Þegar húmorinn er ekki fyndinn lengur ..

Það er heilmikill húmor í Guði - enda erum við sköpuð í Guðs mynd, hluti af Guði og húmorinn hlýtur að vera hluti af þessari mynd okkar. Húmor er til í alls konar mynd, mjúkri mynd og grimmri mynd og hann getur verið beittastur allra vopna.

Fólk tileinkar sér ýmis lífsgildi úr trúarbrögðum og t.d.  kristið fólk mikla virðingu fyrir Jesú Kristi og boðskap hans. Það getur því sært viðkomandi sem kallar sig kristinn ef að háðið verður of beitt. Við þolum öll eða flest t.d. myndir eins og Life of Brian og margir Jesúbrandarar eru sagðir, en þegar farið er að draga mynd Krists í svaðið og tala um að skeina sig á Biblíunni, eins og ég hef lesið hér á blogginu, tja..mér finnst það eiginlega ekki húmor lengur og eiginlega bara óvirðing við lífsskoðanir fólks.

Þá er ekki lengur verið að hæða trúarbrögð heldur fólkið sem ástundar trúarbrögðin.

Heart 

 


mbl.is Megum hæða trúarbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnin mín komin heim á Degi barnsins

Vaknaði 4:45 í morgun, því að vélin frá Orlando átti að lenda kl. 06:00 og móðureðlið eða eitthvað annað eðli eða óeðli vakti mig á undan vekjaraklukkunni sem átti annars að hringja klukkan 5:00 Tounge .. Ók upp á Keflavíkurflugvöll í fallegu veðri og stalst til að lesa aðeins í Séðu og Heyrðu sem ekki má lesa í þar sem blöðin eru til sölu hjá 10/11 sölunni. Verslaði þar Kristal (því það sést nebbnilega hverjir drekka Kristal!)

Þau komu fyrst farþega í gegn tvíburarnir mínir, sem er að vísu komin af barnsaldri - sæt og yndisleg. Nú á ég bara eftir að endurheimta hana Evu mína heim frá Ameríkunni.

Vala er komin heim til að afhenda kórónuna fínu og fer síðan að fljúga hjá Icelandair í sumar (klisja hvað?? LoL) og Tobbi fer aftur að vinna í Seðlabankanum með Dabba. Þau lentu á einhverri hryssingslegri fyrstu freyju hjá Icelandair sem m.a. neitaði þeim um teppi þegar fullt af teppum voru til (sáu þau þegar þau voru á leið út úr vélinni ..Sideways Sumt fólk á ekki að vinna þjónustustörf.

Í dag er ég að fara með fjörutíu Hraðbrautarnemendur í göngu á Keili, en það verður að vísu óvissuferð á Keili því ég hef ekki gengið þar áður! .. Hef þó frétt að það sé mjög grýtt og góðir skór séu nauðsynlegir. Vonandi gengur það allt vel.

Jæja - kannski ég geti lagt mig smástund svo ég verði vel upplögð í fjallgönguna!

Knús og til hamingju með DAG BARNSINS  Heart .. (við erum jú öll börn í anda)


2 x 7 = 14. sætið ..

Mér heyrðist Sigmar segja að við hefðum lent í 14. sæti og ég spáði 7. sæti svo það var svona næsti bær við eða þannig. Tounge 

Vorum með íslensk-danska Eurovisionhátíð hér heima, alveg míníhátíð, aðeins Henrik Svigeson og Máni dóttursonur, Tryggvarnir tveir og svo bréfritari. Flögguðum þó bæði íslenska og danska fánanum og vorum með snakk, salsa, popp og svo súkkulaði fyrir karlpeninginn. Ég lifi enn mínu mínus sykur lífi. Langaði þó mikið í súkkulaði þegar ég sá að Íslendingar voru ekki að vinna eða þannig. Fórum líka í stúdentsveislu til Önnu Siggu frænku Tryggva í dag, þar var voða fín veisla. Á meðan voru þeir ungu sveinarnir geymdir í heita pottinum, hehe - að vísu í umsjón svigesonarins.

Eurovision_Kleifarás 003

Popp, löggunáttföt og íslenskir fánar ... ómissandi blanda fyrir Eurovision!

Eurovision_Kleifarás 008

Henrik Svigeson og Máni dilla sér við danska lagið - með danska fánann ,,All night long"..

 


mbl.is Rússar unnu Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænska plastdúkkan

 "Charlotte hin sænska lét einungis útvalda fréttamenn frá Finnlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi fá einkaviðtöl í veitingasal hótelsins á áttundu hæð." segir í fréttinni... Ég skammast mín svolítið fyrir það en ég held ég sé bara alls ekki búin að fyrirgefa Charlotte sem þá var kennd við Nilsson og hefur síðan gifst Pernelli, fyrir að hirða 1. sætið 1999 þegar Selma ,,okkar" átti það svo sannarlega skilið!

Fannst hún algjört Bimbó þá í bleika gallanum sínum með nælonsokkafóðri sem náði upp í háls.  En nú virðist nælonsokkurinn vera hertur yfir hausinn á Charlotte Perelli svo stíf er hún í framan.  ...

Charlotte_NilssonCharlotte_Perelli

 

Charlotte 1999   og    2008 ... Ég á ekki von á að þessi elska lesi bloggið mitt né hennar skyldfólk, en auðvitað er ekki rétt að gera svona grín að útliti fólks ..... hún hefði bara átt að fá 2. sætið en ekki 1. þá hefði ég látið hana vera....  Tounge .. Annars höfðar þetta nælonsokks-eða þvottaklemmulúkk* örugglega til margra..

*Heyrði einhvern góðan mann segja að það væri búið að strekkja hana að aftan með þvottaklemmu!

Áfram Regína og Friðrik Ómar - spá þeim 7. sætinu! ... (enda bjartsýn að eðlisfari)   

Stúdína frá MK - vor 2008 - Helga Björnsdóttir

 Helga frænka

Í dag er okkur boðið í stúdentsveislu til bróðurdóttur minnar, Helgu Björnsdóttur. Helga er einstaklega glæsileg, þægileg og fáguð frænka. Hún hefur undanfarið ár unnið við aðhlynningu aldraðra með skólanum og þó hún sé ekki að útskrifast úr því, veit ég að það er líka mikill skóli, eins og ég hef oft sagt áður. Gamla fólkið er sannarlega heppið að eiga hana að.

Ég á tvær skemmtilegar en ólíkar sögur sem tengjast þessari frænku minni. Eins og áður sagði er ég býsna berdreymin og dreymdi mig fyrir fæðingu Helgu, eða réttara sagt að mágkona mín gengi með stelpu.

Við vorum í boði heima hjá mömmu og bróðir minn og mágkona sátu á móti mér. Allt í einu rifjaðist upp draumur sem mig dreymdi, en hann var á þá leið að við vorum öll að fara í útilegu og Addý mágkona krafðist þess að taka með bleikar pollabuxur og það er eins og mig minni að barnakerra hafi einnig verið í draumnum. Ég man ekki drauminn í hnotskurn, en ég var mikil ótugt og sagði við mágkonu mína ,,Nú hlýtur þú að vera ófrísk" og svo sagði ég þeim drauminn.  Þau roðnuðu bæði bróðir minn og mágkona og fóru hjá sér, en eyddu umræðuefninu.

Stuttu síðar sögðu þau mér að þau hefðu skilað inn prufu í apótekið (það var á þeim tíma) og hefðu verið að bíða eftir niðurstöðum þegar ég fór að gaspra um þetta. Eða þau voru nýbúin að fá úr þessu skorið (nú brestur mig aðeins minni) LoL .. Bleiku pollabuxurnar voru s.s. tákn um litlu dömuna sem var á leiðinni!

Mörgum árum seinna var ég á árshátíð og hitti konu. Tók ég eftir hvað þessi kona var lík Helgu frænku minni. Sagði ég við hana að það væri með ólíkindum hvað gjörsamlega óskyldar manneskjur gætu verið líkar. Við nánari athugun komumst við að því að Helga og umrædd kona eiga sama langafa sem var að sjálfögðu líka afa minn og komst að því að þessi kona var frænka mín.. ótrúlegt að svona svipur geti gengið í gegnum kynslóðir.

Jæja, nóg af Helgusögum, en ég óska henni bara til hamingju með daginn og hlakka til að mæta í veisluna í fylgd Tryggva yngri, Henriks svigesonar og Mána en restin af mínu nánasta liði er nú bara eiginlega allt í Ameríku og sá eldri á fundi (argh..) .. Fólk verður víst að fá að stunda sín ,,áhugamál" við að bjarga heiminum.. Cool

 

 

 


La, la, la, la, (this is my) life goes on ...

Í morgun fór ég í vinnuna með fullan haus af kvefi og það virðist nú bara magnast ef eitthvað er.

Fékk að fara úr vinnunni um hádegið því að útförin hans Björns frænda míns fór fram í dag kl. 13:00, frá Dómkirkjunni. Hún var mjög virðuleg og falleg, bæði biskupinn og sr. Hjálmar Jónsson sáu um helgihald. Önnur útför fór fram í dag, en það var útförin hennar frænku minnar í Bandaríkjunum. Eva Lind fór sem fulltrúi fjölskyldunnar og tók frændfólk okkar henni fagnandi og var þakklátt.

Blessuð sé minning þeirra beggja Heart ... bikar minn er eiginlega barmafullur þetta árið, en í janúar sl. missti ég bestu vinkonu mína úr krabbameini. Vonum að það sé í  gildi að allt sé þegar þrennt er.

Í kvöld fór ég svo í allt annan gír, eða Eurovision gírinn - en við vorum boðin til vinafólks og var það notalegt að gleyma sér yfir því. Var ánægð fyrir hönd Regínu og Friðriks Ómars og Íslendinga allra að við náðum í úrslitakeppnina.

Lífið heldur áfram. Njótum okkar nánustu meðan við höfum þau í kringum okkur. Látum ekki smámálin verða að stórmálum, það skiptir engu máli hvernig fólk kreystir tannkremstúpur.... Wink 

Eigið góða nótt og góðan morgundag  Heart 

Eurovision_forkeppni_2008 010

Ákváðum að mæta skrautleg í Júróvisjónstíl til að hvetja "okkar fólk" ...

Eurovision_forkeppni_2008 005

Fylgst með sjónvarpinu, Ólöf Ásta kíkir á myndasmiðinn...

Eurovision_forkeppni_2008 003Eurovision_forkeppni_2008 006

Kannski lélegi söngvarinn með síða hárið sé að syngja þarna ...

Eurovision_forkeppni_2008 011Eurovision_forkeppni_2008 009

"Flokkurinn" fagnar                             Svo þarf að nærast!

 

 La, la, la, la, life goes on...


Obb, obb, obb.. Eva mín var í þessari vél!

Sit hér og glápi á amerískt Idol langt fram á nótt, er ekki búin að heyra í Evu minni en hún er á leiðinni til Cleveland Ohio í kvöld en fór einmitt með vélinni til Toronto og fer þaðan til Cleveland.

Er búin að klára tvo tissjúpakka í kvöld, er með KVEFIÐ 2008. Ætla ekki að fá slíkt aftur, atsjú... þetta ár. Verð að vera í lagi á morgun...af ýmsum ástæðum.  

Jæja, hver skyldi vinna Idolið ? ... kemur í ljós fljótlega!


mbl.is Áreitti farþega á leið til Toronto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flóttafólk ..

Alllar velviljandi manneskjur á þessum hnetti hljóta að villja náunganum vel.

Lögvitringur spurði Jesú Krist: Hver er náungi minn?

Í framhaldi af því sagði Jesús honum söguna af miskunnsama Samverjanum sem ég held að við þekkjum öll og er sú saga að mínu mati kjarninn í kristnum siðferðisboðskap. Prestur og Levíti höfðu gengið fram hjá særðum manni án þess að koma honum til hjálpar, en það var Samverjinn sem hlúði að honum og kom honum í húsaskjól.

Það er því samkvæmt kristilegu siðgæði sem okkur er skylt (og ætti að vera ljúft) að annast náunga okkar hver sem hann er. Auk þess talaði Jesús um það að hvað sem við gerðum fyrir hans minnsta bróður gerðum við honum.

Þetta er svo falleg hugmynd og miðað við kristilegt siðgæði ættum við Íslendingar að opna landið okkar og bjóða ekki bara 30 flóttamenn, ekki 300 flóttamenn heldur alla flóttamenn velkomna til okkar, hvort sem er á Akranes eða önnur nes, firði eða víkur landsins.

En gengur þessi fallega hugmyndafræði upp? Eru einhverjir fræðingar búnir að reikna út hversu mörgum við gætum mögulega tekið við? Hvað ef mun fleiri fara að banka á dyrnar?

Það sem sjórnvöld þurfa að setja fram er stefna og markmið varðandi innflytjendur annars vegar og flóttafólk hins vegar. Er til stefna sem segir hversu mörgum við höfum bolmagn til að taka á móti eða eru engin mörk?  Hvenær er ,,skemmtistaðurinn" Ísland orðinn fullur? Er eðlilegt að hafa dyraverði með teljara við dyrnar?

Þurfum við ekki að fara að horfast í augu við það að einhvern daginn verðum við ekki ,,hreinræktuð" ...sjálf erum við jú komin af flóttafólki.

Mér finnst við þurfa að ræða þetta án fordóma og án persónulegs skítkasts. Hér á blogginu er gott að geta hugsað upphátt og fengið ,,feedback" eða endurgjöf eins og það heitir á móðurmálinu án þess að einhver missi sig í nafnaköllum. 

Ég er að sjálfsögðu fylgjandi því að taka á móti flóttafólki, en skil áhyggjur þeirra sem setja fyrirvara og vilja vanda móttökur.

 


Vanræksla barna .. fussumsvei, já fussumsvei... Soffíu frænku blogg..

Ég er lasin heima með ,,sumarhálsbólgu" búin að sofa zzz, búin að vinna smá, eða eiginlega slatta og á eftir að vinna meira .. er alltaf með samviskubit ef ég mæti ekki í vinnuna þó ég sé lasin.. Shocking og svo var að lesa í einhverju pappírsblaðanna í morgun áhugaverða grein um vanrækslu barna. Hún gæti verið lífshættuleg. Þ.e.a.s. í þeim tilfellum þar sem t.d. barn er látið leika sér eitt úti eða vera eitt heima of ungt.

Þegar ég bjó Garðabæ þá þekktust dæmi að börn máttu til dæmis ekki vera inni hjá sér af því það var OF FÍNT HEIMA HJÁ ÞEIM!!.. 

Ein móðir sagði mér frá því að hún hefði verið að keyra skólafélaga sonar síns heim vegna þess að veðrið var svo vont. Þegar hún kom að húsinu hans sá hún að það hékk poki á útidyrahurðinni. Í pokanum var nesti fyrir barnið því ekki mátti það fara inni. Konan gat ekki hugsað sér að skilja srákinn eftir úti í vonda veðrinu og tók hann heim til sín. Ekki fylgdi þó sögunni hvað hún hefði sagt við foreldrana eða hvort hún sagði nokkuð.

Fleiri svipuð dæmi þekki ég sjálf úr þessu bæjarfélagi þar sem "velmegunin" drúpir af hverju strái.

Svo eru það börnin sem eru illa hirt og skítug. Það eru mörg slík bæði í Garðabæ sem í öðrum bæjum og borgum og þar er heldur ekki verið að spyrja um stétt eða stöðu foreldra. Þegar dætur mínar voru í Stjörnunni greiddi ég oft stelpunum fyrir mót, því ekki kunnu allar mömmur/pabbar að gera fastar fléttur eða hnúta, eða voru hreinlega ekki á staðnum til að reyna það. Þá kenndi ég í brjósti um þessar sætu dömur sem sumar voru með fitugt og/eða grútskítugt hár, því það hafði augljóslega ekki verið þvegið í langan tíma.

Eitthvað af foreldrunum, ekki endilega þessir sem ekki hirtu börnin - en hvað veit ég ?? .. kvartaði svo undan því að fá ekki meiri gæslu í skólana t.d. í jóla- og páskafríi, ekki vegna vinnu, heldur vegna þess að þeir þyrftu að versla t.d. jólagjafir í friði án barnanna eða komast í ræktina.

Þetta var fyrir tíu til fimmtán árum .. hvernig ætli þetta sé í dag ?

 


Blómin koma upp úr moldinni ..

 

 sól_og_blóm

Mér finnst svo spennandi að sjá gróðurinn koma upp úr moldinni. Vorlaukarnir eru komnir upp fyrir löngu og nú eru fjölæru plönturnar  (sem við hirtum úr garðinum í Réttó hehe) að koma upp hér í garðinum. Mér finnst alltaf spennandi að fylgjast með þessu. Einnig erum við með í potti plöntur úr litla beðinu í Sumó. Það eru falleg fjólublá blóm sem ég kann ekki nafnið á. Við eigum eftir að fara í leiðangur að verða okkur út um sumarblómin, en það verður yndi þegar allt er komið í fullan blóma í sumar -  elska sumarið og hlakka til blóma og sólar. Þarf að vísu aðeins að fara að sparka í rassinn á garðyrkjukonunni í mér.

Eigið góðan dag og hjartans þakkir fyrir fallegar kveðjur. InLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband