Heilsusamlegt líf - Dagur 1 ... Lífi þó ekki blásið í köflóttan sundbol

Ég sá á blogginu hennar Jónu að hún er hætt að borða sykur, ég ætla líka að hætta að borða sykur (hef sosem hætt áður) en bæta um betur og sleppa brauði, sósum, unnum kjötvörum og áfengi. Úff.. verður eitthvað gaman að lifa ? Er nýkomin úr ræktinni þar sem ég er farin að taka 100 magaæfingar á pyntingaræki sem ég gat bara tja..svona 10 þegar ég byrjaði.

Ég er eins og margt fólk YoYo Dieter .. sem útleggst á hinu ástkæra ylhýra ein sem fitnar og grennist til skiptis.

Svo kemur sönn saga:

Einu sinni á mjóu tímabili keypti ég mér köflóttan sundbol. Allir sem vita eitthvað um köflótt vita að ef kona er hið minnsta búttuð verður kona mjög breið við köflurnar. Notaði sundbolinn þar til ég komst á ,,breiðara" tímabil. Þá var hann settur upp í hillu og gleymdist.....þar til að hundurinn minn hún Hneta, já hundurinn minn sagði ég, fór í móðurlífsaðgerð og hin hugmyndaríka húsmóðir klippti gat á köflótta sundbolinn (sem gerði hana hvortsemer feita) fyrir rófuna og setti hana í svo hún nagaði ekki saumana. Sko Hneta (ekki húsmóðirin). Svo líður tíminn, saumarnir voru löngu grónir á Hnetu og hún farin að dilla rófunni kát.

Eitt kvöldið þegar húsmóðirin var að fara í heitapottinn - og fannst hún vera óvenju ,,fitt" rámaði hana í að hún ætti sætan sundbol uppí hillu í kjallaranum. Hún var heppin og fann hann, hljóp með upp í herbergi og í hann. Flott! .. best að drífa sig í pottinn.. en rétt áður en hún ætlaði að gera "grate" entrance út á pall þar sem fjölskyldan beið í pottinum, varð hún auðvitað aðeins að kíkja í spegil og sjá hvernig hann færi henni á afturendanum..  .. hehe.. hún öskraði upp þegar hún sá hvað blasti við!..Blush

Hvernig hún gat gleymt því að hafa klippt þennan fína hring á rassinn á bolnum er mikill Leyndardómur! .. Grin

Sundbolurinn er nú gleymdur og grafinn .. og verður aldrei tekinn upp aftur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er ekki á þér að sjá að þú þurfir að hafa miklar áhyggjur, en auðvitað er sykur, salt og fita það sem við öll þyrftum að forðast nema þá í algjöru lágmarki.

Marta B Helgadóttir, 12.2.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góður þessi með sundbolinn. Sé húsmóðurinna í anda snúa sér í hring

Valdimar Samúelsson, 12.2.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

framh. fyrir framan pott fólkið.

Valdimar Samúelsson, 12.2.2008 kl. 20:35

4 identicon

Það má alveg nota svona boli í 2ja manna vist.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hahaha ég sé þig í anda spranga um með gatið á botninum!!! en segi eins og Gísli, það má nota hann í tveggja manna partíi

Huld S. Ringsted, 12.2.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband