Grimmur þessi eldur ..

 

 Þegar ég var barn og bjó á Grettisgötunni lenti ég í því að horfa á þar sem eldtungur komu út um glugga og gömul kona hrópaði á hjálp. Ég hljóp til að láta einhvern fullorðinn vita, en sú sem tók á móti mér, nágrannakona okkar á neðri hæðinni,  hélt ég væri að plata hana (augljóslega álitið mig prakkara)  en það varði ekki lengi því fljótt heyrðum við í slökkvibílnum.

Gömlu konunni var sem betur fer bjargað, en hún hafði sofnað út frá tólginni á eldavélinni. Risið var ónýtt eftir brunann.

Lengi eftir þetta var ég alveg afskaplega eldhrædd og fann ímyndaða brunalykt í hverju horni. Fylgdist vel með pottunum á eldavélinni hjá mömmu og fannst hún aldrei nægilega gætin.  

Finn þó ekki fyrir þessu lengur. Svo kveiknaði í hjá okkur á jólanótt í Goðatúninu, þegar ég var sjálf komin með fjölskyldu, kertaskreyting datt logandi ofan í blaðakörfu og eldurinn byrjaði að sleikja bókahillur, en mín var bara ,,kool" bleytti viskustykki og setti yfir blaðakörfuna og náði (eflaust á elleftu mínútu) að slökkva allan eld. Húsið var timburhús.

Nýlega brann í búðarhúsið á Finnbogstöðum og er það afar sorglegt, ekki síst vegna hundanna sem brunnu inni. Ég tilkynnti mínum betri helming í morgun að ég ætlaði að leggja inn á söfnunarreikning sem hefur verið settur upp til að styrkja nýja húsbyggingu fyrir bóndann.

Ætla að standa við það og hvet þau sem eru aflögufær um að gera slíkt hið sama.

T.d. verð einnar pizzu með nokkrum áleggstegundum ??..  1990.- krónur  ...

Söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509


mbl.is Hesthús brann til kaldra kola í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Fallega gert af þér.
Það hlýtur að hafa verið erfitt að horfa upp á gömlu konuna, því get ég vel trúað!

Ef ég væri auðugri en ég er sjálf, þá myndi ég nú leggja inn á marga reikninga, en þar sem ég sjálf á bara 3000 krónur í augnablikinu, get ég nú voða lítið gert...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.6.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eldurinn er skelfilega eyðandi afl.

Takk fyrir góðan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 13:11

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég borgaði bara sem svarar einni pizzu, en margt smátt gerir eitt stórt (hús)..

Já eldurinn getur bæði verið lífgefandi og deyðandi.

Erum annars að fara útúr bænum í sólinni og sumarylnum - fengum lánaðan eitt stykki bústað og eitt stykki barnabarn! 

Eigið góða helgi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.6.2008 kl. 14:16

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 20.6.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Góð færsla hjá þér og auðvitað erum við aflögufær um eitthvað smáræði, öðru eins eyðir maður nú í "ekkert".

Gott hjá þér að setja inn reikningsnúmerið, ég er búin að skrifa það niður

Lilja G. Bolladóttir, 20.6.2008 kl. 23:39

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já eldurinn er afl sem við ráðum lítið við.
Þegar ég var lítil nýflutt inn í laugarnes með foreldrum mínum, missti ein fjölskylda heimilið sitt í bruna þau komust út á náttfötunum, pabbi kom með þau heim til okkar, en það kom svo einhver og sótti þau, þetta situr í mér, ég vorkenndi börnunum, en ég var bara að mig minnir 6 ára.
                              Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.6.2008 kl. 19:47

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 22.6.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband