Hott, hott á hesti....

Fyrir mörgum, mörgum árum, tja..ætli þau séu ekki svona tólf, ákváðum við, eða réttara sagt maðurinn minn fyrrverandi að nú væri komin tími á fjölskylduna að fara á hestbak. Ekkert sem við tókum okkur fyrir hendur var hægt og hljótt og það var að sjálfsögðu ekki undantekning hvað þennan reiðtúr varðaði. Við fjölskyldan höfðum einu sinni farið á hestbak saman, en það var í hálftíma ,,lull" við Hreðavatn. Það var mín fyrsta og eina reynsla mín af hestaferðum - fyrir Kjalarferðina sem ég var á leiðinni í. Já, stefnan tekin á Kjöl. Mamma, pabbi, börn, hundur og bíll héldu norður, að vísu var Eva - sú elsta ekki með þar sem grimm móðir hennar hafði sent hana í útlegð til að vinna á Hótel Eddu, Hornafirði. Það verður mér seint fyrirgefið. Shocking ..

Ég man ekki staðinn fyrir norðan sem við mættum liðinu frá Íshestum, en ,,lookið" á fararstjórunum var ekki gott þegar ég lét vita að ég væri sama sem byrjandi. Það voru tvíburarnir eiginlega líka, höfðu þó prófað eitthvað smá.

Ég var gölluð upp í reiðbuxur af fararstjóra, með hjálm einu númeri of stóran sem dinglaði hægri, vinstri og af stað - ekki á byrjendahesti því að þeir voru að sjálfsögðu ekki til staðar. Fimm daga reiðtúrar eru ekki fyrir byrjendur. Ég var samt nokkuð köld, og tölt var af stað á hesti sem hét Nancy - eða réttara sagt brokkað, hlaupastingurinn sem ég fékk þegar hesturinn minn var búinn að brokka í hálftíma var ólýsanlegur og mér skilst að ógnarsvipurinn sem ég sendi mínum fyrrverandi hafi líka verið ólýsanlegur. Vala glímdi við sama vandamál, en Tobbi var eins og gel, eins og hann hefði aldrei gert annað en að sitja hestbak. Þau stóðu sig bæði eins og hetjur.

Ekki ætla ég að fara að segja frá öllum skemmtilegu ævintýrunum sem við lentum í á þessari leið, en skemmst er að segja frá því að ég kom ósár úr ferðinni,þó með MJÖG miklar harðsperrur. Hékk á baki allan tímann og kynntist samferðafólki sem var frá mörgum löndum. Besti tími dagsins var þegar stigið var af hestinum á áningarstað og sest niður til hvíldar. Hvisss .. og einn ískaldur bjór var teygaður. Ekkert áfengi var haft við hönd í reiðtúrunum sjálfum.

Fengum bongóblíðu allan tímann og kynntumst þarna m.a. konum frá Flórída, sem eflaust hafa tekið sólina með sér, og önnur þeirra var/er eigandi að sirkus sem heitir Arabian Nights. Þær sögðu mér síðar, þegar við heimsóttum þær til Flórída að ég hefði eflaust getað fengið vinnu hjá þeim, miðað við tilfæringarnar við að halda mér á baki... Grin

Því miður lenti ég í því síðar á lífsleiðinni að detta tvisvar illa af baki á sama hestinum með viku millibili, ber ævinlega ör eftir síðara fallið....kvaddi því skjóna en fór síðar á bak frábærum hesti sem hét auðvitað Ljúfur  ... Kissing

Hvaða lærdóm er svo hægt að draga af þessu? Nú t.d.: Karlmenn eru eins og hestar, ef þeir henda manni af baki á ekki að setjast upp á þá aftur! ..Woundering

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Seint fyrirgefið segirðu, ég er ekki sátt! Hornafjörður er yndislegur bær, segðu henni að kíkja hingað aftur í sumar!

Það er nú fín lífsreynsla að fá að ríða hesti, rosalega gaman. Óhöppin gerast þó fyrir bestu menn og konur.

Eigðu góða daga

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Róslín mín, Hornafjörður er örugglega flottur með þig innanborðs!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.4.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband