Kung Fu Panda-BJÖRN

Get lítið sagt um alvöru birni, en fór ásamt dóttur með skáson og dótturson á myndina Kung Fu Panda í gær. Ég var svolítið hissa á að sjá hversu mikið ofbeldi er í myndinni. Hélt að þessi Itchy and Scratchy húmor, sem verið er að gagnrýna í Simpson þáttaröðunum væri liðinn undir lok, en svo var ekki. Þeir sem ekki þekkja Itchy and Scratchy þekkja kannski Tomma og Jenna, en það er af sama meiði. 

Pandan er kýld, marin, barin, klesst og brennd og kemur svo heil út úr þessu bara svolítið klesst og sviðin og allt voða fyndið! .. Shocking

Sama hversu dýrin eru kýld og lamin í klessu - þau standa alltaf upp aftur. Annar stór þáttur í myndinni er yfirstærð pöndunnar. Krakkarnir trylltust úr hlátri þegar pandan var kölluð ,,Fitubolla" .. og ég gat nú eiginlega ekki annað en brosað út í annað að hlusta á sal fullan af fimmáringum og þar um kring í hláturskasti. En þetta vekur mann samt til umhugsunar um hvað verður þegar þau sjálf hitta barn eða kennara í yfirstærð. Er þá í lagi að kalla ,,fitubolla" af því það er sagt í Kung Fu Panda ?

Ég tel þessa mynd ekki sérstaklega holla börnum og hefði verið hægt að gera hana mun fallegri. Auðvitað var margt gott í henni, flott talsetning, fallegar teikningar, góður húmor inn á milli og hið góða vann hið illa. En eins og áður sagði voru of margir lestir til að ég geti mælt með henni fyrir börn. Þannig er það nú bara.


mbl.is Barátta við birni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mannstu Jóhanna, þetta voru ekki örlög mín að tala inn á þessa mynd. Sem betur fer kannski?....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.7.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ekki beint mynd sem ég mundi fara með barnabörnin á sem sagtTakk fyrir þetta

Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 18:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta, ég sneiði snilldarlega fram  hjá þessari næst þegar ég fer með Jenný Unu í bíó.

Merkileg þessi innræting í gegnum bíómyndir fyrir börn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 18:55

4 identicon

Þar er ég sammála þér Jóhanna.
Fór með fjögurra ára guttan minn á pönduna í dag og lét guttinn það útur sér að honum þætti mjög ljótt hvað dýrin væru vond við hvort annað.
Einnig þótti mér boðskapur myndarinnar halla eilítið út í það að það væri allt í lagi að vera í yfirvigt og að allir vegir manns væru færir, og allt gott með það.

Ef þið viljið sjá algera perlu mynd með börnunum þá mæli ég með 110% með Wall-E
 frá Disney.
Einstaklega hugljúf og full af fallegum boðskap.

Stefán R. (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 19:28

5 identicon

Mér fannst Tommi og Jenni einmitt svo skemmtilegt sjónvarpsefni þegar ég var 5 ára (og finnst enn) því þar var Jenni sæti alltaf að sjá við stóra, fúla og freka kettinum Tomma. Ég tengdi þættina aldrei við ofbeldi, enda var markmið Tommsa ekki að éta Jenna mús. Veruleikinn er víst talsvert grimmari í þeirri deild.

Mér finnst "Kung Fu" í titli myndar gefa sterklega til kynna að í henni sé að finna slagsmál.

Jóhann Sig (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 22:54

6 Smámynd: Laufey B Waage

Ótrúlegt að teiknimyndaframleiðendur skuli gera þetta, - að hafa svona mikið "fyndið" ofbeldi í barnamyndum.

Laufey B Waage, 7.7.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband