð ... og það er víst eitthvað ,,hitaelementspróblem" í þessari gerð sem hann kannast við  .. ekki gott! .. En hvað með það - hann sagði að það tæki 5 mín að gera við þetta!

Well.. vonandi fer þetta allt vel..  þetta voru s.s. þurrkararaunir mínar í beinni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.3.2008 kl. 10:53

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlega stuttur endingartími, vonand færðu gert við þetta fljótt og vel, skrýtið að hann skyldi endast í tvö ár en ekki bara eitt, svona eins og rétt til að fara yfir mörk ábyrðgar, eða hvað er annars langur ábyrgðartíminn á þurrkarann ?  Gangi þér vel Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 12:31

5 Smámynd: Halla Rut

Það er auðvelt að auglýsa flott og fínt.  Þú ert greinilega þolinmóð því ekki mundi ég biða í viku.

Halla Rut , 6.3.2008 kl. 12:42

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fréttir að heiman: Þurrkarinn kominn í lag! ... Gleði, gleði, gleði...og hann í ábyrgð (tveggja ára ábyrgð)   ... 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.3.2008 kl. 15:13

7 Smámynd: Tiger

 Minn þurrkari er náttla flottastur sko - eilíf ábyrgð og engir viðgerðamenn! Hengi allt út á snúru og læt veðurguðina um að skila mér þurrum og mjúkum tuskum aftur inn.. gott að þú varst enn í ábyrgð Jóhanna, dýrt er drottins orðið í heimi viðgerðamanna.

Tiger, 6.3.2008 kl. 16:34

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er eins og raftæki í dag séu bara gerð til að endast í tvö til þrjú ár en gott að heyra að þurrkarinn þinn sé kominn í lag

Huld S. Ringsted, 6.3.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband