Vaknað með pílur í hnakka og ...

Í morgun vaknaði ég skrítin Shocking .. skrítnari en venjulega. Var þreytt, með svima og fékk svona smástingi í hnakkann .. skildi ekkert í þessu!

Mín sem var nýbúin að blogga um spinningið fattaði ekki að hún væri bara e.t.v. búin að ofkeyra sig í bikinístandsetningarkroppasjáfspyntinganámskeiðinu. Var vinsamlega bent á það af samstarfsfólki og að vísu nokkrum sinnum af maka að fara rólega.

Var svo svakalega heppin að fá Blue Lagoon Spa nuddmeðferð ,,gjafabréf" með námskeiðinu - og er að fara í rescue 911 meðferð á eftir! Liggaliggalái! Kem til baka ný og betri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko mér er alltaf illa við að heyra að fólk fái verkjaskot í hnakkann.  Villtu ekki láta líta á þig?  Þetta spinning er stórhættuleg pyntingaraðferð.  Hvernig líst þér á kjötkróka? Segi svona

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sammála Jenný, svona stingir í hnakkann eru ekki sniðugir, láttu kíkja á þig kona! Vonandi naustu þín í Blue Lagoon spa meðferðinni

Huld S. Ringsted, 17.4.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Not to worry - komin svífandi heim eftir nudd hjá vöðvatröllinu Helmut, eða nei það var víst elskuleg kona sem heitir Helga.. .... Kjötkrókar hmmm.. ætti að pæla í því!

Þetta er bara heavy vöðvaðbólga á ferð hjá konunni, sem hefur eflaust farið aðeins fram úr sér í aerobikkinu. Er ekki tuttuguogfimm lengur. Ætla að sleppa Hreyfingu í kvöld en fæ Mánaling í gistingu og geri kannski nokkrar húlaæfingar fyrir hann og sipp! ..

Takk annars fyrir umhyggjuna.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.4.2008 kl. 18:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vú stelpa, öfundinn breyttist hjá mér  Engar harsperrur hjá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 18:45

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hóf er best í öllu

Jónína Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 05:44

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er ofsalegt námskeið. Segðu nafnið á því aftur.

Valdimar Samúelsson, 18.4.2008 kl. 09:27

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Átti að vera ofsalega langt námskeið.

Valdimar Samúelsson, 18.4.2008 kl. 09:30

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

..Námskeiðið kalla ég bikinikroppastandsetningarsjálfspyntingarnámskeið! ..

Sko Guðmundur, þú átt bara að fara í slökunarnudd.. það þarf ekki að meiða fólk! .. Worth the dollars...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.4.2008 kl. 13:19

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Verður að passa þig, svona hreyfingar eiga að fara hægt af stað, svo máttu gera meira þegar þú ert orðin vön!

Maður byrjar ekki á takmarkinu, heldur undirbýr sig fyrst, svo tekur maður eitt skref í einu að því!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.4.2008 kl. 15:35

10 Smámynd: Tiger

  HA ... ? Er hægt að verða nýrri og betri en þú ert nú þegar? Ok, kannski ekki - en Bláa Lónið er náttúrulega bara æði og spa - nudd og fleira er náttúrulega bara toppurinn. Njóttu nú bara vel ljúfust og eigðu yndislega helgi framundan.

Tiger, 18.4.2008 kl. 19:15

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Haha, Róslín, ég hélt mig í ágætis formi enda búin að vera í einkaþjálfun síðan í janúar! .. Þetta eru bara nýjar hreyfingar og tæki - og það er rétt það þarf að fara varlega. Ég tek alltaf allt á fullu, ... kann ekki að fara hægt af stað!

Knús annars á þig. Það er viturlega orðað hjá þér að maður eigi ekki að byrja á takmarkinu.

Já, Tigercopper - ný og betri ég! takk fyrir complimentið annars.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.4.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband