Annars flokks vígsla ?

Er eiginlega of bissí til að blogga og lesa blogg... en þetta er svona eitt af þessum hjartans málum mínum.. svo ég stel nokkrum mín. frá vinnunni!

Gagnkvæm ást, virðing og vilji tveggja lögráða aðila til að lifa saman í blíðu og stríðu með blessun Guðs á að vera nægileg forsenda til að vígja fólk í fyrsta klassa hjúskap.

Forsendan þarf ekki að vera að fólk eigi að fjölga sér eða að vera af sitt hvoru kyninu. Ef ég giftist mínum heittelskaða Tryggva á morgun er það ekki til að eiga fleiri börn,  enda (vonandi) komin úr barneign, en það setur mér örugglega enginn stólinn fyrir dyrnar, né verður mér boðin annars flokks hjónavígsla = staðfest samvist,  af þeim orsökum! ..

Engin annars flokks vígsla fyrir samkynhneigða/r.

Love all serve all... Heart

p.s. svo mætti alveg vígja mig sem prest líka þó ég sé ekki með söfnuð/brauð Grin ..voðalegur fyrirsláttur alltaf í þessari blessaðri kirkju...


mbl.is Eitt erfiðasta deilumál kirkju og samfélags til lykta leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

When you´re right you´re right.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.6.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Laufey B Waage


Innilega sammála. Það fáránlega er að setningin um að þú (það er verið að tala til karla) skulir ekki leggjast með öðrum karli sem kona sé, er á sömu blaðsíðu (í gömlu þýðingunni) í þriðju Mósebók og setningin sem segir að þú skulir ekki giftast konu sem hefur áður verið gift, því hún sé hórkona. Það var ekkert því til fyrirstöðu að ég fengi að gifta mig í kirkju í annað og þriðja sinn. Ekkert "við erum svo góðir að bjóða yður blessun á staðfesta samvist yðar"-kjaftæði.  Auk þess eigum við ekki að hengja okkur í þröngan bókstaf gamla testamenntisins, heldur hafa að leiðarljósi mannvirðinguna og náungakærleikann sem Kristur boðaði. - Þ.e. ef við viljum vera Kristin. En stundum geng ég svo langt að efast um að núverandi biskup og hans
jámenn séu Kristnir í raun (samkvæmt minni skilgreiningu á Kristni). Nei þetta erfiða deilumál kirkju og samfélags er EKKI til lykta leitt.

Laufey B Waage, 11.6.2008 kl. 17:14

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var að hugsa um að eyða þessari kjánaathugasemd Ólafs Th. Skúlasonar út hér að ofan, en hún er sjálfeyðandi...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.6.2008 kl. 21:46

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mannstu Jóhanna, þú verður að láta að vígja þig áður en ég gifti mig svo þú getir verið presturinn!


Þá er ég komin með kirkju, prest og sönkonur...

Betra að skipuleggja þetta fyrr heldur en aldrei.....
Knúúús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:43

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ólafur, ó nei það eru ekki kjánar sem eru ekki sammála mér. En kjánar tala um kynvillinga. Þú myndir varla sjálfur vilja ganga undir því nafni værir þú samkynhneigður. 

Róslín, gleymi þessu alls ekki!

Sammála Rolf og Laufeyju.  Við verðum að lesa biblíuna með Krist í huga og hugsa hvað hann myndi gera.  

Jenný,  J. Einar

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.6.2008 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband