Rebecca (1940) Alfred Hitchcock

 

Í kvöld er ég "sýningarstjóri" í kvikmyndaklúbbnum Deus Ex Cinema, en þar horfum við nokkur saman á kvikmyndir í heimahúsum, skoðum trúar-og siðferðisstef og annað sem á skjánum birtist. Í hópnum er skemmtileg blanda kvikmyndafræðinga, trúarbragðafræðinga, listafólks, guðfræðinga og annarra lífskúnstnera.

Í kvöld ákvað ég að hverfa frá nútímanum og hoppa aftur til ársins 1940, sýna mynd eftir meistara Hitchcock, Rebecca en það er fyrsta ameríska og jafnframt Hollywood mynd hans.

Einhvers staðar las ég að Rebecca væri "í fleiri lögum en brúðarterta" þ.e.a.s. að hægt sé að horfa á hana frá mörgum sjónarhornum. Myndin er s.s. rómantísk, dularfull, dramatísk og spennandi og svona hálfgerð draugasaga þar sem draugurinn (Rebecca) kemur aldrei fram.

Myndin vann til tveggja óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir bestu myndina 1940.

Aðalpar myndarinnar er leikið af Laurence Olivier og Joan Fontaine.

Framleiðandinn var David O. Selznick sá sem framleiddi "Á hverfanda hveli" ..

Myndin er unnin upp úr handriti Daphne du Maurier, en hún var samt ekki sérleg vinkona Hitchcocks og í raun óvinkona.

Einhver átök voru milli Selznick og Hitchcock hversu ítarlega ætti að fylgja söguþræði bókarinnar. Báðir hafa eflaust sýnt þrjósku. Endalokum var breytt til að milda hlut aðalkarlhetjunnar.

Ég horfði á þessa mynd á laugardagskvöldið, og söguþráðurinn minnti svolítið á gömlu Victoríu Holt rómansana sem ég drakk í mig sem unglingur. Karlhetjan þessi kaldi hrjúfi með leyndarmálin, en ólgandi og blíður undir niðri og  kvenhetjan saklaus, blíð og góð. Svolítið kjút. En svo kemur inn í fléttuna vonda konan, sem er ráðskona og reynir að skemma fyrir, ó, já.

Mæli með því að leggjast í "gamla daga" og horfa á eina svart hvíta Hitchcock mynd!

Hér að ofan er svona hraðsuða, sem ég setti saman í tímahraki, en vona að einhver hafi gaman að. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já takk þetta var gaman

Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Laufey B Waage

Góð hugmynd að horfa á gamla góða Hitchcock-mynd. Góða skemmtun. Frábært hjá ykkur að vera með kvikmynda-umræðuhóp. Ég væri til í svoleiðis. Og ekki er verra þegar siðferðisefni eru til umræðu.

Laufey B Waage, 7.10.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Veit um nokkra svona hópa og leikur forvitni á hvort þú sért nokkuð með einhverjum af mínum vinum í hóp?  Góða skemmtun.

Ía Jóhannsdóttir, 7.10.2008 kl. 18:57

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var algjörlega heilluð af þessari bók fyrir töluvert mörgum árum.

Fannst hún svo mystísk.

Þarf að sjá myndina.

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband