Neita að flytja né kaupa aftur! ...

Ég er búin að kaupa og selja svo mörg hús (og standsetja) að ég er hætt að nenna húsakaupum.

Mín heimili frá upphafi eru 18 talsins...  

Grettisgata .. barndomshjem
Háaleitisbraut ... fram að gelgju
Keilufell......þar til ég flutti að heiman (allt of ung)
Laugarnesvegur....fátækt, rómantík og frumburðurinn fæðist
Asparfell..... vil helst sem minnst muna eftir því
Gnoðavogur.....síðasta leiguíbúðin, gifting
Nönnustígur Hfj., fyrsta húsið til að gera í stand
Blönduhlíð..... Tvíburarnir koma í heiminn
Goðatún Gbæ.,...annað húsið tekið í nefið  
Marargrund Gbæ., ... þriðja húsið standsett
Álfaskeið Hfj., ... fjórða húsið og skeiðað úr hjónabandi
Hallveigarstígur... recovery
Stigahlíð...... sem varð að systrahlíð þar sem við bjuggum þar þrjár systur
Nýlendugata....fimmta húsið - stutt stopp en gott 
Hulduland.... æi, vond lykt á ganginum en flott eldhús 
Sigtún .... smá leiguflipp þar 
Réttarholtsvegur....sjötta húsið, brotið niður og byggt upp - draumaeldhús
Kleifarás....kom sá og sigraði Heart 

Home is where your heart is ....
 


mbl.is Spá 15% lækkun fasteignaverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha rosalega er þetta góð og skelegg greinargerð yfir húsnæðisferil þinn, þú ert frábær í að koma hlutunum í orð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert búin að standa þig vel á fasteignamarkaðnum

Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Laufey B Waage

Váá. Ég ætla að vona að þú sért það ánægð í núverandi íbúð, að þú getir sagt eins og ég geri í mínum bestabæ; hér vil ég vera uns ég er orðin allra kellinga elst.

Laufey B Waage, 15.4.2008 kl. 16:50

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó, langur listi og afskaplega íslenskur. Á skrautlegan lista sjálf, en það er liff í flutningum.

Enginn ræður sínum næturstað.  En mig langar í lítið timurhús með efri hæð undir súð og helst í skógarjaðri.  Ætli ég endi ekki ævina í minni elskuðu Svíþjóð, þar sem ilmurinn úr skóginum er áfengur og þegar styttir upp eftir sumarregn þá ilma blómin svo sterkt að manni sundlar.

Ójá, þú sérð að ég er ekki hætt dúllan mín,

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 17:07

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, stelpur - ég hugsa líka að allir þeir sem hafa hjálpað mér að flytja á undanförnum árum haldi í sér andanum á meðan ég er sátt þar sem ég er! ..  .. Fjölskyldan mín er orðin svolítið þreytt á þessu (og þá er vægt tekið til orða).

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.4.2008 kl. 17:08

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta hljómar nú afskaplega ,,tempting" þetta timburhús Jenný, finn alveg ilminn... Ég er með einhvers konar útlandadraumsýn - voðalega týpíska kannski - hvítkalkað hús við strönd, með rauðum hlerum fyrir gluggum,  á hlýjum stað, með tréverönd, tréborð með rauðköflóttum dúk og ruggustól.  Sé sjálfa mig sitjandi úti á palli, að skrifa um ævi mína og ástir, það verður löng bók!  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.4.2008 kl. 17:15

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vá við eigum álíka langan lista, ég ætti kannski að setjast niður og rifja minn upp í huganum og svo að sjálfsögðu telja með heimilin erlendis, þau eru nokkur líka   eitt gott þó við að flytja svona oft (alla vega í mínu tilfelli) ég næ ekki að safna drasli.

Huld S. Ringsted, 15.4.2008 kl. 21:03

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

uff ég hata flutninga, en minn listi yrðu svipaður ef ekki lengri

skemmtileg færsla hjá þér

Marta B Helgadóttir, 15.4.2008 kl. 23:19

9 identicon

Úff.. þú hefur flutt ansi oft mamma mín.. ég held ég verði nú samt að segja þér að ég toppa þetta þar sem ég er aðeins tuttuogeinsárs og hef flutt 15 sinnum..      Ég er ekki næstum því búin með minn skammt þar sem ég og Jake eigum eftir að flytja all nokkrum sinnum 

 Knúsknús

Vala 

Jóhanna Vala (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 02:31

10 Smámynd: Tiger

  Ójá.. svo mikið til í því að your home is where your heart is! Ég á nú ekki einu sinni hálfan þennan færslulista þinn, hef bara flutt 4 sinnum eða 5 kannski. Stundum verður maður bara að skoða björtu hliðina - maður safnar ekki miklu geymsludóti og rusli ef maður flytur oft - því maður hendir eða fer í gegnum hlutina í hverjum flutningum. Alltaf hægt að finna sólina ef maður leitar sko! Knús á þig ljúfan og eigðu nú ljúfa nótt og góðan dag á morgun!

Tiger, 16.4.2008 kl. 02:53

11 identicon

Sæl, Jóhanna mín.

Þetta er svolítið óvenjulegur listi,en skemmtilegt innlegg hjá þér í BLOGGFLÓRUNA.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 03:54

12 identicon

HAHAH... Ef þú flytur ekki aftur heiti ég jósifína jóns..... En.. við á Eggertsgötunni KROSSUM FINGUR að svo verði ekki og ef svo verður ´þá er akkurrat búið að bjóða okkur í sumarbústað þá helgi ;) hih...

Eva Lind (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:22

13 identicon

Ó - vá, þú hefur aldeilis verið á faraldsfæti í gegnum árin Jóhanna mín. .... og veistu, í tvígang hefurðu búið í nágrenni við mig, í 108 Reykjavík, en þar hef ég búið sl. 17 ár eða svo og við aldrei rekist á hvor aðra. Furðulegt!

 Kv. Valgerður

Valgerður Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:31

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir skemmtilegar athugasemdir, - já skritið að hafa ekki rekist á þig Valgerður mín! Var að vísu stutt á báðum stöðum. 

Eva - veit að þið mynduð vera fyrst til að hjálpa mútter krútter - láttekki svona, það bíður ykkur enginn í bústað þessa helgi!

Já Þórarinn - óvenjulegur listi, ég er soldið skrítin.

Tigercopper - ég er búin að farga mörgum geymsluhlössum og kössum!

Æi Vala beib, ég fæ svo mikið samviskubit yfir öllum þessum flutningum - óróleiki í henni mömmu þinni - og svo heldur þú áfram (og þið öll afleggjararnir mínir)..

Marta - ég HATA líka flutninga.

Huld - það vantar útlönd á listann minn, kannski enda ég þar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.4.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband