Gráir bílar og rauðir - hvernig er bíllinn þinn á litinn?

Ég ýtti á snooze takkann í morgun og ætlaði að sofa leeeengur en þá kom nýtt hljóð í símann, hmmm.. hljóð eins og minnismiðar símans gefa frá sér. Ég þreifaði eftir símanum og bar hann upp að nefinu og stökk svo uppúr rúminu, en þá var klukkan 07:01. Á skjánum stóð jafnfrat eitt orð ,,BÍLL" en það þýddi að bíllinn, þríákeyrður átti að fara á réttingaverkstæði klukkan 8:00.

Þar sem ég er ómissandi í skólanum (að eigin áliti) fór ég að reikna hversu margar mínútur ég hefði í a) sturtu b) laga hafragraut  c) lesa moggann o.s.frv.. og komst að því að þetta myndi reddast. Fór í svörtu buxurnar sem eru nr. 42 og eru farnar að hanga (liggaliggalái) vegna spinningtímanna hræðilegu og masókistamataræðis, svo eitthvað gott virðist koma útúressu. Sá fyrir mér hringsólandi hamborgara og ís með nóakroppi þegar ég sofnaði í gærkvöldi.

Jæja, ég náði á verkstæðið á mínum gráa bíl uppúr kl. 8:00 í morgun - allt skv. áætlun, og var ekið á bílaleigu þar sem ég fékk annan gráan bíl. OG þá er ég loksins komin að meginmáli þessa bloggs! .. Þegar ég var að aka í vinnuna fannst mér bara alltíeinu allir bílar vera gráir!!!.. ljósgráir og dökkgráir. Erum við orðin svona löt að þrífa bílana að engir eða fáir velja rauða, gula, bláa, græna bíla ? 

Eini virkilega flotti bíllinn sem ég hef átt var gamli frúarbíllinn minn: Ford Fairlaine, 1966 árgerð. Að vísu svolítið glannalegur, því hann var án belta og bremsurnar virkuðu bara eftir behag. Það þekkja þeir sem fengu far með mér. Einu sinn fór minn fyrrverandi með hann á verkstæði til olíuskipta (ég kunni ekkert á slíkt, enda á ósjálfbjargakonutímabilinu) og þá spurðu verkstæðismennirnir hvað hefði komið fyrir, undir honum var allt krökkt af fíflum (blómum) og sóleyjum.  Það var sko þegar ég hafði ,,flogið" upp á umferðareyju í eitt skiptið þegar bremsurnar klikkuðu. Kissing

p.s. það skal tekið fram að ég var í rétti í öll þrjú skiptin sem ekið var á gráa bílinn minn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ford Fairlaine... flottur. Ég tók einu sinni bílaleigubíl og mundi svo ekki hvernig hann var á litinn eða hvað. Það kostaði leit á stóru bílastæði.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 14:01

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Held að heimilisvagninn sé grænn.  Fallega grænn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 14:09

3 Smámynd: Tiger

Bílarnir mínir undanfarin ár hafa verið á þennan litaveg;

Blár

Gullsanseraður

Rauður

Svartur

Núverandi = ótrúlegt en satt - Grár, silfurgrár.

Eins gott að vera á þokkalega bremsugóðum bíl í umferðinni, bara eins gott að hann sé bara góður yfir höfuð á alla kanta, enda stutt á milli lífs og dauða í umferðinni. Þó að við teljum okkur yfirleitt góða bílstjóra og örugga í umferðinni, þá er til mikill hellingur af fólki í umferðinni sem er drukkið, á lyfjum, undir annarlegum áhrifum og svo og svo og þannig.. þannig að við erum aldrei fullkomlega örugg þar.

En, knúserí á þig ljúfust og hafðu góðan dag og gott kvöld framundan..

Tiger, 5.5.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hmm.. var að uppgötva svolítið nýtt! Fór að heimsækja mömmu áðan en hún býr í svona (h)eldrimanna blokk og þar var svona 70% af bílunum gráir  ....

Jú, förum varlega í umferðinni og pössum okkur á hinum bílstjórunum. Er alltaf að taka niður númer hjá brjáluðum bílstjórum, held ég fari að birta þau á blogginu og jú auðvitað hjá þeim sem henda ruslinu sínu út um bílrúðuna - og stefnuljósadólgum! .. Svei og svei..

Gísli - þekki tilfinninguna að finna ekki bílinn sinn!

Jenný gat náttúrulega ekki átt annað en grænan bíl.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.5.2008 kl. 17:56

5 identicon

Mamma... þessir gráu bílar sem þú ert að tala um eru kallaðir silfur! Fæ alveg gæsahúð þegar þú talar um gráa bíla... Þú átt t.d silfurlitaðan bíl... bara svona hafa þetta á hreinu. Frk. bílakelling :)

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:12

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hahahah.. silfurgráan er það ekki ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.5.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband