Íþróttablogg nr. II ... Áfram Ítalía ...

Í fyrradag sagði ég frá því að ég hefði tekið þátt í rauðvínsflöskupotti. Þ.e.a.s. ég lagði undir tvær flöskur, eina fyrir það að Þýskaland ynni EM og eina fyrir Sviss...

EN þá varð ég um leið fórnarlamb þess sem kallað er "practical joke" þar sem Sviss var víst úr leik áður en ég veðjaði á það! LoL

Svona er hægt að fara illa með konur sem ekki fylgjast með fótbolta.Blush

Mér var síðan tilkynnt þetta hávirðuglega í gær við eldhúsborðið á kaffistofunni. Þetta er nú svo mikið yndislegt fólk sem ég vinn með og ég er víst búin að grínast ekki minna í þeim, þannig að mér fannst þetta bara fyndið, örlítið neyðó, en bara pinku, pinku. Myndi skammast mín svo miklu meira fyrir að vita ekki eitthvað annað en um fótbolta!!!..

Ég fékk að skipta Sviss út fyrir Ítali og held ég að það sé ekki slæmur kostur. So: Áfram Ítalir!!!...

p.s. " .. ég á ég eftir að launa forsprakkanum lambið gráa ..Tounge


mbl.is Holland vann Frakkland, 4:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brúðkaup eiga ekki að vera skrautsýningar ..

Brúðkaup sem eru of ,,fansí" eru eins og glæsilegur rammi án málverks. Innihaldið á það til að týnast.


mbl.is Carey hættir við annað brúðkaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta íþróttabloggið..

Í dag tók ég þátt í einhvers konar getraunapotti. Lagði tvær rauðvínsflöskur undir að annað hvort Þýskaland eða Sviss ynnu, að ég held, EM í knattspyrnu! Tounge .. vissi ekkert hvaða mót þetta var þegar ég var að giska. Nú fer ég kannski að fylgjast með boltanum!

 


mbl.is Króatía vann Þýskaland, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór" .. ?

Konan ætlar "að hefja nýjan starfsferil sem fyrrum ástkona Clintons" .. þvílíkur metnaður! Shocking ..

Berum við virðingu fyrir svona konum?

 

 

 


mbl.is Kynnin við Clinton gleymast ei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ákveður hvað Kristur ákvað ?

Í andvökunni í nótt, las ég bloggið hans Jóns Vals þar sem hann var að rekja skrif Sigurbjörns biskups um konur og hlutverk þeirra í Biblíunni. Þessi hlutverk voru mörg og stór og hefur lítið verið haldið á lofti fyrr en nú á síðari árum.

Eins og við vitum er alltaf verið að rífast um það hvað stendur raunverulega í Biblíunni. Kaþólikkar segja að samkvæmt henni megi ekki vígja konur til prestþjónustu.

Jón Valur fær fyrirspurn í þessu bloggi hvort að konur séu ekki nógu góðar til að gegna prestþjónustu.

Hann svarar að það sé ekki spurning um góðleik, heldur hvað Kristur ákvað!!!!...  afsakið að ég feitletra og hrópa upp. En það virðist bara alls ekki vera á hreinu hvað Kristur ákvað. Kaþólikkar segja eitt, mótmælendur annað og svo eru menn/konur mismunandi frjálslynd í túlkunum.

Með því að segja þetta er hann þá að gefa í skyn að allar þær konur sem nú gegna prestþjónustu séu þar í óþökk Krists.

Er Jón Valur að lýsa frati í Þjóðkirkjuna?

Þetta er lýsandi dæmi um það hvernig hægt er að túlka allt bókstaflega og á SINN HÁTT..

Sannleikurinn mun gera okkur frjáls.


Andvaka með engiferte ...

Samkvæmt "The Secret" á maður/kona aldrei að kvarta. En þegar ég vakna klukkan 4 að nóttu vegna þess að ég get ekki sofið fyrir hóstanum í sjálfri mér þá er gott að fá að kvarta.

Vala mín er í næturflugi og kannski er ég líka óróleg yfir henni, svo það eru fleiri ástæður fyrir svefnleysinu.

Ég hitaði mér te til að róa hálsinn, en það virðist koma seint.

Ég heyrði konu tala um það nýlega (og hef séð það skrifað) að hún væri með ,,ljótuna"... en svoleiðis verður kona eiginlega þegar hún fer lúin og með bauga af stað inn í daginn. Frown 

Ætla nú að snúa blaðinu við og ákveða að frískleiki færist yfir mig sem aldrei fyrr, já og úr því ég er byrjuða að "síkrita" (eins og Jenný segir) þá býst ég við að heimurinn sé einn friðarpottur á morgun og öll dýrin í skóginum séu vinir. Wizard

Ha, ha, ha... um leið og ég var búin að skrifa þetta, gekk köttur hér framhjá glugganum mínum sem er Garfield´s eða Grettis ,,lookalike" .. það er annar kötturinn hér í hverfinu sem er farinn að koma í heimsókn, við erum með hann Snúð sem hangir hér við dyrnar í tíma og ótíma. Kisur eru krútt.. en mig langar meira samt í voffa.

Jæja, góða nótt, eða góðan dag!


Annars flokks vígsla ?

Er eiginlega of bissí til að blogga og lesa blogg... en þetta er svona eitt af þessum hjartans málum mínum.. svo ég stel nokkrum mín. frá vinnunni!

Gagnkvæm ást, virðing og vilji tveggja lögráða aðila til að lifa saman í blíðu og stríðu með blessun Guðs á að vera nægileg forsenda til að vígja fólk í fyrsta klassa hjúskap.

Forsendan þarf ekki að vera að fólk eigi að fjölga sér eða að vera af sitt hvoru kyninu. Ef ég giftist mínum heittelskaða Tryggva á morgun er það ekki til að eiga fleiri börn,  enda (vonandi) komin úr barneign, en það setur mér örugglega enginn stólinn fyrir dyrnar, né verður mér boðin annars flokks hjónavígsla = staðfest samvist,  af þeim orsökum! ..

Engin annars flokks vígsla fyrir samkynhneigða/r.

Love all serve all... Heart

p.s. svo mætti alveg vígja mig sem prest líka þó ég sé ekki með söfnuð/brauð Grin ..voðalegur fyrirsláttur alltaf í þessari blessaðri kirkju...


mbl.is Eitt erfiðasta deilumál kirkju og samfélags til lykta leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynlífið og borgin

Það var útkall í bíó í gær,  Sex and The City hvorki meira né minna!  Systur mínar, önnur dóttir og systurdóttir mættu saman í Háskólabíó klukkan 21:00. Salur 2 í Háskólabíó var þéttskipaður konum, einstaka karl sat á stangli.

Myndin er bara þrælskemmtileg, 100% afþreying. Þær og þeir sem hafa áhuga á kjólum, skóm, veskjum og flottum ,,walk in closets" mega ekki missa af þessari mynd. Hún er líka afbragðsvel leikin af þeim aðalleikkonum myndarinnar og húmorinn óborganlegur á köflum.

Auðvitað er hún AMERÍSK með stóu A-i og stundum fannst mér Ídólisering Carry Bradshaw ganga út í einum of miklar öfgar. 

En allt í allt er myndin vel gerð og frábær persónusköpun þar sem Charlotte má eiga það að vera mín uppáhaldstýpa! Ótrúlega fyndin...

--

Svo er ég að fara að halda kvikmyndaklúbbssýningu í kvöld af allt öðrum toga, en ekki síður fyndna það er mynd eftir leikstjórann Billy Wilder, gerð tímamótaárið 1961 sem heitir One, two, three.. segi meira frá henni á morgun.

Eigið góðan dag.


Heilsusamlegt líf dagur ????.. 17 smjörlíkisstykki liggja í valnum

Þann 12. febrúar skrifaði ég bloggfærslu þar sem ég startaði ,,heilsusamlegu lífi" .. það fólst aðallega í því að skera út sykur úr lífi mínu, bætti þó inni áfengi og kaffi.

Ég er dottin í það aftur, þ.e.a.s. fæ mér vín og öl við og við, en þó miklu sjaldnar en áður. Er líka dottin í kaffið, big time eiginlega. EN sykurinn hef ég varla snert. Með nokkrum undantekningum til að sanna regluna. Fékk mér einn disk af ómótstæðilegri eplaköku með rjóma á einum fundi, eina ameríska pönnuköku með sírópi um páskana, einn gaffal af franskri súkkulaðiköku með rjóma í Júróvisjónboði og svo tvo Hraunbita sem áfallahjálp þegar Regína og Friðrik UNNU EKKI Júróvisjón. Crying  Þetta er þá upptalið alveg frá því í febrúar!!!.. Svo fór ég auðvitað í brjálað spinning-námskeið sem skar burtu einhverja fitu og keppi.

Niðurstaðan í dag á heilsusamlegu lífi er að ég er búin að missa 8,5 kílógrömm eða 17 smjörlíkisstykki, en það er svo gott að mæla það í þeim, virkar svo mikið.

Ef einhver hefur nennu til að telja dagana frá 12. febrúar þá má hann/hún gjarnan setja það í athugasemdirnar hér hjá mér.

Have a nice healthy day! Kissing


Eins gott að hafa samskiptagreindina í lagi!

Eflaust var það Bakkusi að kenna að maðurinn var erfiður í samskiptum, en sumir eru bara mjög erfiðir í samskiptum svona generalt og bláedrú. Ég hef mikinn áhuga á hinum mismunandi greindum. Ég er t.d. með frekar lélega umhverfisgreind, sem felst m.a. í því að ég á oft erfitt með að rata og veit aldrei hvað er norður, suður, austur og vestur.

Ég hef stundum verið að pæla í því af hverju sumir "stórgáfað" fólk eru svo ,,ferkantað." Þá er ég að tala um fólk sem er vel lesið og virkar mjög ,,greint"  en er svo algjörir fautar í samskiptum og valtar yfir annað fólk, hægri - vinstri, þetta fólk hefur yfirleitt aðeins áhuga á að hlusta á sig sjálft og vill ekki læra af öðrum né hugsa út fyrir þann ramma sem það er fast inní.  

Líklegast er þarna um að ræða mikinn greindarskort.  Shocking

Þessar pælingar byrjuðu nú allar út af ógæfusamskiptavandamálafullamanninum í Leifsstöð, svona geta hlutirnir spunnist. Cool


mbl.is Handtekinn í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband