Stúdína frá MK - vor 2008 - Helga Björnsdóttir

 Helga frænka

Í dag er okkur boðið í stúdentsveislu til bróðurdóttur minnar, Helgu Björnsdóttur. Helga er einstaklega glæsileg, þægileg og fáguð frænka. Hún hefur undanfarið ár unnið við aðhlynningu aldraðra með skólanum og þó hún sé ekki að útskrifast úr því, veit ég að það er líka mikill skóli, eins og ég hef oft sagt áður. Gamla fólkið er sannarlega heppið að eiga hana að.

Ég á tvær skemmtilegar en ólíkar sögur sem tengjast þessari frænku minni. Eins og áður sagði er ég býsna berdreymin og dreymdi mig fyrir fæðingu Helgu, eða réttara sagt að mágkona mín gengi með stelpu.

Við vorum í boði heima hjá mömmu og bróðir minn og mágkona sátu á móti mér. Allt í einu rifjaðist upp draumur sem mig dreymdi, en hann var á þá leið að við vorum öll að fara í útilegu og Addý mágkona krafðist þess að taka með bleikar pollabuxur og það er eins og mig minni að barnakerra hafi einnig verið í draumnum. Ég man ekki drauminn í hnotskurn, en ég var mikil ótugt og sagði við mágkonu mína ,,Nú hlýtur þú að vera ófrísk" og svo sagði ég þeim drauminn.  Þau roðnuðu bæði bróðir minn og mágkona og fóru hjá sér, en eyddu umræðuefninu.

Stuttu síðar sögðu þau mér að þau hefðu skilað inn prufu í apótekið (það var á þeim tíma) og hefðu verið að bíða eftir niðurstöðum þegar ég fór að gaspra um þetta. Eða þau voru nýbúin að fá úr þessu skorið (nú brestur mig aðeins minni) LoL .. Bleiku pollabuxurnar voru s.s. tákn um litlu dömuna sem var á leiðinni!

Mörgum árum seinna var ég á árshátíð og hitti konu. Tók ég eftir hvað þessi kona var lík Helgu frænku minni. Sagði ég við hana að það væri með ólíkindum hvað gjörsamlega óskyldar manneskjur gætu verið líkar. Við nánari athugun komumst við að því að Helga og umrædd kona eiga sama langafa sem var að sjálfögðu líka afa minn og komst að því að þessi kona var frænka mín.. ótrúlegt að svona svipur geti gengið í gegnum kynslóðir.

Jæja, nóg af Helgusögum, en ég óska henni bara til hamingju með daginn og hlakka til að mæta í veisluna í fylgd Tryggva yngri, Henriks svigesonar og Mána en restin af mínu nánasta liði er nú bara eiginlega allt í Ameríku og sá eldri á fundi (argh..) .. Fólk verður víst að fá að stunda sín ,,áhugamál" við að bjarga heiminum.. Cool

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með Helgu frænku.

Laufey B Waage, 23.5.2008 kl. 16:18

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með þessa fallegu frænku.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Halla Rut

Til hamingju með frænku...eru ekki að verða góð af þessu kvefi?

Halla Rut , 23.5.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir kveðjur! Halla ég myndi segja að ég sé á batavegi ... takk fyrir.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.5.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: Halla Rut

já og flott nýja myndin af þér. Lokking goooood....

Halla Rut , 23.5.2008 kl. 22:27

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með frænkuna

Huld S. Ringsted, 23.5.2008 kl. 23:41

7 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með frænkuna hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband