Ég er eins og ég er ..

Páll Óskar söng þetta lag í gærkvöldi á 17. júní. Textinn var, að ég held, upphaflega saminn fyrir Gay Pride, en Palli tileinkaði lagið líka öllum þeim sem lent hefðu í einelti og þeim sem fengju ekki að vera í friði eins og þeir eru. Flutningurinn var ótrúlega kröftugur og sannfærandi og kom fram tárunum á þessum bloggara, skrítin blanda af trega og gleði. (ég er að vísu vælukjóa).. Crying ... Þegar ég hlustaði á lagið birtust fyrir hugskotstjónum mínum allir þeir sem ég kynnst í gegnum ævina sem tilheyra þeim hópi að vilja fá að vera eins og þau eru.. HeartHeartHeart ..

Fann þessa útgáfu á YouTube en mér heyrist Páll Bergþórsson flytja:

Ég er eins og ég er
I Am What I Am Gloria Gaynor

Ég er eins og er,
hvernig á ég að vera eitthvað annað ?
Hvað verður um mig
ef það sem ég er bölvað og bannað ?
Er það líf mitt, að fela mig og vera feimin,
mitt líf var það til þess sem ég kom í heiminn ?
Fúlt finnst mér það líf að fá ekki að segja:
Ég er eins og ég er !

Ég er eins og ég er,
ég vil ekkert hrós, ég vil enga vorkunn.
Mér líkar mitt lag,
jafnvel þótt öðrum þyki það storkun.
En þeir um það, þetta er lagið mitt á lífsins morgni,
hvernig væri að sjá það frá því sjónarhorni.
Fúlt er felumanns líf fyrr en hann hrópar:
Ég er eins og ég er !

Ég er eins og ég er,
og hvernig ég er alveg á hreinu.
Ég er eins og ég er
og biðst ekki afökunar á neinu.
Þetta er eitt líf, þettar er eina lífið sem við eigum
eitt líf og það verður ekkert lif í leynum.
Ljúft veður það líf að láta það flakka:
Ég er eins og ég er !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég fæ alltaf pínu sting fyrir hjartað þegar ég heyri þetta lag

Huld S. Ringsted, 18.6.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vissirðu að það var upphaflega flutt af Gloriu Gaynor?  Jabb.  Dúa vinkona mín elskar þetta lag, á öllum tungumálum.  Hehe.

Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er frábært lag, heyrði einhvern útvarpsmanninn kynna þetta lag sem íslenskt, og hugaði með mér, hve þekkingu þáttastjórnanda hefur hrakað illþyrmislega undanfarið.  Frábært lag og flott hjá þeim að taka það upp á Gay Pride.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2008 kl. 00:42

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.6.2008 kl. 06:57

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér finnst þetta æðislegt lag, það er svo mikill sannleikur í því

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.6.2008 kl. 08:04

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk allar yndislegar   og til lukku með daginn! Þetta lag snerti mig óvenju mikið í flutningi Páls Óskars og ég vildi óska að ég ætti upptöku af því eins og hann flutti það á þriðjudagskvöldið.

Já, lagið er að sjálfsögðu erlent; I am what I am... , en einhver hefur íslenskað textann og gert það vel. Gaman væri ef einhver gæti upplýst hver hefur gert það??

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.6.2008 kl. 08:41

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

19. júní kveðja til þín Jóhanna.  Já lagið er flott en ekki hef ég hugmynd um hver gerði þennan frábæra ísl. texta.

Ía Jóhannsdóttir, 19.6.2008 kl. 08:52

8 identicon

Ég er einmitt búin að vera með þetta lag á heilanum síðan á 17. júní! Jiminn hvað það bara festist.. allir að verða brjálaðir á mér því ég get ekki hætt að syngja þessar tvær línur " ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað" Þetta er svo rétt og svo sterkt eitthvað! I´M LOVING IT ... HIIH.. 

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 09:54

9 identicon

TIL HAMINGJU MEÐ AFA MOM

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 09:55

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Ía og takk Eva!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.6.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband