La, la, la, la, (this is my) life goes on ...

Í morgun fór ég í vinnuna með fullan haus af kvefi og það virðist nú bara magnast ef eitthvað er.

Fékk að fara úr vinnunni um hádegið því að útförin hans Björns frænda míns fór fram í dag kl. 13:00, frá Dómkirkjunni. Hún var mjög virðuleg og falleg, bæði biskupinn og sr. Hjálmar Jónsson sáu um helgihald. Önnur útför fór fram í dag, en það var útförin hennar frænku minnar í Bandaríkjunum. Eva Lind fór sem fulltrúi fjölskyldunnar og tók frændfólk okkar henni fagnandi og var þakklátt.

Blessuð sé minning þeirra beggja Heart ... bikar minn er eiginlega barmafullur þetta árið, en í janúar sl. missti ég bestu vinkonu mína úr krabbameini. Vonum að það sé í  gildi að allt sé þegar þrennt er.

Í kvöld fór ég svo í allt annan gír, eða Eurovision gírinn - en við vorum boðin til vinafólks og var það notalegt að gleyma sér yfir því. Var ánægð fyrir hönd Regínu og Friðriks Ómars og Íslendinga allra að við náðum í úrslitakeppnina.

Lífið heldur áfram. Njótum okkar nánustu meðan við höfum þau í kringum okkur. Látum ekki smámálin verða að stórmálum, það skiptir engu máli hvernig fólk kreystir tannkremstúpur.... Wink 

Eigið góða nótt og góðan morgundag  Heart 

Eurovision_forkeppni_2008 010

Ákváðum að mæta skrautleg í Júróvisjónstíl til að hvetja "okkar fólk" ...

Eurovision_forkeppni_2008 005

Fylgst með sjónvarpinu, Ólöf Ásta kíkir á myndasmiðinn...

Eurovision_forkeppni_2008 003Eurovision_forkeppni_2008 006

Kannski lélegi söngvarinn með síða hárið sé að syngja þarna ...

Eurovision_forkeppni_2008 011Eurovision_forkeppni_2008 009

"Flokkurinn" fagnar                             Svo þarf að nærast!

 

 La, la, la, la, life goes on...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín Jóhanna mín

Og góða nótt..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.5.2008 kl. 01:15

2 identicon

 Vúhú.....    jei jei jei..   ji hvað við erum ánægð hérna í Delray með að við komumst áfram!! Ekkert smá svekkt yfir því að vera í háloftunum meðan  Júróvision er en kannski að maður sjái bara endursýningu.. þó það sé ekkert sambærilegt við að horfa beint:)   Jæja vorum að koma af Indiana Jones.. ágæt mynd þar á ferð:)   

Knús á þig mamma mín

 Vala, Jake, Tobbi og Simbi 

Jóhanna Vala (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 02:08

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 23.5.2008 kl. 06:04

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi síðhærði!! OMG, hver sagði honum að hann gæti sungið?  Jösses.

Þið eruð voða fín.  Og flöggin, ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 07:19

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Votta þér samúð mína Jóhanna mín

Þetta var flott hjá Friðrik og Regínu, núna verður aftur gaman að fylgjast með aðalkeppninni. Mikið rosalega eruð þið fín þarna, með fána og alles ég ætti kannski að versla mér fána fyrir laugardagskvöld?

Huld S. Ringsted, 23.5.2008 kl. 08:31

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir fallegar kveðjur -

 Varðandi gærkvöldið þá vita þeir sem þekkja mig hvað ég hef gaman af svona uppákomum, þemakvöldum og gera svona soldið klikk grín. Ef á annað borð er verið að horfa á Eurovision þá bara ganga alla leið!!!!.. Fór með þessa fána í Húsdýragarðinn á sumardaginn fyrsta líka og Henrik svigeson tók eftir því að við vorum nú eiginlega þau einu með fána!  ..

Ég hélt annars með Dönum, svona í næsta sæti á eftir íslenska laginu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.5.2008 kl. 09:26

7 identicon

Sæl Jóhanna.

Ég sendi samúðarkveðjur til þín og þinnar fjölskyldu, um leið og ég samgleðst yfir gengi okkar fólks í gærkvöldi.

Hafðu það sem best með þínum nánustu:

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 10:00

8 Smámynd: Laufey B Waage

Ég samhryggist þér innilega. Þetta er mikill missir á stuttum tíma.

Það vill svo til að ég var rétt áðan að blogga, eftir að hafa orðið hugfangin að frásögnum af Birni frænda þínum (vissi auðvitað ekki að hann hafi verið frændi þinn). 

Laufey B Waage, 23.5.2008 kl. 10:50

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Laufey mín, þetta var merkileg tilviljun! Ísland er svo lítið land að einhvern veginn virðumst við öll tengjast. Jú, jú, Dr. Björn var föðurbróðir minn og faðir hennar Ingibjargar Elsu frænku og bloggvinkonu. Hún skrifar þó nokkuð um umhverfissiðfræði og er vel að sér í þeim málum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.5.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband