Óvissa fyrir einn

Þann 1. september sl. byrjaði ég að plana óvissuferð fyrir manninn minn, en við höfum komið hvort öðru á óvart svona af og til sl. tæp tvö árin (en það er nú allur tíminn sem við höfum verið par). Í fyrstu óvissuferð bauð ég honum á hótel Heklu, í mat, gistingu og göngutúr, síðan hann mér á Búðir í svipaðan pakka. Nú er s.s. komið að mér aftur, og hefst ferðin í dag kl. 16:00. Þetta er brilljant hugmynd fyrir hjón/sambúðarfólk/vini o.s.frv. Veit ekki hvort er skemmtilegra að vera sá aðili sem býður upp á óvissuna eða leggur út í óvissuna. Bara gaman að koma á óvart og vera komið á óvart. Bandit ... Ég kjaftaði að vísu svolítið af mér (me and my big mouth) í gær, að vísu undir parkódínáhrifum. Hélt að ferðin myndi fara í vaskinn þar sem ég gat ekki séð að þetta gengi upp fyrir viku síðan, miðað við að ég var við "dauðans dyr" af kvölum. Svona getur allt breyst og er ég bara aum núna, og byrjuð að vinna og alles. Er auðvitað slöpp en að komast í gír.

En s.s. er á leið útúr bænum (býð sko ekkert til útlanda eins og árferðið er - það var að vísu betra 1.sept þegar ég hóf að plana, en það er í dag...þarf ekki nánari útskýringar við).

 

Úr fyrri óvissuferðinni, guðað á kirkjuglugga (mín með óbilandi áhuga á gömlum kirkjum og kirkjugörðum - ekki alveg í lagi) ...

 

 

FRÁ BÚÐAFERÐ .... og meiri kirkjur ..

Nú er spurning hvort kíkt verður á fleiri kirkjuglugga? ... Kemur í ljós á á sunnudag/mánudag! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Í ALVÖRU !

er ég búin að finna aðra persónu sem ELSKAR gamlar kirkjur og kirkjugarða ?

Já hérna, það hélt ég að væri ekki hægt

Farðu varlega með hálsinn þinn, hafa trefil stelpa

Ragnheiður , 14.11.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hjúkkit, .. er ekki eini kirkjupervertinn á blogginu.  Fer varlega, lofa!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Rannveig H

Ég er í hópnum kirkjur og garðar. Flott hjá ykkur og góð hugmynd. Er spennt að fá ferðsögu. Bið að heilsa þínum manni og veit að hann á skemmtilega helgi framundan.

Rannveig H, 14.11.2008 kl. 11:27

4 identicon

Bestu óskir um góða ferð og góða skemmtun!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:33

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða skemmtun og njótið ferðar

Sigrún Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:43

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sælar Rannveig og Ragga, stofnum félag unnenda gamalla kirkna og kirkjugarða og förum í rútu og skoðum með pompi og prakt og alles! ..  

Þakka þér Ásdís Emelía.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2008 kl. 11:48

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Sigrún, - athugasemdin þín laumaðist inn meðan ég var að stofna félagið!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2008 kl. 11:49

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góða ferð og skemmtun, engin spurning að þið skoðið fleiri kirkjuglugga,
Býð svo spennt eftir ferðasögunni.

Kærleik í ferðina ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2008 kl. 12:35

9 Smámynd: M

Frábær hugmynd. Ætti að stela henni fyrir okkur hjónin    Góða skemmtun.

Þekkti stúlku sem hafði þennan áhuga fyrir kirkjugörðum. Fannst þetta voða skrítið á þeim tíma enda við bara rétt um þrítugt.  Ég verð alltaf svo sorry að labba þarna í gegn svo ég sleppi því

Góða helgi.

M, 14.11.2008 kl. 12:50

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Milla, jú, jú .. reyni að muna að mynda þegar guðað er á glugga. Takk fyrir kveðjuna.

M - endilega stela hugmyndinni, mæli með því!

Ég upplifi á fáum stöðum meiri frið en í kirkjugörðum, finnst líka áhugavert að skoða þá í útlöndum. Gamlar timburkirkjur hafa einhvern góðan anda sem mér finnst stundum vanta í nýju kirkjurnar sem eru margar hverjar eins og flísalagðir sundlaugarbotnar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2008 kl. 13:21

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er nokkurnveginn alin upp í kirkjunni hér og kirkjugarðinum svo ég hef mikinn áhuga á að vera með í félaginuGóða skemmtun bæði tvö

Jónína Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 16:31

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Kirkjupervert!!!
Annars eigið góða helgi mín kæru!

(Náði loksins að finna forrit til að hlusta á þig hjá bylgjunni!!!)

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.11.2008 kl. 02:36

13 identicon

Sæl Jóhanna.

Ég hef líka mjög gaman að koma inn í gamlar Kirkjur og "finna" ilm sögunnar.

Njóttu dagsins með húsbandinu eins og svo vinsælt er að segja hér í Bloggheimum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:21

14 Smámynd: Tiger

  <------ hugsa að ég passi ekki vel inn í þessa kirkjuferðahugmynd! En ég hef ekki verið beint mikill kirkjuferðakappi. Er samt sko vel trúaður á það góða í heiminum og allt það og með mína barnatrú. Veit bara að ég þarf ekkert að fara í eitthvað hús ti að tala við besta vin minn sko!

En, mér finnst þetta alveg frábær hugmynd hjá ykkur - óvissuferðir eru flottar sko - og ekki eruð þið minna flott - parið sjálft! Knús á ykkur og ferðina ykkar. Farðu vel með þig og klæða sig vel - og alls ekki drekka kalt úr ísskáp ef hálsinn er aumur!

Tiger, 16.11.2008 kl. 01:56

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu ferðarinnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 11:14

16 Smámynd: Laufey B Waage

Vona að þið hafið notið ferðarinnar.

Laufey B Waage, 16.11.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband