Bubbi undir smásjá...

Mér þykir alltaf hálfvænt um Bubba eftir að hann gaf sér góðan tíma hér í "den" til að tala við son minn, ungan aðdáanda um lífið og tilveruna. Það var enginn egóisti á ferð í það skiptið. Jafnframt finnst margir textarnir hans mjög góðir.

Bloggarar virðast skiptast heitir í tvær grúppur með eða á móti Bubba. Enginn er fullkominn og það er Bubbi ekki heldur. Það sem mér fannst leiðinlegt í þessu viðtali (viðurkenni að ég hljóp aðeins yfir það) var það sem manni fannst vera hroki gagnvart Björk. Margt var alveg ágætt og samgleðst ég honum og Hrafnhildi konu hans en þau virðast hafa fundið ástina hjá hvoru öðru. Því fleiri hamingjusamar manneskjur, því betri heimur.

Jón Valur var hrifinn af Bubba og sérstaklega af yfirlýsingu hans um að hann væri trúaður. En Bubbi sagð í viðtalinu: „Ég er trúaður. Það þarf ekki að ræða það nánar. Trúin breytti lífi mínu til hins betra þótt heiðingjarnir séu kannski á öðru máli" ..

Persónulega hefði ég sleppt þessu með heiðingjana .. hmmm..fólk þarf víst að passa sig vel ef það er í sviðsljósinu (passa sig Bubbi!)

Annar íslenskur söngvari, Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í mörgum textum játað trú sína. Sérstaklega í laginu Betra líf og svo í laginu Allt fyrir ástina.

Kannski mætti Bubbi læra eitthvað af Palla, hann virðist a.m.k. ekki skapa sér svona óvinsældir með orðum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fólk sem stillir góðum eiginleikum sínum upp á móti "síðri" eiginleikum annarra getur varla vonast eftir að fagnaðarlætin brjótist út.

Annars finnst mér Bubbi orðinn helvíti þreytandi í nauðungaráskrift.

En svo er ég líka heiðingi skv. JV og öðrum pótintátum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Bubbi er Ego og það er í lagi hann má það. Hann hefur gert það sem öllum hefur mistekist. Hann er orðin Ego. Hann er dálítill Roger Waters án The Wall... Mér finnst þessi umræða um fátækt á íslandi vera verð. Það verður að hugsa sér nær og ef maður skoðar Al Gore og hans boðskap þá er hann án fórlambana. Það var ekki orð um fórnarlömb Golbal Worming. þess vegna eru þessi orð í tíma töluð.

Það má deila um það hvort hann gangi um orð af næginlegri varfærni. Sér í lagi er hann talar um aðra. En hann hefur það frelsi. Bubbi verður er ekki allra og verður ekki allra, aldrei. Það er sá Bubbi sem ég þekki. Það er annar flötur á þessu og hann er að Bubbi er listamaður. Ætlum við að setja ofan í við Sigurbjörn Jónsson vegna yfirlýsinga í litum og formum á opinberum vetfangi. Nei aldrei.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 21.7.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Birna M

Sko Bubbi er Bubbi, og enginn býst við að hann sé neitt öðruvísi. Annað hvort elskar fólk hann af öllu hjarta eða elskar af öllu hjarta að hata hann. Hann á það til að vera dálítið beinskeyttur og hrjúfur en þannig er hann bara. Og má það. Hann er svolítill krókódíll og það er í lagi, þeir eru fínir líka.

Birna M, 21.7.2008 kl. 23:36

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Afhverju eiga aðrar stjörnur að hlusta á aðrar stjörnur???.............

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.7.2008 kl. 23:41

5 Smámynd: Tiger

  Heyrðu Jóhanna mín - það er til þriðji hópurinn á blogginu varðandi Bubbann! Sko, ég er hvorki á móti honum - né fylgjandi honum, þannig að ég fylli í hópinn sem er þarna mitt á milli.

Ég er ekki hrifinn af Bubba og hef aldrei verið - en ég er samt alls ekkert á móti honum. Oft finnst mér hann þreyttur og oft dettur eitthvað frá honum sem mér finnst að hefði mátt missa sín - en það á við um líklega langflesta þá sem eru í stjörnuljósinu yfir höfuð.

Ég er aldrei glaður þegar ég les stjörnu skíta aðra stjörnu út eða munnhöggvast á einhvern hátt, slíkt er fyrir neðan virðingu hvers og eins. En næsta víst er að slíkt mun ætíð eiga sér stað.

Palli er ekkert annað en flottur tappi, tek hvenær sem er ofan fyrir honum!

Hafðu ljúfa nótt Jóhanna mín og góðan dag á morgun!

Tiger, 22.7.2008 kl. 02:17

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hm... mér hefur eiginlega alltaf verið sama um Bubba... hann heillar mig ekkert en angrar mig ekki heldur, ég er þarna í þriðja hópnumHann á örugglega sína góðu parta, en mætti sjálfsagt leggja meiri áheyrslu á þá, eins og við eigum auðvitað öll að gera... alltaf

Njóttu dagsins mín kæra

Jónína Dúadóttir, 22.7.2008 kl. 06:43

7 identicon

Sæl Jóhanna.

 Já,það er vandlifað í þessum fallandi heimi.

Fyrsta málsgrein Jennýar hér að ofan er frábær.

Heyrumst.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 08:31

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ætli ég sé ekki í miðhópnum eins og Tigerinn.  Þekki Bubba minn ágætlega og hef ekkert á móti honum sem persónu eða listamanni en stundum fer hann vel yfir strikið blessaður, enda oft fljótfær. Tek undir þín orð Jóhanna, passa sig Bubbi! 

Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 08:54

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta athugasemdakerfi er að gera mig gráhærða, var búin að svara hverjum og einum og þá datt allt út!! ..

Ætla að prófa að hafa þetta meira almennt..

1) Bubbi þarf að snúa grænu hliðinni upp..

2) Þrír hópar a) þeir sem elska Bubba  b) þeir sem elska að hata Bubba og c) þeir sem hvorki elska né elska að hata Bubba

3) Jennýju ratast oft rétt orð á munn og réttur munnur á orð

4)Allir menn þurfa að hlusta á aðra menn, stjörnur eða ekki stjörnur

nú ætla ég að prófa aftur að ýta á send, takk fyrir góðar og málefnalegar athugasemdir  og knús á ykkur öll.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 09:31

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef lengi haldið upp á Bubba sem tónlistarmann og persónu.  Ég eins og allir aðrir veit að Bubbi lenti í óreglu í gamla daga og náði sé út úr því og það er gott mál. Og ef trúin hefur hjálpað Bubba þá er það líka gott mál. Ef Bubbi heldur þessu fram trúi ég og samgleðst honum og dettur ekki annað í hug þó ég sé (eða kannski vegna þess að ég er?) heiðingi af guðs náð.

Sigurður Þórðarson, 22.7.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband