Með Dalai Lama á koddanum ;-)

null Nú fer bráðum að gefast tími til að hugleiða. Ég lýsti því yfir við morgunverðarborðið í gærmorgun að mig langaði svo til að lesa bókina um Dalai Lama og minn elskulegi hefur augljóslega hlustað í það skiptið, því í gærkvöldi var bókin komin á koddann. InLove 

Ég náði aðeins að lesa nokkrar blaðsíður, en var þá alveg búin. Það er búið að vera svakalega mikið að gera undanfarið, bæði í vinnu og einkalífi og  hef ekki haft tíma til að skrifa neitt hér, né skrifa athugasemdir hvorki hjá sjálfri mér né öðrum. Kíki við hjá bloggvinum um helgina! Smile ...

Ég er nú búin að mæta tvisvar í spinning og tími nr. 2 var aðeins skárri en nr. 1. Finn að þolið mitt er ekki upp á marga fiska, en komst í 100% púls í gær - að vísu standandi á hjólinu undir einhverju brjáluðu Tinu Turner lagi! ..

Í dag tekur annar fjörugur dagur í vinnunni við, er að undirbúa næstu lotu og byrjuð að taka við umsóknum - svo eru sjúkrapróf á morgun. En eftir prófin á morgun þá fæ ég Mánalinginn, elsku ömmustrák. 24.apríl 2008 016

Við munum auðvitað hafa kósý kvöld og njóta þess að vera saman. Stundum langar mig bara að vera "gamaldags" amma, sem er alltaf til taks fyrir barnabörnin - það kemur vonandi að því. Kannski geri ég breytingar á lífi mínu eftir lestur Dalai Lama?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Dalai Lama þú segir nokkuð. 

Ía Jóhannsdóttir, 26.3.2009 kl. 09:16

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 26.3.2009 kl. 09:20

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gaman er að lesa Lama en ég gæti vel trúað að ég kíki á kallinn er hann kemur á klakann.

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 16:11

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hef aldrei heyrt um Dalai Lama, bara eitthvað lag!

knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.3.2009 kl. 19:52

5 Smámynd: Laufey B Waage

Það er nú hægt að fara í rúmið með verri manni en Dalai Lama

Laufey B Waage, 27.3.2009 kl. 09:48

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er með bókina hér efst í ólesna bunkanum.  Tek til við hana næst.

Knús í helgina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2009 kl. 14:31

7 Smámynd: Auður Proppé

Bókin um Dalai Lama er á óskalistanum hjá mér, panta hana á bókasafninu.  Eða fer bara á safnið hennar Jenný sem á allar bækur.

Auður Proppé, 28.3.2009 kl. 15:36

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir athugasemdir, hér hefur fjölskyldan verið í fyrsta sæti - mamma kom í heimsókn í dag, systur mínar og systursonur, dóttir og tengdasonur og síðast en ekki síst er Máni ömmustrákur hér og ætlar sér sko ekkert að fara heim, gistir nótt nr. 2 - svo það verður kósýkvöld í kvöld!  ..

Dalai Lama lofar góðu; ég er mjög Dalai Lamísk í mér- vil rækta hið góða en kæfa hið illa .. en það kostar þrotlausa vinnu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.3.2009 kl. 17:52

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Róslín - gúglaðu Dalai Lama - plís!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.3.2009 kl. 17:53

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég gúglaði hann, fékk þessa fínu mynd af honum;
http://kamelopedia.mormo.org/images/c/c7/Dalai_Lama.jpg

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.3.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband