Hætt við Keilisferð, bækur sóttar í geymslu og myndavesen...

 Við vorum búin að plana að ganga á Keili í dag, en æi, nenntum ekki vegna skyggnis og rigningar. Í staðinn fyrir að leggjast með lappir uppí loft, ákváðum við að fara að sækja hluta af dóti sem ég hafði fengið að geyma í geymslu hjá stóra bróður. Að vísu í rúm tvö ár! .. Þetta eru margir kassar af bókum, myndaalbúmum, ýmislegt punt og dót sem ég hafði getað lifað án, en þurfti auðvitað að fara í gegnum það og velja. Er því búin að liggja yfir myndum og rifja t.d. enn meira upp unglingsárin, en eitt albúmanna var akkúrat frá þeim tíma.

Ég nennti ekki að halda áfram að sortera og fór því að blogga sko! ..Tounge

 Ég slysaðist til að fara að fikta í höfundarmyndinni minni - tók hana út - og prófaði aðra sem kom bara ekkert vel út í litla boxinu þó hún væri ágæt svona generalt.  Ætlaði að setja gömlu myndina inn aftur en týndi henni!!!  Í boxinu litla verð ég s.s. eins og búálfur þar til ég redda betri mynd. 

 


Ástin er diskó, lífið er pönk .. Hollywood, Klúbburinn, Sigtún, Óðal, Borgin, Leikhúskjallarinn..

Á einni hillunni í eldhúsinu hjá okkur hafa legið boðsmiðar í Þjóðleikhúsið í nokkurn tíma. Ég ákvað því (fyrir mig og bóndann) að drífa í leikhúsferð í gærkvöldi, hringdi seinni part og fékk miða á fjórtánda bekk á Ástina sem er diskó o.s.frv... Ég sagði frá boðsmiðunum og konan í miðasölunni bað mig að koma snemma. Jæja, ég fór heim úr vinnunni og fann miðana, en þeir voru með skemmtilegri mynd úr Skilaboðaskjóðunni utan á.

Þegar ég kom niður í leikhús og afhenti boðsmiða tilkynnti miðasölukonan mér að þetta væru s.s. boðsmiðar á Skilaboðaskjóðuna en ekki svona almenna sýningu! .. LoL .. Eeeen konan var nú ekki lengi að redda því fyrir mig, tók þá uppí sýninguna og ég greiddi mismuninn. Konan bætti um betur og flutti okkur á fjórða bekk fyrir miðju! Ég roðnaði bara pínku yfir þessu skilaboðuskjóðudæmi, en ,,no harm done."

Hvað um það, við sáum ekki eftir því að fara á þennan hressa söngleik, þar sem tekin voru fyrir m.a. Karon samtökin, nostalgía úr Hollywood o.fl. Allt frá mínum ,,ungdómi."

Ég fór að rifja upp skemmtistaðina sem ég sótti og áttaði mig á því hvað ég var svakalega iðin við þetta. Klúbburinn á fimmtudögum, stundum föstudögum og Sigtún á laugardögum. Stundum Hollywood, Óðal og Borgin var náttúrulega inni líka. Samt vann ég oft á kvöldin, en fór þá bara eftir vinnu. Var að vísu smá "skítsó" í tískunni, bland af diskódrottningu og hippa! Þetta var sko allt FYRIR tvítugt, en eftir það bættist auðvitað Leikhúskjallarinn við, enda fékk ég smá aukanostalgíukast þegar ég skrapp á salernið í kjallaranum í gærkvöldi - fékk næstum flash-back! Úff.. W00t ..  Svo var þetta toppað með að hitta ,,stelpu" sem var Au Pair um leið og ég í Luxemborg fyrir AÐEINS 30 árum.. 

Mæli með Ástinni, Diskóinu og Pönkinu .. manni getur varla leiðst á sýningunni nema vera leiðinlegur sjálfur! Heart


Eftir einn, aki ei neinn!

Annars hefur þetta verið ódýrt fyllerí hjá kallinum! Shocking

 


mbl.is Kvartað yfir áfengisáhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólardagur ..

Nú er dagur að kveldi kominn og konan búin að vera úti lungað úr deginum í stuttbuxum! .. Þegar ég kom heim - hrikalega glöð vegna þess að ég var búin í spinningtímanum, beið mín morgunverður útá palli, og enn á ný mundi ég afhverju mér þykir svona vænt um manninn minn - elska að vera dekruð! InLove

1.maí_2008_afi Agnar_amma_Vala 007

Morgunverður á pallinum, og okkur skýlt fyrir ,,sterkum geislum sólar með Burberries-sólhlíf (úr Rúmfó!)

 

 1.maí_2008_afi Agnar_amma_Vala 018

Eftir hádegið fór ég og sótti ömmu Völu sem kom líka útá pall og stuttu seinna komu afi Agnar og Bjössi frændi. Hellt var upp á kaffi og aftur borðað. Mamma frísk og flott og Agnar er ekkert smá flottur, á 89. aldursári!!..

Um kvöldmat bættist svo í hópinn en þá komu Gunna og Aggi Tryggvabörn og borðuðu með okkur, var svo busy að laga matinn að ég gleymdi að taka myndir af þeim!

Er ágætlega ,,steikt" eftir daginn! .. Ég klikkaði aftur á móti á öllum kröfugöngum og kirkjuferðum. Geng mínar eigin göngur og rabba við Guð í ró og næði... í dag.


Farmor og farfar í matarboði!

Hann Ísak Máni minn er hálfur útlendingur og amma hans og afi búa í Hornslet, smábæ í Danmörku. Þau eru stödd á landinu í tilefni fjögurra ára stórafmælis Mána, sem eins og glöggir bloggvinir og aðrir tóku eftir var haldið 27.apríl sl.

Í gærkvöldi komu þau í mat og áttum við hér skemmtilegt kvöld. Aðalstuðið snérist að vísu í kringum pappakassahús sem minn laghenti maður ,,smíðaði" hér á dögunum. Sko það borgar sig að kaupa náttborð ef fólk fær svona flott ,,byggingarefni" með!

Allir prófuðu húsið, þó það hafi verið virkilega extra, extra, small fyrir okkur fullorðin!

Matarboð_30.apríl_2008 001

Janne, Arne og Henrik (svigeson)

Matarboð_30.apríl_2008 002

Mín svolítið þreytt og úfin eftir galdrabrellur í eldhúsi, svona beint eftir vinnu, Eva að skammta, Tryggvi Jr. og Mánalingur (báðir með Transformers diskana og glösin frá Vöu).

Matarboð_30.apríl_2008 007

Bedste býst til inngöngu í pappahús..

Matarboð_30.apríl_2008 013

Þarna sést í ,,bagdelen" á bedstefar!

Matarboð_30.apríl_2008 024

Grallaraspóar komnir í ,,búningana" .. Löggu og Súperman!

Matarboð_30.apríl_2008 026

Grallaraspói nr. 1

Matarboð_30.apríl_2008 018

Eva spilaði pinku á píanóið fyrir okkur og fékk Tryggva til að aðstoða við ,,Allt í grænum sjó" ..
Máni álítur sig vera að aðstoða líka.

Matarboð_30.apríl_2008 022

Einbeitt að spila frumsamið lag sem hún samdi einu sinni fyrir afa sinn. Heart

Eigið gleðilegan 1. MAÍ OG UPPSTIGNINGARDAG... er farin í ,,(s)pí(n)ning"


Huldukotsferðin .. smá brot

Ég verð nú að setja hér inn smá myndir úr frægðaför okkar systra og mágkonu sl. helgi. Sérstaklega þar sem þeim var umhugað um að myndir færu EKKI inn á netið. W00t Huldukot_26.apríl_I 005

Hér eru s.s. Hulda og Lotta systir og Addý mágkona á  göngu í Jafnaskarðsskógi!

Huldukot_26.apríl_I 006

Addý, ég með húfu sem minnir á sundhettuna hennar móður minnar hér í den og Hulda.

 

 

Huldukot_26.apríl_I 012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hreðavatn var ísilagt og þarna sést víkin okkar sem tilheyrir Lindarbrekku (fjölskyldubústað).

Huldukot_26.apríl_I 015

Komnar heim í hlýjuna og ég með svip sem virkar eins og ég hafi séð Loch Ness skrímslið! hehe.. eða að segja uppáhaldsbrandarann minn (sem er um litla froskinn með stóra munninn).

Huldukot_27.apríl 20008 011

Addý að kíkja á nágrannana. Verðum að fylgast með!

Læt þetta duga í bili - klukkan orðin svo margt að fólk á að vera sofnað... zzzzzzzzzzzzzz..

Á morgun fæ ég svigeforeldrene hennar Evu minnar í mat svo það verður hyggeaften! Smile ..

God nat!

 


Simbi - velkominn í fjölskylduna!

Ég var að kíkja yfir á bloggið hennar Völu en þar er hún að segja frá því að hún hafi ,,ættleitt" hvolp af hunda-athvarfi þar sem hún er að vinna sem sjálfboðaliði. Takið eftir því þið þarna Ameríkanar sem alltaf eruð að bögga hana í tollinum!!!.. Angry hún er sjálfboðaliði og ekki að stunda ólöglega atvinnu - þetta var smá útúrdúr! ..

Well, það voru nú nokkur dýr á okkar heimili, fyrstur kom hundurinn Kolli, sem fór síðan til forfeðra sinna á dramatískan hátt sem ekki verður sagt frá hér. Pási flaug einn daginn inn til okkar og við fundum aldrei fjölskylduna sem hann tilheyrði svo hann varð að okkar Pása. Hneta, hundurinn okkar kom næst og þá brjálaða kanínan hennar Evu, man ekki lengur hvað hún hét!.. Ef börnin hefðu ráðið þá hefðu nú verið fleiri dýr á heimilinu.

En það má segja að Vala hafi verið mesta ,,dýragælan." Einu sinni, þegar hún var bara sjö ára eða svo vorum við stödd í sumarhúsi og inn kom fugl sem trylltist og flaug útum allt. Við panikeruðum svolítið en hún gekk róleg að fuglinum og tók hann í lófana og lét hann fljúga út. Síðan ætlaði hún líka alltaf að verða dýralæknir, en þegar þurfti að svæfa hundinn okkar þá breyttist það snögglega. Henni fannst það óspennandi hlutskipti.

Jæja, en nú er hún s.s. eins og ég sagði í upphafi búin að fá sér hrikalega sætan hund útí Flórída. Það er hægt að sjá umfjöllun hennar um það á blogginu hennar og myndir af krúttinu hérna.                               

Voffi fékk nafnið Simbi og ég er sko amma hans eða þannig! LoL


73 svöruðu skoðanakönnun

Spurt var

Hvort styður þú aðgerðir lögreglu eða mótmælendur ?  Á minni litlu auðmjúku bloggsíðu var þetta niðurstaðan.  Ég kaus 70% með löggu og 30% með mótmælendum því auðvitað vil ég að fólk geti mótmælt en tek undir orð Kolbrúnar Bergþórsdóttur að "fólk fær ekki samúð með derring og dónaskap!"  Svo var löggan augljóslega ófagleg, en það þýðir samt ekki að hinn almenni borgari hafi leyfi til að ráðast á hana, ónei æsei.
Lögguna 100% 50,7% 
Mótmælendur 100% 13,7% 
Lögguna 50% og mótmælendur 50% 5,5%
Lögguna 70% og mótmælendur 30% 15,1%
Mótmælendur 70% og lögguna 30% 12,3%
Hlutlaus 2,7%
Könnun lýkur núna klukkan 18:00
73 hafa svarað

Æi, hættið nú að flokka þetta og hafið bara frítt í strætó fyrir alla!

Ég var að hugsa um það í morgun (það er fyrsta skrefið) að gerast umhverfisvæn og taka strætó í vinnuna. Fór inn á bus.is og sá að leið 19 gengur í mínu hverfi og var mjög ,,impóneruð" að geta slegið inn mínu heimilisfangi og vinnunnar og fengið leiðbeiningar um tíma og leiðir. Kannski fer ég bara að taka strætó reglulega, a.m.k. þegar veður er gott.

Ekki það að ég hafi ekki efni á að taka strætó, því auðvitað spara ég bensín ef ég geri það, en mér fyndist það bara svo frábært framtak að hafa strætó gjaldfrjálsan, eða í raun greiddan úr sameiginlegum sjóði okkar, því það hlyti að minnka mengun frá einkabifreiðum og hvetja fleiri til að stökkva uppí strætó. ALLIR Í STRÆTÓ! .. Grin ..

P.S. eitthvað hlýtur þetta kortakerfi og utanumhald við það að kosta, svo það má líka spara þar á móti! Og svo eru þetta réttu mótmælin við olíufélögin, s.s. að kaupa minna bensín.


mbl.is Frítt í strætó fyrir leikskólabörn og starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máni ömmustrákur 4 ára!

Kom úr ,,boot-campinum" Huldukoti seinni partinn, en við höfðum farið í tveggja tíma göngu í gær í skóginum við Jafnaskarð. Fengum hand-maska, sem ég hef nú ekki prófað áður og þar sem ég var með maska á höndunum gat ég að sjálfsögðu ekki tekið mynd, nema ég hefði ,,maskað" myndavélina líka.

Þegar ég kom heim hentist ég í sturtu, en Mánalingur á hvorki meira né minna en fjögurra ára afmæli i dag. Ég sagði frá minni upplifun að verða amma hans hérna.

Þetta var heilmikill veisludagur hjá honum, en hann bauð vinum og vinkonum í dag, en seinni partinn komu ömmur, afar og ýmsir svona eldri en fimm ára! Amma og afi komin alla leið frá Danmark! Svaka flott Transformers afmæli og mikið af blöðrum.

Pabbi hans smíðaði svaka flott rúm, sem er eins og Volksvagen rúgbrauð. .. Ekkert smá laghentur tengdasonur þar!

24.apríl 2008 022

Máninn minn á Sumardaginn fyrsta!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband