Sunnudagur, 8. júní 2008
Símaskráin, amerískar pönnukökur og douze points til Mána..
Mamma var að fara, en Eva mín ætlaði að skutla henni heim. Það er ,,mömmuhelgi" hjá mér, eða reyndar skipti ég við systur mína um helgi því ég átti síðustu helgi þegar ég var í London.
Mamma er mjög upptekin af nýútkominni símaskrá og á mjög erfitt með að fyrirgefa mér ruglið í mér að vera ekki rétt skráð í símaskrána. Er s.s. með gamla heimasímann skráðan og það er eiginlega óafsakanlegt í hennar augum. Mamma hefur stundað það í einhver ár að skanna nýjar símaskrár og skoða skráningar afkomendanna. Hún lætur börnin mín heyra það líka hvort þeirra skráningar séu réttar. .. Það er nú soldið gaman að þessu og ég er búin að lofa að laga mína skráningu.
Máni var hjá mér líka áðan og hann bræddi ömmu sína eitt skiptið enn. Mamma mín/langamma hans sagði við hann að hann væri líkur pabba sínum og ég spurði Mána hverjum hann væri líkur. Þá svaraði hann:
"Ég er líkur mömmu minni og pabba mínum og lika þig" .. Hann skoraði enn eitt dúsínið eða "douze points" á júróvisjónísku hjá mér blessað barnið.. ekki það að hann hafi ekki átt þá fyrir.
Bakaði stafla af amerískum pönnukökum áðan ofan í gesti og gangandi en það er partur af fjölskylduhefðinni og hef ég alist upp með þessum stöflum. Át enga!!!!.. úff.. þetta er algjört nammi og ég get ekki hamið mig byrji ég á einni, svo betra að sleppa alveg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 7. júní 2008
Laskaður heili ...
Skjúsmí ... oft hef ég orðið eins og spurningarmerki í framan en held að þessi frétt slái flest ef ekki allt út .. Niðurstaða mín, þegar ég reyni að leysa úr spurningarmerkinu, er að þetta hafi verið einfeldningur með laskaðan heila og síðan bættist við laskaður limur eftir að hann fór að hann fór að ,,læknisráðum" ..
----
Annars að öðru .. fórum í sund í Hafnarfjarðarlauginni, 10 gráðu hiti úti, svo það var masókistísk athöfn að fara í rennibrautina, sem spúði þar að auki köldu vatni - en Eva mín fórnaði sér og fór með guttana tvo og amma/Jóga stóð við með gæsahúð og kuldabólur og horfði á.... brrrrrrrr... Syntum mest í innilaug, þar sem guttarnir fóru á ,,skip" úr frauðplasti og amman á annað og aðal sportið var auðvitað að hvolfa ömmu "skipi" og þá var hlegið dátt! .....
Eigið gott og kósý kvöld!
Laskaður limur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 7. júní 2008
Var að pæla í að fara á Hótel Örk.. en....
Það birtist svo freistandi auglýsing frá Hótel Örk í blaðinu í morgun - ódýrt að fara þangað og borða þriggja rétta máltíð, synda og sofa. Kannski ekki alveg í þessari röð og má bæta einhverju inn í, en a.m.k. er betra að synda fyrir matinn en eftir ..
En jörð skelfur fyrir austan svo það er kannski full mikið fjör að fara þangað...
"Did the earth move for you honey"....
Skjálftavirni að aukast á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 6. júní 2008
Tilfinningalega á móti stóriðju....
Ég get bara ekkert gert að því en ég er á móti stórum verksmiðjum, reykháfum sem spúa reyk o.s.frv... Líka á móti reykingum að vísu. Þetta er svona bara tilfinningalegt mál og ég er ekkert að skoða þetta af skynsemi endilega. Veit t.d. að til að framleiða allan lúxusinn - eins og t.d. tölvur hlýtur að þurfa verksmiðjur.
Þetta er eitthvað sem settist að í hjarta mínu einhvern tímann á lífsleiðinni. Væri stundum alveg til í að fórna miklu, jafnvel tölvunni og blogginu (meira segja því) fyrir hreina veröld og frið á jörðu.
Svona í alvöru talað - þá vil ég helst að við reynum að leita allra annara leiða en að spilla náttúrunni, hún er svo einstök og þegar búið er að gera sár er hún aldrei bætt.
Betri helmingurinn myndi núna spyrja hvaða hugmyndir ég hafi í staðinn fyrir stóriðjuna... ég er ekki með svör á reiðum höndum, sorrý .. en eru ekki einhverjir klárir kallar og kellingar þarna úti sem eiga lausnir?
Mótmæli á álverslóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 6. júní 2008
"Melting Pot" eða "Salat Bowl" ... hvað dettur ykkur í hug?
Las svolítið um þessi fyrirbæri í Kennó, hvað dettur ykkur í hug að verið sé að ræða um, eða viljið þið finna upp á einhverju nýju?
......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Klámbylgja ?
Heyrði einu sinni sögu af Hafnfirðingi sem fór niður í fjöru og stóð þar berrassaður.
Frústreruð frú hringdi í lögreglu og lét vita af manninum.
Þegar lögreglan mætti á staðinn (gaslaus og taserlaus) spurði hún manninn hvað hann meinti með þessu stripli. Hann sagðist hafa heyrt það í útvarpinu að klámbylgjan væri á leiðinni til Íslands og ætlaði að vera tilbúinn að taka á móti henni.
......
Annars brjálað að gera, ALLIR að koma í mat í kvöld og ég veit ekkert hvað ég ætla að elda ofaní liðið. Eflaust kjúlla-eitthvað, það gengur best í fólk. Var að fatta að Ali-kjúklingabringurnar eru án aukaefna og ekki sprautað í þær salti/sykri og hvað það er nú sem er gert við þessar ,,fersku" kjúklingabringur annars!
Talandi um ALI ... man eftir hinni kaldhæðnislegu auglýsingu þar sem litli grísinn var spurður hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Svar hans var: ,,Ali bacon á hvers manns disk"..
Jarðskjálfti kann að hafa valdið flóðbylgju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Alltaf í boltanum?
Úff.. mér finnst alltaf óþægilegt þegar skapast leiðinlegar umræður á blogginu mínu. Stundum er það auðvitað sjálfri mér að kenna, ef ég er ekki nógu skýr eða hef verið of hörð að dæma. Stundum vill fólk misskilja. Öll erum við mannleg og reynum í það minnsta að vera málefnaleg.
----
Nóg af þessari andaumræðu og sný mér að (nem)öndum.
Ég var nefnilega að koma heim af glæsilegri árshátíð nemenda Hraðbrautar þar sem allir voru til fyrirmyndar. Glæsileg samkoma, haldin í Turninum í Kópavogi - á 20. hæð hvorki meira né minna. Allir, eða svona næstum því, í sínu besta pússi. Það er mikil gæfa að fá að fylgjast með þessum flottu krökkum bæði í leik og starfi.
Nú er kominn tími á hvíld og bið ég ykkur öllum góða nótt.
p.s. bjarndýrsskoðanakönnun fór þannig að 57 töldu rétt að aflífa ætti bangsagreyið en 50 að önnur ráð hefði mátt nota.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Þeim er a.m.k. ekki bjargað með að fara með þá í Húsdýragarðinn!
Einu sinni þegar við dóttir mín vorum að keyra Miklubrautina sáum við að það var hálfgert umferðaröngþveiti í gangi. Ég hægði á bílnum og við nánari athugun kom í ljós að þrír ungar (kannski Rip, Rap og Rup) voru í gönguferð, sem var auðvitað stórhættuleg. Vala, sem má aldrei neitt aumt sjá, stökk út úr bílnum, í gang fór mikill eltingaleikur og náði að hlaupa tvo af ungunum uppi - og ungur sveinn vatt sér út úr öðrum bíl og bjargaði þeim þriðja.
Nú sátum við með þrjá unga inní bíl og fannst við hálffyndnar - en hvað áttum við að gera við þá? Þar sem hún var að vinna í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum og við gátum ekki ímyndað okkur að við fyndum mömmu unganna ákváðum við að keyra með þá þangað og sjá hvort að einhver öndin vildi ekki ættleiða þá.
Starfskona garðsins tók við þeim og sagðist myndu sjá um þá. Til að gera langa sögu stutta þá gerðist það að fyrir tilviljun að Vala fann þessa þrjá unga í frystikistu í Húsdýragarðinum þegar hún átti að sækja eitthvað þangað.
Það var stór sorg, en eflaust hefur ekki verið hægt að bjarga ungunum.
Ekki bjarga" fuglsungum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Disney hvað ?
úfff... þetta er sett svo sorglegt og dramatískt upp.. en í skoðanakönnunni minni hér til vinstri eru 75 búnir að kjósa. Mér sýnist ,,þjóðin" skiptast svona ca. til helminga hvort rétt hafi verið að aflífa Björn bangsa eða ekki. Ætla að láta skoðanakönnunina rúlla til morguns og sjá hvort það breytir einhverju.
Sleep tight and and don´t let the bed bugs bite (or bear bugs ?)..
Einmana og villtur hvítabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Líf án gemsa - er það hægt?
Ég týndi símanum mínum í London. Þessi gsm sími er nr. fimm af gemsunum mínum. Fjórði Nokia síminn. Fyrsta símann fékk ég í jólagjöf, en hann hringdi undir jólatrénu og var svaka flottur. Ég eyðilagði hann fljótlega með að setja hann í sama poka og vatnsflöskuna mína þegar ég var að fara í próf í guðfræðideild...
Sími nr. tvö var þá valinn fyrir svona ,,groddakonu" sterklegur símahlunkur sem ég átti þar til fólkinu í kringum mig fannst ég orðin allt of gamaldags. Þá eignaðist ég samlokusíma, þriðja símann, lítinn og nettann. Hann varð eiginlega sandblásinn í öllu rykinu þegar ég var að standsetja húsnæðið á Réttó.
Þá var keyptur alveg ágætur sími í janúar sl., fjórði síminn, en að vísu á hraðferð í gegnum Leifsstöð. Hann var svolítið karlmannlegur. Þessum síma týndi ég í London og veit EKKERT hvort það var á Piccadilly Circus eða Trafalgar Square!!.. Varð því að fjárfesta í nýja símanum mínum, nr. fimm - en ákvað að kaupa ekki allt of dýrt og flókið apparat, því það er óþarfi að borga fyrir einhverja ,,fítusa" sem konan notar aldrei. Nýi síminn er lítill og léttur, silfraður og gylltur - ég er bara soldið skotin í honum!
Stundum finnst mér síminn hefta frelsi mitt. Man eftir því í ,,gamla daga" þegar farið var í sumó eða tjald og ekkert símasamband í marga dag. Lifði það alveg af. Nú er síminn eins og hjartagangráður - varla hægt að lifa án hans. Skrítin þessi tilvera okkar og gerviþarfirnar sem við búum okkur til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)