Af hverju þykir kynferðislegt ofbeldi kvenna við karlmenn fyndið?

Ég er búin að fylgjast núna með tveimur Dagvöktum, og báðir þættirnir hafa skilið mig eftir með stórt spurningarmerki. Það er margt fyndið og séríslenskt í þessu, en sumt full súrealískt fyrir minn smekk.

Fyrir þá sem ekki þekkja til, er þarna einn karakterinn undirmálsmaður sem kallaður er Ólafur Ragnar. Í Næturvaktinni var það Georg sem "manipuleraði" með Ólaf Ragnar, og í upphafi Dagvaktarinnar gerði hann það all rækilega. Nú er kominn nýr karakter, Gugga, yfirmaður þeira beggja, sem verndar Ólaf fyrir Georg EN stundar grimmt kynferðislegt áreiti í hans garð í staðinn. ´

Þetta er svona minnið um litla vesæla manninn og stóru feitu konuna sem ráðskast með hann, og í þessu tilfelli er hún líka yfirmanneskja hans og nýtir vald sitt til að nota hann kynferðislega og áreita. Í þættinum í gær sofnaði hún ofan á honum og hann komst ekki undan. Þá var "rosa fyndið" í fyrsta lagi að hún væri svona stór og feit að hann kæmist ekki undan henni og í öðru lagi að hún héldi honum nauðugum... 

Er eðlilegt að þykja þetta fyndið - og hvað ef við snérum þessu við, þ.e.a.s. stóri feiti yfirmaðurinn áreitti ungu stúlkuna í vinnunni og nýtti sér vald sitt sem yfirmaður, væri það líka fyndið ?  .. Shocking 

Sorry - ef þetta hljómar sem svona "political correctness" en mig langaði bara að velta þessari spurningu upp; "Er sjálfsagt að hlæja þegar kona/yfirmaður klípur undirmann sem er jafnframt augljóslega "looser" í samfélaginu í afturendann og misnotar sér aðstöðu sína til annars kynferðislegs áreitis/ofbeldis? Það kemur fram í myndinni að honum þykir þetta óþægileg staða en kann ekki að koma sér undan henni í einfeldningshætti sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Hef ekki séð þessa þætti og hef lítinn áhuga á því. En verð að viðurkenna að þetta hljómar ekki eðlilega eða, veit ekki alveg hvaða lýsingarorð ég á að nota.

Annars hafðu það gott í dag

Anna Guðný , 6.10.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Algjörlega sammála!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 6.10.2008 kl. 12:44

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get sagt þér það að eftir að hafa séð fyrsta þáttinn þar sem hún nauðgar ræflinum þá sagði ég hátt og skýrt við minn heittelskaða; Ég horfi ekki á meira.

Það er alveg jafn viðbjóðslegt að horfa upp á kynferðisofbeldi með þessum formerkjum.  Merkilegt en þetta er rosalegt tabú.

Ég get svona ímyndað mér viðbrögðin ef ég myndi blogga um þetta.

Kannski ég geri það seinna þegar mér líður ekki eins og slytti.

Takk fyrir að skrifa um þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: M

Þetta er umhugsunarverður punktur hjá þér. Viðurkenni að hafa ekki hugsað það þannig þegar ég hló af þættinum

En auðvitað eru þetta allt aumkunarverðar týpur sem horfa skal á sem tv persónur.

M, 6.10.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er að benda á að þarna úti eru einhverjir alvöru menn sem hafa "í raun" lent í ofbeldi af hálfu kvenna, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt.

Ríkjandi viðmið  (eins og þau sem  koma fram í Dagvaktinni) gefa þessum mönnum þau skilaboð að það sé fyndið að kona beiti þá ofbeldi og það hindrar þá í að leita sér hjálpar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.10.2008 kl. 13:23

6 identicon

VÁ.. Hvað ég er sammála þér... hrikalega ógeðslegt og fannst þetta bara óþæginlega skrítið bæði í gær og síðast !!!

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:20

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Horfði stundum á næturvaktina og er svo full södd af því að ég nenni ekki að horfa á dagvaktina. Hundleiðinlegur húmor og ekki minn tebolli.

Rut Sumarliðadóttir, 6.10.2008 kl. 17:08

8 identicon

Sæl Jóhanna mín!

Við erum ekki með Stöð 2 og sjáum þar af leiðandi ekki Dagvaktina og ég get ekki sagt að ég hafi mikinn áhuga eftir þessa stuttu lýsingu þína á innihaldi þáttanna.

En athyglisvert þætti mér að sjá og heyra viðbrögð femínista ef hlutverkunum væri snúið þarna við, ef þetta væri karlmaður að áreita og nauðga konu!!!

Þetta finnst mér nefnilega dæmigert fyrir kvenréttindakonur, ef það er í gangi svona "kynja" eitthvað, þá heyrist ekki í þeim ef hallar á karlmanninn, frekar að þeim finnist það bara sniðugt (samanber þessa atburðarás í Dagvaktinni), en svo rísa þær snælduvitlausar upp á afturlappirnar ef kona er sett í aðstæður, sem þeim hugnast ekki!

Ég tek undir með henni Jenný Önnu; takk kærlega fyrir að skrifa um þetta.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 17:32

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sælar Ásdís Emilía, við þurfum auðvitað að láta okkur varða bæði mál karla og kvenna. Kvenréttindi eru að mínu mati mannréttindi, svo við hljótum að allar að vera kvenréttindakonur í hjarta.

Kvenréttindi eiga aftur á móti aldrei að verða til þess að brotið sé á körlum.

Draumastaðan er að kynin geti stutt hvort annað en skyggi ekki á hitt og/eða beiti hvort annað kynbundnu ofbeldi eða ofbeldi af nokkru tagi.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.10.2008 kl. 17:49

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það má gera grín að svona næstum því öllu fyrir mér, en kynferðislegt ofbeldi og nauðgun er aldrei gamanmál, og hvað þá matreitt ofan í ungu kynslóðina okkar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.10.2008 kl. 17:58

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður punktur hjá þér. Þetta er alls ekki séríslenskt fyrirbrigði.  Karlmenn sem lenda í þessu þegja yfir þessu eins og þeir hefðu framið morð.  Geri þeir það ekki lenda þeir oftar en ekki í einelti. Samkvæmt þýskri rannsókn sem ég sá virtust afleiðingarnar ekki vera neitt fyndnar, þvert á móti. Andleg eftirköst voru miklu mun verri en hjá konum og ekki voru þau góð heldur.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 19:24

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir þitt innlegg Sigurður, ég held að við þurfum að fara að hugsa öðruvísi hvað þetta varðar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.10.2008 kl. 21:04

13 Smámynd: Tiger

 Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki séð þessa þætti .. ennþá! En, ég myndi sennilega skella uppúr - hvort sem um væri að ræða karl eða konu - í þessari aðstöðu að vera fastur undir feitum misnotanda, karli eða konu!

En það væri bara vegna þess að ég vissi að um grín er að ræða og ég get vel glott þegar grín er annars vegar - þó það sé byggt á alvarlega brengluðum hlutum.

Aftur á móti finnst mér það alveg nákvæmlega jafn alvarlegt þegar maður er misnotaður rétt eins og þegar um konu er að ræða sem fórnarlamb!

Sjálfur hef ég lent í því að vera þjónn í veislu þar sem eingöngu voru konur - Lions konur. Þetta var í litlu bæjarfélagi úti á landi og var þetta í fyrsta skipti sem karlmaður var í þjónustuliði staðarinns. Í hvert sinn sem ég þurfti að troða mér á milli stólanna hjá konunum - sem snéru bökum saman - þá var ég klipinn í læri og rass að minnsta kosti af annarri hvorri konu á staðnum - og þær skelltu uppúr og skemmtu sér hver og ein þegar það gerðist. Konurnar sem nálægt voru skríktu líka og skemmtu sér yfir því að geta klipið í mig - og ég get sagt þér að því meir sem leið á kvöldið - og þær léttari - því djarfari og áleitnari urðu þessar blessuðu konur. Veistu, ég var ekkert rosalega hrifinn af þessu í raun og veru - var að vinna og þetta truflaði mig mikið þar sem ég þurfti að bera mat og drykki í þær sem og sækja svo diska og fleira frá þeim.

Seinna meir gat ég auðvitað brosað að þessu - og notað sem brandara eða gaman sögu! Jú, gamansögu þó svo að um væri að ræða alveg hellings kynferðislega áreitni heilt kvöld af hendi margra margra kvenna - hópkynferðisleg áreitni á mér... gæti kona gert notað sér slíkt sem gamanefni síðar, held ekki?

En, það er talið mun alvarlega á einhvern undarlegan hátt - ef kona er fórnarlamb áreitni en ef um karlmann er að ræða .. svo undarlegt sem það er bara.

Knús á þig skottið mitt  ...

Tiger, 6.10.2008 kl. 21:43

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Horfði á fyrsta þáttinn þegar ég var heima og fékk nóg! Ákvað að ég skildi ekki eyða tíma eða getu minni í annað eins.  Ég horfði stundum á gamanþætti frá Íslandi ef ég hafði ekkert annað að gera en þetta er fyrir ofan og neðan minn húmor.  Gott að það sé til fjármagn í landinu til að framleiða svona bull! 

Ía Jóhannsdóttir, 6.10.2008 kl. 22:06

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir innleggin Tiger og Ía. Auðvitað er þetta vúlgar hegðun hjá konum að leyfa sér að klípa í massavís í ókunnugan karlmann. Váts, eitthvað yrði nú sagt hefði þetta verið kona sem var að þjóna og karlarnir klípandi í hana hægri vinstri - ojbara!

Mér finnst það sem Sigurður segir hér að ofan vera einna mest sláandi. "Karlmenn sem lenda í þessu þegja yfir þessu eins og þeir hefðu framið morð."  .. Þarna er komið að kjarna málsins, karl sem lendir í áreiti eða ofbeldi af hálfu konu þegir yfir því,  því venjuleg viðmið eru þau að karlmenn séu "sterkari" aðilinn þ.e.a.s. líkamlega sterkari. Ef hann segir frá á hann á hættu að hann verði að athlægi, sem er náttúrulega bara sogarsaga. Vonandi breytast þessi viðmið fljótt - en það þarf alltaf umræðu og hugarfarsbreytingu til.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.10.2008 kl. 09:24

16 identicon

Ég elska þessa þætti og mér finnast þeir svakalega fyndnir, því við verðum líka að geta skilgreint hvað er grín og ekki....

Mér fannst líka mjög fyndið þegar hann festi vininn í kókflösku, samt hafa margir karlar farið upp á slysadeild eftir að hafa fest tólið í einhverju og stórskaddað sig!

Þetta er alltaf spurning hvað er grín og ekki grín. Eins og td staðan í efnahagsmálum er í dag þá má líka hlægja af þessari vitleysu þrátt fyrir að þetta sé grafalvarleg staða.

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:04

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ekki viss um að þú sért að ná punktinum með færslunni hér Ragnheiður Arna.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.10.2008 kl. 12:02

18 identicon

Jú jú er alveg að skilja þig, langaði bara að benda á það að það má alveg gera grín af öllu! Það er bara ekki sama hver gerir það! Eins og er í dagvaktinni þá finnst mér þeir ná að gera Situasjónið að góðu hlátursefni. Ef þetta hefði verið öfugt sem sagt einföld stúlka og feitur ljótur kall en gert í anda dagvaktirnar þá hefði það getað verið líka fyndið!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 12:18

19 identicon

Kannski hef ég bara svartan húmor en mér finnst alltaf drepfindið þegar alvarlegar aðstæður eru rifnar úr "raunverulegu" samhengi, líkt og er gert í þessu tilviki. Slíkt getur líka hjálpað manni að "copa" við alvarlega hluti þegar þeir koma upp á, þ.e. grínast með alvarlegar aðstæður. Held meira að segja að "húmorsspekingar" eigi nafn yfir slíkan húmor, kannski er það bara svartur húmor.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 15:06

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Farið nú ekki alveg á límingunum   Ég bjóst eiginlega við þessum viðbrögðum miklu fyrr. Veit að umræðan er ákveðið tabú en ákvað samt að taka af skarið, því mér finnst hún þörf.

Dagvaktin er vissulega tragikómedía, þ.e.a.s. persónurnar eru sorglegar og brjóstumkennanlegar. En horfið aðeins út fyrir rammann og íhugið hvort að einhver atriði geti mögulega gefið út röng skilaboð.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.10.2008 kl. 15:33

21 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jóhanna.

það sem er fyndið er fyndið. Þú getur ekki breitt því en deilt um hvað er viðeigandi og hvað ekki.

Yfirleitt þykir fyndið það sem er óviðeigandi eða út í hött. Ef fólki "blöskrar" örlítið útkoma brandarans án þess fyllast viðbjóði þá þykir það fyndið.

Ég hef ekki séð þetta myndbrot.... en mér heyrist að tilgangurinn var einmitt þess sýnist mér að láta fólk blöskra örlítið án þess að misbjóða. 

Brynjar Jóhannsson, 7.10.2008 kl. 17:24

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég held að ætlunarverki mínu sé náð, þ.e.e.s. að vekja fólk til umhugsunar um hvort að það sé sjálfsagt að hlæja að svona gríni eða ekki. Það er nóg í bili. Auðvitað segi ég ekki fólki hverju það á að hlæja að, eða hvað því á að finnast fyndið, en ég vildi bara vekja athygli á þessum ofbeldisvinkli.

Brynjar, takk fyrir þína athugasemd. Alveg eins og kemur fram í þessum stutta athugasemdaþræði er upplifun fólks allt frá því að finnast matreiðsla Dagvaktar á þessu efni óaðfinnanleg og eðlileg upp í að vekja viðbjóð.

Það sem ég er að benda á er að við tökum ekki við öllu sem ofan í okkur í matreitt umhugsunarlaust.

Ég sem manneskja í samfélagi tel mig bera ákveðnar skyldur gagnvart meðbræðrum og systrum og ef að t.d. svona senur þar sem menn eru áreittir eða beittir ofbeldi ýta undir þau viðhorf að hlegið sé að þeim sem ofbeldinu eru beittir þá verð ég að efast um gæði efnisins.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 09:00

23 Smámynd: kiza

Mér sýnist sumir ekki alveg vera að fatta hvað er verið að ræða um hérna... mér skildist sem þú værir að varpa fram ákveðinni jafnréttisspurningu en ekki endilega krítísera Dagvaktina beint per se.

Sjálf á ég mjög erfitt með að finnast hvers kyns djók um kynferðisbrot (hversu 'léttvæg' þau eru eður ei), en veit að ég reagera sterkar þegar gerandi er karlmaður og þolandi kvenmaður.  Mér finnst mjög óþægilegt að orðið 'rape' sé yfirhöfuð notað í öðrum skilningi en nákvæmlega það sem það þýðir, eða að grínast sé með naugðun.  Á sama tíma get ég horft á svæsnustu hryllingsmyndir og ekki kippt mér upp við það í hálfa sekúndu. 

Þar með er ekki sagt að ég hafi ekki samkennd ef þolandi er karlmaður, en það er einfaldlega svo oft sett upp sem húmor. 
T.d. í sumum grínþáttum (t.d. King of Queens og þess háttar rusli) þá er konan oft að níðast á karlinum andlega og jafnvel líkamlega, og í bakgrunninum heyrist bara gamli góði dósahláturinn.  Ef hlutverkunum væri snúið við yrði allt vitlaust þar sem þá værum við að fylgjast með heimilisofbeldi, og tónlistin á bakvið væri örugglega einhver hörmungarsinfonía.  A.m.k. EKKI dósahlátur.

Ætli þessi hugsunarháttur komi út frá því að í 'hefðbundinni' hugmyndafræði um kynin þá er ennþá sá hugsunarháttur að 'karl=sterkari' og 'kona=veikari' , og þar sem í þessu tilviki (sem og öðrum) þá er sá 'veikari' að níðast á hinum 'sterkari' , og réttlætir húmorinn þannig..? Ég veit ekki alveg hvort þetta sé að skiljast hjá mér, á eitthvað erfitt með orðin í dag.

Drengjum og karlmönnum er 'kennt' að vera 'sterkir, ekki grenja (einsog stelpa), ekki vera viðkvæmir (eins og stelpur), ekki viðurkenna veikleika' og basically helst ekki sýna NEINA 'kvenlega' eiginleika.  Að gera slíkt er samasem svik við karlmennskuna.  Þaðan held ég að komi þessi vandamál karla sem lenda í ofbeldi af hálfu kvenna; þeir eiga erfiðara með að koma fram og viðurkenna að brotið hafi verið á þeim af einhverjum sem á að vera 'veikari', þar sem oftar en ekki er hlegið framan í þá og kvörtun þeirra blásin af.
  Oft kjósa þeir að sleppa því alveg (viðurkenna brotið) og internalize-a verknaðinn í staðinn.  Þá getur grasserast ákveðin vanmáttarkennd innan mannsins og þeir verða líklegri til að leita annara leiða út úr vanlíðan sinni (hugsanlega með áfengi, eiturlyfjum eða ofbeldi gagnhvart öðrum).  Ég þekki sjálf mjög vel reiðina sem fylgir því að brotið sé á manni og enginn vilji taka mark á þér, manni líður eins og algjörri tusku sem sé einskis virði.  Hvers vegna er svona ólíklegt að körlum líði þannig líka...?  Hvort sem það sé maður úti á götu sem lemur þá eða kærasta/kona sem níðist á þeim..?

Mér finnst annars ekkert að því að skoða skemmtiefni með gagnrýnni hugsun, bara þó eitthvað sé selt sem 'húmor' þá er það ekki yfir gagnrýni hafið.  Við þurfum að fylgjast með því sem við matreiðum ofan í okkur sjálf og  ekki bara gleypa við hverju sem er án nokkurra spurninga.  Húmor er nauðsynlegur, en gagnrýn hugsun er það líka.

Biðst afsökunar á þessari langloku, ég er á einhverju kynjapólitíkur-flippi þessa dagana  

-Jóna Svanlaug. 

kiza, 8.10.2008 kl. 12:17

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir ítarlegt og málefnalegt innlegg Kiza, - Jóna Svanlaug.

Þú ert með fingurinn á púlsinum, .. það er ójafnvægi gagnvart kynjunum sem ég er að velta hér upp. Alls ekki árás á karlmenn, heldur akkúrat öfugt.

Gagnrýn hugsun er nauðsynleg við sjónvarpsefni sem annað sem boðið er uppá, ef við snérum því upp á eitthvað matarkyns og borðum t.d. eitraða sveppi, gætum við farið að klæða okkur í sultu til dæmis.   (Það gerðist í síðasta þætti Dagvaktarinnar, svo allir skilji hvað ég er að fara).

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband