Eins gott að hafa samskiptagreindina í lagi!

Eflaust var það Bakkusi að kenna að maðurinn var erfiður í samskiptum, en sumir eru bara mjög erfiðir í samskiptum svona generalt og bláedrú. Ég hef mikinn áhuga á hinum mismunandi greindum. Ég er t.d. með frekar lélega umhverfisgreind, sem felst m.a. í því að ég á oft erfitt með að rata og veit aldrei hvað er norður, suður, austur og vestur.

Ég hef stundum verið að pæla í því af hverju sumir "stórgáfað" fólk eru svo ,,ferkantað." Þá er ég að tala um fólk sem er vel lesið og virkar mjög ,,greint"  en er svo algjörir fautar í samskiptum og valtar yfir annað fólk, hægri - vinstri, þetta fólk hefur yfirleitt aðeins áhuga á að hlusta á sig sjálft og vill ekki læra af öðrum né hugsa út fyrir þann ramma sem það er fast inní.  

Líklegast er þarna um að ræða mikinn greindarskort.  Shocking

Þessar pælingar byrjuðu nú allar út af ógæfusamskiptavandamálafullamanninum í Leifsstöð, svona geta hlutirnir spunnist. Cool


mbl.is Handtekinn í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Við eigum þá það sameiginlegt, ég veit ekki heldur hvað er norður, suður, vestur og austur, nema það þegar ég er að keyra til Reykjavíkur, Egilsstaða og Akureyri, annars veit ég ekkert hvernig áttirnar virka

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.6.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hið staðlaða mat á greind gerir ekki ráð fyrir tilfinningagreindinni og er að mínu mati gjörsamlega máttlaus mælikvarði.

Mensufélaginn

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Laufey B Waage


Ég hef aldrei skilið af hverju fólk er að drekka sig ölvað í millilandaflugi af öllum stöðum mögulegum. Jú sennilega af því það er ódýrara. En ég segi bara fyrir mig, mér finnst nauðsynlegt að vera með fullum fimm þegar ég ferðast milli landa.

Laufey B Waage, 8.6.2008 kl. 23:41

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Greind hefur ekkert að gera með tilfinningar svo að þeir sem teljast afburðagreindir eru oft ekkert barnanna bestir í samskiptum við annað fólk, ég held að það sé frekar innrætið og uppeldið sem stjórnar hvernig fólk er við annað fólk.

Huld S. Ringsted, 8.6.2008 kl. 23:47

5 identicon

Samskiptagreind er sannarlega til. Hún hefur lítið með almenna námsgreind að gera. Einn prófessor sem hefur álit á þjóðmálum var sagður vel menntaður en lítið greindur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 09:09

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir greindarlegar athugasemdir!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.6.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband