Erum við ekki öll hýr? ..

 ...Auðvitað veit ég að hýr er hér notað yfir að vera samkynhneigður, en þetta það sem samkynhneigðir vilja í raun og veru? Vera í ,,sér" hýru þorpi? Ég hefði haldið það algjöran óþarfa.

Talandi um sér þorp, þá fékk ég þá ,,brilljant"  (að eigin mati) viðskiptahugmynd, yfir múslíinu í morgun, um að gera Ísland að einni stórri lýðheilsustöð. Hvað er Jónína alltaf að rjúka til Póllands meðan við höfum alla okkar frábæra heilsugúrúa hér á landi. Gerum Ísland bara að einum allsherjar Latabæ, þar sem Göran í Grandspa, eða hvað sem það heitir, er bæjarstjóri.

Íslendingar verða ekki bara þekktir fyrir að búa í fallegu landi, heldur fyrir fólk sem lifir heilsusamlega og í boði verður alls konar líkamsrækt og spa um allt landið! .. Gönguferðir um fjöll og firnindi ..

Svona ekki alveg svo extreme að við förum að lifa á ljósinu (Jenný LoL) .. en tökum okkur stöðu fremst í flokki varðandi hreyfingu og mataræði.

Brandarinn við morgunverðarborðið var frá mínum síglaða maka, þar sem ég lét dæluna ganga um þetta sagði hann: ,,Já, já, gerum þetta að baráttumáli Frjálslynda flokksins og byrjum á formanninum" .. SmileGrin (veit ekkert hvort ég mátti skrifa þetta Halo)

Við ættum að geta lifað hér saman í harmóníu gömul og ung, hýr og óhýr ...


mbl.is Þorp fyrir hýra öldunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Hefur þetta ekki verið reynt? Einhvern vegin minnir mig það. Alla vega er hugmyndin góð - og alls ekki útópísk. Mæli með henni. Ég er líka mikil áhugamanneskja um mataræði, hreyfingu - og annað sem viðkemur heilbrigðum lífsstíl.

Laufey B Waage, 22.7.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér lýst ekkert á þessa hugmynd þína, mín kæra Jóga!
Ég er ekki að fara að fara í eitthvað átak, það get ég sko sagt þér....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.7.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sniðugt að megra Frjálslynda af yfirborði jarðar (segi svona).

Ég veit það ekki en ég verð öll svona urluð yfir þessu heilsufarsdæmi (nb ekki kjaftæði - framför hjá mér), þrátt fyrir það að ég borði hollan mat og sé komin ofan í pakka á dag.

Ætli það endi ekki með að maður verði að flýja land ef þú kemst til áhrifa addna?

Enginn friður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 09:43

4 Smámynd: Birna M

Hvað ætla þeir að gera, reka þig? Neei segi sona. Hélt annars það væri stefna VG og Samfó. Allir hjóla nema þeir. Og borða gras.

Birna M, 22.7.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Jenný .... hvaða, hvaða...  það eru margir og margar kjút í Frjálsyndum.. sumir og sumar þurfa bara að lesa betur stefnuskrána ..

Hmmm.. hvað fæ ég annars út úr þessum athugasemdum:

Laufey JÁ, Jenný og Róslín NEI, Sigga hlutlaus ?...

Róslín ... breyttur lífstíll bara sko, ekkert átak! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 09:51

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Né það!
Úff, á að gera algjörlega útaf við mann sko....

Núna fæ ég tíma í tölvu, sit uppá Byggðasafni ( Gömlubúð ) og er að vakta þar, engin umferð!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.7.2008 kl. 09:55

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Birna - "kallinn" minn er í frontline í F og  kannski flokkaðist þetta morgunverðarsamtal sem trúnaðarsamtal... makar og ættingjar bloggara eru orðnir logandi hræddir um að fleyg orð þeirra rati á bloggsíðurnar ..   .. Held þetta sé bara allt í lagi og þar að auki er formaðurinn umræddi mikill húmoristi.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 10:10

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Róslín, koma svo - draga naflann inn að hryggjarsúlu, herðablöðin í rassvasann, anda djúpt inn um nefið og lyfta höndum, anda svo frá út um munninn og setja hendur niður aftur. Góð æfing við tölvuna..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 10:13

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Aldrei geri ég þetta, kemur ekki til greina. Og sérstaklega ekki þegar er fólk í húsinu....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.7.2008 kl. 10:31

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú ert treg í taumi Róslín (eins og Jenný).. Hvað finnst ykkur annars um spurninguna hvort að hýrir  öldungar eigi að aðgreinast í sér þorp?  Ætli það sé það sem þeir vilja?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 10:58

11 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þetta er ekki slæm hugmynd Jóhanna, é held að það mætti nýta landið á fjölbreittari máta en hefur verið gert, en ég er viss  um að ef VG fengju að ráða myndum við neyðast til þess að lifa á ljósinu. Það má jú varla veiða, sama hvaða dýr það er og ekki virkja og ekki vera kapítalisti og ekki henda grjóti ofaní skurð og svo framvegis. Við gætum ekki lifað af grænmeti (aldrei ræktað nægilegt magn) án varmavirkjana, þannig að þar fór það. Það sem eftir er, er sjór, svifdýr í honum og sólarljós. 

Jenný Anna, ég er viss um að ef þú værir eins falleg og ég værir þú líka í FF.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.7.2008 kl. 13:46

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2008 kl. 16:58

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta var frábær færsla hjá þér Jóhanna. Auðvitað eigum við brilliant möguleika með hreina loftið okkar og heita vatnið.  Við höfum dæmin allstaðar fyrir okkur Svisslendingar gera út á Spa-hótel með góðum árangri og ekki gengur Latibær illa. Einhverjir þingmenn VG voru að tala um að kalla þing saman til að ræða málin án þess að hafa neinar hugmyndir til úrlausna, þeir hefðu betur leitað i smiðju til þín. Ég hvet þig til að kynna þessa djörfu  og framasýnu hugmynd fyrir formanninum okkar. Hann myndi örugglega falla kylliflatur fyrir henni.

Sigurður Þórðarson, 22.7.2008 kl. 17:15

14 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég bara skil ekki spurninguna hýrast í þorp, eiga allir samkynheigðir öldungar að flytja í einhvern bæ útá landi og reka hina í burtu???

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.7.2008 kl. 19:14

15 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

JÁ OG Á MEÐAN ÉG MAN!
Flott nýja myndin af þér, þú hættir ekki að brosa

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.7.2008 kl. 19:15

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Róslín, ... fréttin sem ég bloggaði við fjallaði um þorp í útlöndum fyrir samkynhneigða öldunga. Mér finnst merkilegt að þeir vilji vera í sér þorpi, en það er auðvitað þeirra mál.

Takk varðandi myndina: var að breyta til og komin með topp, smile to the world and the world will smile to you  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 21:10

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóna - hvaða flaut er þetta .. viltu ekki verða trampólínsstjóri í  Nýja Íslandi ???..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 21:12

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

J. Einar og Sigurður, takk fyrir að taka vel í hugmyndina, hún hefur þá fengið 3 atkvæði sýnist mér, ykkar og Laufeyjar.

Hey, J. Einar .. Jenný er súperbloggvinkona og uppáhalds, eins og Róslín hér að ofan, aðeins má tala fallega til hennar á mínu bloggi!.. Veit að vísu að hún getur svarað fyrir sig sjálf..

Sigurður, það væri gaman ef þessi hugmynd væri meira en draumsýn, en ég tel að í raun höfum við fólkið til að framkvæma þetta.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 21:15

19 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Heyrðu frænka, ég er ekki frá því að toppurinn þinn líkist ögn toppinum mínum..... ertu að herma????
Nei ég segi svona...... ég bara sko hlakka til að hitta þig kannski - vonandi, snemmmmma á laugardagsmorguninn...!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.7.2008 kl. 21:23

20 Smámynd: Brynja skordal

Flott að fá svona hugmyndir með morgunverðinum líst vel á þetta allt nema að hlaupa upp um fjöll þar set ég mörkin Hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 22.7.2008 kl. 23:52

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag mín kæraMér finnst hugmyndin um hýra þorpið frekar furðuleg, þín hugmynd um Nýja Ísland er ábyggilega fín.... ef ég þarf ekki að hlaupa með 

Jónína Dúadóttir, 23.7.2008 kl. 07:44

22 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Pé ess: Ég er alltaf mjög hýr

Jónína Dúadóttir, 23.7.2008 kl. 07:45

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hehe, góðan dag, ég er líka alltaf hýr og rjóð ..  .. Þið fáið undanþágu Brynja og Jónína við að ganga á fjöll, kannski getið þið gengið upp á hól í staðinn?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.7.2008 kl. 10:16

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Róslín - auðvitað er ég að reyna að líkjast þér!!!!.. .. já, vonandi næ ég í skottið á þér á laugardaginn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.7.2008 kl. 10:19

25 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Latibær varð til þess að yngsta dóttir mín ákvað að hætta að borða grænmeti......for læf ! Hún hún stendur við það....!

Sunna Dóra Möller, 23.7.2008 kl. 14:30

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Obb, obb, obb .. við hljótum að finna ráð við þessu. Trúi ekki að þú sért vondur Andrés Björgvin, þó þú sért anti-sportisti. Ég er enginn sérlegur sportisti þó ég sé fylgjandi almennri hreyfingu og hollustu.  ..

Já Sunna það er rétt að OF mikill áróður getur virkað þveröfugt. Verðum að læra af þeim mistökum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.7.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband