Ó pabbi minn...

Hann pabbi minn hefði orðið áttatíu ára í dag, 19. júní 2008. Hann lést fyrir 39 árum, en það eru jafn mörg ár og yngsta systir mín hefur lifað. Ég sakna hans ennþá og á fallegar minningar um hann, reiðin er farin en rosalega fannst mér óréttlátt þegar hann fór...en eins og mamma sagði alltaf; það þýðir ekkert að segja ef....

Í dag ætlum við að hittast, mamma og afkomendur þeirra ásamt tengdabörnum. Setja blóm á leiðið hans, syngja afmælissönginn og síðan grilla saman í Heiðmörk. InLove .. "Love makes a family" - heyrði ég sagt í Opruh í gær .. og ég gæti ekki verið meira sammála ..

Björk ætlar að syngja fyrir mig það sem mig langar að segja:

Og hér er textinn..

Ó, pabbi minn
Hve undursamleg ást þín var
Ó, pabbi minn
þú avallt tókst mitt svar

Aldrei var neinn
svo ástúðlegur eins og þú
Ó, pabbi minn
þú ætíð skildir allt

Liðin er tíð
er leiddir þú mig lítid barn
Brosandi blitt
þú breyttir sorg i gleði

Ó, pabbi minn
eg dáði þina léttu lund
Leikandi kátt
þú lékst þér a þínn hátt

Ó, pabbi minn
Hve undursamleg ást þín var
Æskunnar ómar
ylja mér í dag

Liðin er tíð
er leiddir þú mig lítið barn
Brosandi blitt
þú breyttir sorg i gleði

Ó, pabbi minn
ég dáði þína léttu lund
Leikandi kátt
þú lékst þér a þinn hátt

Ó, pabbi minn
Hve undursamleg ást þín var
Æskunnar ómar
ylja mér í dag

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóhanna mín.

Falleg hugleiðing hjá þér, á þessum degi föður þíns.

Njóttu fallegu  minninganna, með fjölskyldunni í sól og sumaryl.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegt Jóhanna mín, Þú átt góðar minningar og njóttu dagsins með fjölskyldunni þinni.
Það er rétt að ástin skapar fjölskylduna.
             Kærleik til ykkar
                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 10:49

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Um leið og ég óska þér til hamingju með Kvennréttindadaginn, þá sendi ég þér knús og kram vegna minningarinnar um pabba þinn.

Eigðu notalega stund.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Föðurminningar er dýrmætar.  Njótið samverunnar í dag Jóhanna mín

Ía Jóhannsdóttir, 19.6.2008 kl. 11:58

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með föður þinn elsku Jóhanna mín
Og líka með daginn

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.6.2008 kl. 12:42

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 19.6.2008 kl. 15:38

7 Smámynd: Laufey B Waage

Í seinni tíð reyni ég stundum að segja við sjálfa mig; að það hafi verið betra að eiga besta pabba í heimi í 23 ár, en að eiga ómögulegan pabba mest alla ævi, eins og gerist hjá sumum.

Ég hef oft tárast yfir þessu lagi, af því að það minnir mig líka á pabba minn.

Njótið fjölskyldusamverunnar í Heiðmörkinni.

Laufey B Waage, 19.6.2008 kl. 20:03

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.6.2008 kl. 22:10

9 identicon

LUV YA! Takk fyrir okkur í dag :)

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband