Skoðanakönnun - Hvað átti að gera ?

Setti inn skoðanakönnun hér til vinstri - voru einhverjar aðrar lausnir í stöðunni en að aflífa bjarnargreyið ?


mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rolling Stones á Íslandi ? .....

 

Rakst á þessa síðu sem inniheldur myndir og upplýsingar frá stóra skjálftanum á fimmtudag. Í fyrstu mátti ætla að sýslumaðurinn Ólafur Helgi Kjartansson og toppaðdáandi Rolling Stones hefði fengið þá til að troða upp, en auðvitað voru þetta alvöru veltandi steinar - og mikið af þeim.

 

 


mbl.is Mikil skjálftavirkni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég, minn og fræga fólkið ...

Það skalf jörð þegar ég hélt af landi brott. Hafði nú áhyggjur af því að skilja börnin mín eftir á þessari jarðskjálftaeyju, en hringdi í þau þegar ég lenti á Heathrow og svo virtist sem skjálfar væru að róast.

Var með þrjú ,,missjón" í London, fyrst að sjá Bruce Springsteen og svo tvær attraksjónir og var það annars vegar vaxmyndasafn Maddömu Tússó eða Tussaud skal það skrifast og ,,The London Eye" en hvorugt hafði ég upplifað áður. Auk þess fórum við á nokkur square og sirkusa.. Piccadilly og Oxford Circus, Trafalgar, Leicester og fleiri square. Ljúft veður og gaman að ganga og sitja í opinni efri hæð á strætó.

London_maí_júní_2008 028 Á efri hæð í strætó á leið til Maddömu Tússó ..

London_maí_júní_2008 034

Sumir una sér vel í návist fröken Aniston!

London_maí_júní_2008 036 Angelina virðist vera orðin léttari þarna ... og komin í bimbókjólinn .. og þarna er fyrrverandi hr. Aniston!

London_maí_júní_2008 053 Við Timberlake vorum ekkert að brosa alltof breytt! ..

London_maí_júní_2008 056 Tryggvi hitti þarna draug Winston Churchill ..

London_maí_júní_2008 041 Á meðan konan daðraði við Michael Caine..

London_maí_júní_2008 039 Tryggvi heilsaði þá upp á Spiderman og var okkur hugsað til ungu gúbbanna heima á Fróni sem hefðu þegið að taka í höndina á kappanum!

London Bruce (6) .. Þarna erum við alltíeinu komin á  Arsenal leikvanginn að horfa á Brúsa.. hann hefði nú mátt taka einhverja slagara sem við þekktum, var frekar í nýrri lögum sem við kunnum ekki. Þetta var samt svaka upplifun að koma á tónleika með svona mörgum, 60 - 70 þúsund manns! .. Hefði samt fílað Phil Collins betur.. Kissing

Well.. flott ferð og afslöppuð, búðarráp í algjöru lágmarki, keypti aðeins hvíta tösku og hvítan klút.. sem mig vantaði ,,sárlega" ..

Jæja - nú er ég hætt að fara til útlanda í bili - ætla að vera heima á þessu skjálfandi skeri og halda utan um afkomendur .. Smile


,,Afi Keli

Í gær stóðu Eva Lind dóttir mín ásamt öðru góðu fólki á endurskoðunarskrifstofu Þ.Þ.J. o.fl. fyrir ,,Surprise" afmælisveislu fyrir fyrrverandi tengdaföður minn og afa barnanna minna; Þórarin Þ. Jónsson.

Einhverjir gárungar sögðu að Þ-ið stæði fyrir vaxtarlagið hans en Þ-ið er fyrir millinafnið Þorkell. Eitt er víst að ekki náði ég mittismáli afa Kela þegar ég gekk með tvíburana undir belti, en hann sagðist þá bera bjórkassa undir belti! LoL Af því er svo dregið gælunafnið Keli, sem flestir þekkja hann undir.

Ákveðið var að halda þetta viku fyrir afmælið þar sem hann og ,,amma Tobbý" ætla að vera erlendis á sjálfan afmælisdaginn. Mér skilst að um 200 manns hafi mætt og glaðst með þeim hjónum.

Það var fyrir ári síðan að við vorum að fagna saman með Völu - þegar hún fékk fínu kórónuna sem hún vildi nú helst bara eiga áfram!! .. og ,,afi" og ,,amma" komu í boð til okkar Tryggva og við síðan til þeirra stuttu seinna. Það er gott að geta haldið vinskap við afa og ömmur þó að fólk skilji, en þannig er það því miður langt frá því að virka á öllum bæjum.

Mikilvægast er það þessara sameiginlegu afkomenda vegna en það er ótrúlegt pirrrr.. þegar fólk þarf að vera á nálum varðandi umgengni ..

Eva mín hélt víst "heartbreaking" ræðu fyrir afa sinn sem fékk hörðustu jaxla til að fella tár, en hún er að vísu meistari í slíku, bæði í tali og söng, en það er viðmótið hennar sem er svo sérstakt og er ekki hægt að setja á prent.

Afi Keli hefur reynst fyrirmyndarafi barnanna minna og langafi Mána og er svona svolítið eins og jólasveinninn, eða eins og klettur, þú veist alltaf hvar þú hefur hann.Grin  Kann ekki uppgerð né fals og segir það sem hann meinar. Afi myndar sér sínar eigin skoðanir á fólki og lætur ekki almenningsálit hlaupa með sig í gönur ... án þess að ég fari nánar útí það hér.

Óska honum góðs afmælisdags - og ferðar með ömmu Tobbý sinni! Kissing

Jæja, nóg ræða hér í hádegishléi .. Lundúnarævintýri verða að bíða.

 


Cruise ekki svo slæmur ..

London_maí_júní_2008 032 Hitti Cruise í London um helgina og eins og glöggir bloggarar og aðrir lesendur geta séð er exið hans hún Nicole eitthvað að pósa þarna fyrir aftan. Hrikalega flott kona! Hef ekki tíma í að segja ferðasögu núna þar sem ég þarf víst að vinna, en ,,more to come" ..

Eigið góðan dag!


mbl.is Cruise með vefsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef ?

....konan yrði ólétt 46 ára gömul? .. Shocking Amma mín eignaðist sitt yngsta barn 45 ára. Annað eins hefur gerst. Ég hef stundum hugsað þetta, en sú hugsun nær alveg aldrei til enda..enda á maður ekki að leggjast í allt of miklar pælingar yfir því sem gæti orðið..nóg hefur þessi kona að hugsa um annað og auðvitað eru hverfandi líkur með öllum því fína öryggi sem nú er boðið upp á.

Börnin þrjú var ég búin að eignast 24 ára, en svindlaði auðvitað svolítið í seinna skiptið þegar komu tvö í einu (eins og hjá stjörnunum). Svo "á" ég eina tá í einum fimm ára, og margar tær í ömmustrák ef ekki heilan fót.

Til að forðast  misskilning þá "eigum" við ekkert börnin okkar, þau eru í okkar umsjón og í raun öll börn jarðarinnar. Ætla ekki að fara út í þá sálma hér.

Aðstæður fólks eru stundum þannig að barni er ekki bjóðandi í þennan heim. Börnin þurfa að vera velkomin. Því tel ég rétt að fylgja fóstureyðingum af félagslegum ástæðum. Inngrip mannsins eru nú þegar orðin svo mikil í náttúruna og ég tel þetta bara hluta af þeim.

---

Út úr dramanu hér að ofan. I am leaving on a jet plane, don´t know when I´ll be back again".. sem er ekki alveg satt, kem á sunnudag.

Farið vel með ykkur kæru vinir, vandamenn, bloggvinir og vandalausir ...

Heart Love is in the air..


mbl.is Elstu og yngstu í fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem aldrei gera neitt og sitja með hendur í skauti gera heldur aldrei mistök ...

Mér finnst þetta nú ekki stór ,,synd" hjá manninum .. og svo ég vitni í ,,stórvinkonu" mína  Tammy Wynette, ,,after all he´s just a MAN" ... Wink 

Hægt að sjá hana syngja þetta hér vonandi ef ég kann á þetta!


mbl.is Obama gerði mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjælp, vi sidder fast!

Ég fór einu sinni ásamt fyrrverandi maka, núverandi dóttur, bróður og mágkonu ásamt börnum þeirra, jú og hundinum okkar þáverandi (blessuð sé minning hans). Öll í einum Plymouth Blush .. einhverja ...Nyrðri leið til Landmannalauga. Ekkert okkar tók eftir því að leiðin var lokuð, en ferðin sem átti að taka nokkra tíma tók tvo daga.

Munaði pínkupínkulitlu að við þyrftum að kalla út björgunarlið. Við grófum okkur í gegnum skafla, ókum á brettum, sem við fundum, yfir aðra skafla, bíllinn var tjakkaður upp úr á o.s.frv.

Landmannalaugarnar voru YNDISLEGAR þegar við loksins komumst þangað en þá höfðum við gist tvær nætur á leiðinni. Aðra nóttina uppi á heiði í snjókomu!!..

Þetta var gaman................................eftirá! Sideways 


mbl.is Bjargað af hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt og ekkert ...

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga. Verður eitthvað lítið næstu daga.  Annars prófaði ég nýja fína hjólið mitt áðan sem hjólar næstum sjálfkrafa Elliðárdalshringinn!

Fylgdist stund með eldhúsdagsumræðum áðan og fannst flestir krútt sem voru að tala. Kissing ... Æ, flestir halda að þeir séu með hinn eina sannleika en allir eru með brot af honum, misjafnlega stór. Mikið væri gott að setja saman öll góðu brotin .... þarf gáfaða, víðsýna og vel gerða manneskju í það. Cool 

Það var að flytja nýtt fólk í götuna hjá mér og ég sagði við kvöldverðarborðið að ég ætlaði í heimsókn með eplapæ. Ég sé nú til hvort ég efni það!

Knús á ykkur kæru bloggvinir og aðrir sem eru svo kjút að lesa. Heart 

Set smá Mánasyrpu hér í lokin:

Stúdent_Helga_2008 014

Máni fylgist með  Rósu sem er dóttir ömmusystur hans .. (s.s. systurdóttur mín)

Stúdent_Helga_2008 015

Kíkir aðeins á ömmu með myndavélina .. flottur í stúdentsveislunni!

Stúdent_Helga_2008 017

Flottir feðgarnir! .. Sýnist Máni vera í einhverri ballet posissjón!

 


Dýrðardagur á Keili

Þvílíkur dagur sem ég er búin að eiga í dag! Fyrst var það að endurheimta ,,börnin" með morgunfluginu frá Orlando og fá að knúsa þau fast og síðan var það heilmikil Keilisganga með ,,börnunum" úr Hraðbrautinni, sem tók að vísu lungað úr deginum! .. Við heimkomu um 18:30 biðu svo Máni og Henrik, síðan komu Vala, þá Bíbí og Tryggvi yngri og grilluðum gott - endaði svo í heitum potti til að ná úr mér strengjunum eftir Keili!

Kleifarás_og_fleira 012

Fyrsta stoppið ..

Kleifarás_og_fleira 019

Liðið mitt á röltinu og Keilir í fjarska - en við fórum ekki alveg hefðbundna leið...

Kleifarás_og_fleira 029

Komin næstum að fjallsrótum, en gangan að þeim er býsna drjúg..

Kleifarás_og_fleira 039

Þá er haldið upp í mót og þessi snót var svona að hugsa um að gefast upp en svo sagði hún mér að mamma hennar myndi stríða henni ef hún færi ekki alla leið á toppinn svo hún lét sig hafa það.. góð mammennar!

Kleifarás_og_fleira 073

"Sú gamla" komst veðurbarin á toppinn og skráði í Gestabók, Hraðbraut tveimur árum á undan á toppinn!

Kleifarás_og_fleira 069

Ekki má gleyma ,,þeim gamla" -  aðstoðarleiðsögumanninum, aðalmyndasmiðnum

Kleifarás_og_fleira 080

What goes up must come down.. og þarna erum við á niðurleið ..

Kleifarás_og_fleira 092

Liðið mitt eins og útflattur fiskur eftir gönguna ..

Við komum öll heil af fjalli og það er það sem skiptir máli, en því miður fór ekki eins vel fyrir rútunni okkar því að bílstjórinn hafði verið að snúa henni og festi rútuna svo kalla þurfti á aðra rútu úr bænum til að sækja okkur! ..

Er núna orðin býsna lúin og búin og líklegast best að fara að hvíla lúin bein. Wink

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband