Keilukeppni í gær og Huldukot í dag .. og haldið áfram að kjósa!

Í gærkvöldi var árleg keppni starfsfólks Hraðbrautar og maka. Ég lenti í Smjattpattaliðinu en makinn í Strumpaliðinu. Þetta er auðvitað hámenningarlegt! Það er skemmst frá því að segja að Strumpaliðið vann Crying ..

Smjattpattaliðið  SMJATTPATTAR ...VERÐUGIR ANDSTÆÐINGAR

Hraðbraut_keila 2008 030 STRUMPAR MEÐ VERÐLAUNAGRIP...

Í dag er stefnt í aðra systra/mágkonuferð í maska og dekur í Huldukot, gaman, gaman!

Nú hafa 45 kosið í skoðanakönnun, ég  ætla að kíkja á það á morgun þegar ég kem heim og fer í gegnum niðurstöður. Takk fyrir þátttökuna.

Hafið það gott. Heart ..

 

 


Einhvern veginn óttaðist ég að þetta myndi gerast ..

Nú kemur hin "fína" fyrirmynd fullorðinna sem virða lögreglu að vettugi vel í ljós... Ég er ekki fædd í gær og var einmitt búin að hafa áhyggjur af fordæmisgildi þessa atburðar við Rauðavatn.

Bylgjan var með mótmælendum og á móti aðgerðum lögreglu og nú halda blessaðir unglingarnir að þeir geti bara komist upp með að gefa skít í lögguna. Úff..

 


mbl.is Ungmenni tefja umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun - lögga eða mótmælendur ?

Hvort á lögreglan eða mótmælendur (trukkabílstjórar) stuðning þinn miðað við aðgerðirnar við Rauðavatn. Er með skoðanakönnun hér til vinstri. Finnst erfitt að setja fingurinn á þjóðarpúlsinn, plís segðu þitt álit!

 


mbl.is Sturla: „Ekki á okkar ábyrgð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vor í lofti .... ofurvæmnisfriðarblogg

Góðan og gleðilegan föstudag elsku vinir og vandamenn nær og fjær. Það er vor í lofti, en reiðin liggur líka í loftinu. Mamma mín sagði nú alltaf og segir stundum enn: ,,Elskið friðinn og strjúkið kviðinn" og ég býst nú við að ég hafa notað þennan frasa á börnin mín! Kissing Ég hef alveg frá því ég man eftir mér þolað illa átök og ófrið. Var farin að hafa áhyggjur af stríðsrekstri mjög ung - og man eftir að minn draumur um átta ára aldur var að stöðva styrjaldir. Dreymdi einu sinni draum  á þeim aldri um að stöðva hersveit sem kom marserandi niður Háaleitisbraut..já, já, allir hlustuðu á þessa átta ára stúlku..LoL   Vantar gjörsamlega stríðsgenið í mig og vildi hafa herlausan heim. Vil frekar friðar-og hjálparsveitir til að halda friðinn en her. Ég býst við að ég sé naive í þessum málum, en það má alltaf vona.

Hvort sem við elskum friðinn og strjúkum kviðinn eða elskum kviðinn og strjúkum friðinn þá langar mig til að við leggjumst á eitt og biðjum fyrir þeim sem eiga í ófriði hér á Íslandi og annars staðar, hvort sem það eru stór stríð þar sem margir eru þátttakendur eða bara stríð sem geysa inni í sálarlífi einstaklinganna - sé að ekki veitir af.. hver sem okkar æðri máttur er...Heart .... við erum öll  hluti af jurt sem er í blómapottinum ,,móðir jörð" ..loftið sem við öndum að okkur er hlaðið frísku vori, hér á norðurhveli jarðar og við þurfum einnig að hlaða það friði en ekki reiði... 

InnerPeace

 

 


mbl.is Vor í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumardagurinn fyrsti 2008 í máli og myndum...

Amma sótti Mána sinn eftir spinning tíma morgunsins og við stilltum okkur upp fyrir myndavélina og brostum okkar blíðasa sumarbrosi:  

24.apríl 2008 017
Henrik, Tryggvarnir tveir, Máni og amman fóru saman í Fjölskyldu-og húsdýragarðinn vopnuð tveimur íslenskum fánanum og einni regnhlíf, Eva mamma var að læra fyrir prófin sín:
24.apríl 2008 020
Tryggvi og Máni tylltu sér með fánana fyrir framan selina :
24.apríl 2008 019
Máni beið, tjah...í a.m.k. 30 mín eftir bíl og lenti í því að fullorðin kona reif af honum bíl sem hann hafði náð eftir alla þessa bið, en lét ekki deigan síga og beið eftir öðrum:
24.apríl 2008 021
Sko svo eru ekki fleiri myndir því að eins og á ekta sumardögum fyrstu fór að rigna eins og hellt væri úr fötu og regnhlífin eina dugði ekki til að skýla okkur öllum. Enduðum inní kringlu á kaffihúsi og drengirnir fengu að fara í ævintýralandið á meðan verslaðar voru pylsur og pylsubrauð í Bónus, auk annarra nauðsynja. Langamma Vala var sótt, Eva var sótt og restin af börnum Tryggva komu til okkar. Tryggvi grillaði síðan pylsur frá Mexíkó, Póllandi, Danmörku, Þýskalandi og síðast en ekki síst Íslandi.
Nú er pabbinn að svæfa strákinn sinn, amman situr undir teppi að blogga og er enn að ná í sig hita eftir rigninguna í dag. Bíð eftir að Klovn byrji í sjónvarpinu, veit ekki hvort er skemmtilegra að horfa á þá, eða hlusta á minn eigin heittelskaða ,,Klovn" hlæja að þessum á skjánum. LoL
Takk fyrir skemmtilegan og viðburðaríkan bloggvetur kæru bloggarar og aðrir elskulegir sem lesa bloggið mitt.

Lögregla og lögbrjótar

Ég sé að þjóðin skiptist í tvennt hvort hún ,,heldur með" löggunni annars vegar eða lögbrjótum og/eða stuðningsfólki þeirra hins vegar.

Ég veit ekki hver ballansinn á voginni er nákvæmlega, en fleiri virðast telja lögregluna hafa klikkað. Ég tel lögregluna hafa verið að sinna skyldu sinni, þó ekki hafi endilega verið staðið 100% faglega að verki, kannski bara 60% ..

Mér sýnist að enginn sé alsauklaus í þessu máli. Málið er ekki svart/hvítt.  

Ég tel að það skipti miklu máli að vara við því að fólk sem jafnvel hefur engan málstað að verja nýti sér þessa andspyrnu við lögreglu til að vaða uppi með ólæti og/eða eggjakast.

Ég er fylgjandi friðsamlegum mótmælum við óréttlæti. Ef ég væri við stjórnvölinn myndi ég kalla til samræðna NÚNA, þó ekki væri nema til að forða blóðbaði í nánustu framtíð. Ég óttast það að ef þetta heldur áfram verði stærri skaði og jafnvel eitthvað gerist sem ekki er hægt að bakka með.  

Reynum að draga af þessum hryllingi dagsins jákvæðan lærdóm.

Þetta vil ég ekki sjá. Hvorki ofbeldið sem bílstjórar beittu við lokun vega, né valdið sem lögreglan beitti.

MAKE Heart NOT WAR


mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendibréf að sunnan...

Einu sinni vorum við öll undir sama þaki, ég og börnin mín. Nú eru þau dreifð um víðan völl.

Þegar Eva mín flaug úr hreiðrinu grét ég í heila viku, enda flaug hún til Danmerkur. Nú er hún flogin til baka og græddi ég með henni tengdason og dótturson, sem er náttúrulega hjartaknúsið hennar ömmu. Heart Eva er í prófum í viðskiptafræðinni - alveg á kafi og segist vera með prófkvíða blessunin. Woundering

Nú er Vala mín flogin til Flórída í fang kærastans, en við söknumst að sjálfsögðu. Hún bloggar svolítið hér. Hún kemur þó heim í sumar og verður að vinna hjá Icelandair, eins og það heitir í dag. Hún er svo ræktarleg við litla frænda sinn og Tryggva yngri og sendi þeim nýlega Transformers diskasett og voðalega flott sendibréf hvorum fyrir sig, skreytt með Transformers köllum. Sendibréf eru orðin sjaldséð!

Það er nú oft með stelpur að þær eru duglegar að halda kontakt við mömmu sína, enda gera þær það báðar. Tobbi minn er svona meira fyrir að láta mömmu hringja í sig. Sideways Hann er annars svo glaður að vera fluttur í miðbæinn og að starfa þar að ég held að hann sé að hugsa um að leggja bílnum. Hollt og gott að ganga, mæli með því! ... Hahaha..var að blogga um soninn sem aldrei hringir og þá hringir þessi elska til að heyra í mömmu sinni! ... Þetta hlýtur að vera svona síkret dæmi! Kissing .. Well.. vinna meira, frímínútur búnar!


Upphafning anda og niðurlæging holdsins ... er fegurðarsamkeppni ósómi ?

Í tilefni að nú fer enn einu sinni í hönd fegurðarsamkeppni Íslands verð ég aðeins að fá að tjá mig um hold og anda. Einnig er málið mér skylt eða amk núverandi fegurðardrottning Íslands mér náskyld, eins og bloggvinir mínir krúsilegir vita eflaust flestir.

Það er yfirleitt talið feminískt að vera á móti fegurðarsamkeppnum kvenna. Eflaust karla líka. 

Af hverju erum við á móti því að sýna hold?  

Í fyrndinni, kannski ekkert fyrir svo ýkja löngu voru konur tákn holdsins (hins illa) og karlar tákn andans (hins góða). Þeir voru s.s. andlegir og konur líkamlegar. Hefur eflaust komið mikið til vegna þess að konur voru ,,jarðvegur" fyrir börnin. Ólu börnin og gáfu þeim að drekka.

Enn í dag eimir af því að allt sem er andlegt er svo merkilegt og líkamlegt ómerkilegt. Hugurinn þykir meiri skelinni.

Þegar hárgreiðslukona strauk gamalli konu um höfuðið fór gamla konan að gráta og sagði ,,það hefur enginn verið svona góður við mig lengi"..  Hárgreiðslukonan strauk líkama konunnar en vellíðanin kom fram í sálinni. = Örlítið dæmi um það að sál og líkami verða ekki aðskilin. A.m.k. ekki þessa heims.

Annað dæmi af öfugum toga er þegar við erum kvíðin í sálinni, þá koma fram líkamleg einkenni eins og magaverkur eða vöðvabólga.

Það þykir sjálfsagt að keppa í söng, eða það þykir flestum. Engir fordómar gagnvart því. Hvernig getum við dæmt sönginn? Eru það ekki bara einhverjar staðalmyndir um tónlist sem við veljum eftir? Erum við jafnhrifin af indverskri tónlist og evrópskri tónlist ? Geta lög keppt? Er í lagi að velja lög af því þau eru hugverk en ekki líkamleg? Er rétt að velja á milli?

Hvernig dæmum við fallegt málverk? Fallegar styttur?  Fallegar byggingar eru hugverk, þar má keppa og engum finnst það rangt.

"Tja... kynni nú einhver að segja, það er svo niðurlægjandi fyrir konur að ganga um svið og spóka sig og sýna sig hálfnaktar og láta dæma sig."  Hvað er niðurlægjandi við nekt ? Nakin komum við í heiminn og nakin munum við hverfa úr honum.

Haldiði að þessum konum/stúlkum sem gera það líði illa á sviðinu og finnist þær ómerkilegar ?

Það held ég ekki. Þetta eru stoltar konur, ganga teinréttar, eins og við eigum ALLAR  og öll að gera. Hugsa vel um sig, huga að mataræði sínu og hreyfingu. Fá andlegan stuðning hjá Dale Carnegie þjálfara og leiðsögn hjá næringaráðgjafa til að borða ekki of lítið.  Já, til að borða ekki of lítið, því auðvitað er það áhyggjuefni í dag.

Er ekki öllu sem er bætt við óþarfi; brúnkuspreyi, neglum o.s.frv. ?  Það fannst mér, en þegar ég hugsaði það nánar má líta á það sem eina tegund listformsins. Konurnar eru bara gangandi málverk, gangandi listaverk,  gjörningur eins og hjá listakonunni sem skúraði. Þetta er ekki bara spurning um að ganga um og brosa, það er svo margt, margt meira í þessu.

Fegurðarsamkeppnin - Óbeisluð fegurð - átti meira sammerkt með hefðbundnum fegurðarsamkeppnum en marga grunar. Ég gat aldrei horft á það sem ádeilu. Beisluð eða óbeisluð fegurð. Glæsileg kona vann, stór persónuleiki.  Andinn og líkaminn verða ekki aðskilin.

Áður en dóttir mín tók þátt í Ungfrú Ísland var ég svona á báðum áttum um fegurðarsamkeppnir. Fannst, vegna míns feminíska hjarta, ég ætti að vera á móti þessu en gat aldrei sannfært sjálfa mig nógu vel. Auðvitað varð ég að kryfja þetta hjarta til að kanna hug minn til fulls til að sjá hvar ég stæði.

Niðurstaðan: Ég er EKKI á móti fegurðarsamkeppnum, en veit að margir eru það. Á meðan engin nauðung eða ofbeldi er í gangi - sem það alls ekki er - þá sé ég ekkert að þessari keppni frekar en mörgum öðrum keppnum. Það hafa margir gaman af og það voru margar stoltir ættingjar að horfa á sínar dætur, frænkur, barnabörn á Broadway í fyrra og auðvitað var ég stoltust mamman þegar upp var staðið. Hættum að horfa á holdið sem hið illa og andann sem hið góða. Holdið er yndislegt ...og andinn líka.

.... Þá er það sagt - love you guys & girls Heart....   Now shoot me !

 

 


Nafnlausir og Nafnlausir ....

Það er ekki alveg það sama að vera nafnlaus og vera nafnlaus.

Það eru í megindráttum tvær týpur:

1) Veiðimenn 2) Fuglaskoðarar

Bloggarar undir nafni eru sko fuglarnir, hvort sem við erum endur, gæsir, rjúpur - þú, lesandi góður mátt bara ákveða hvaða fugl þú ert, ég flokka mig sem furðufugl hehe.. Grin

Veiðimaðurinn kemur inn á bloggið þitt, skoðar aðstæður, skoðar persónulega hagi, hvað þú ert að skrifa og sér myndina þína og skítur þig niður með haglabyssunni sinni.

Fuglaskoðarar eru yfirleitt prúðir, kannski skoða þeir bloggið þitt og langar að segja sína meiningu, en gera þér ekkert illt.

Jamm, þetta er s.s. mín grófa greining á nafnlausum bloggurum! Auðvitað má teygja þetta og toga á mismuandi máta, sumir veiðimenn eru líka fuglaskoðarar hmmm... og sumir nafnlausir eru fuglar Shocking

Góðan daginn annars elskulegi fuglaheimur!


Smá kvart og kvein....

Æ, mig auma, var að taka á móti fína rúminu mínu en það komu bara engir stimamjúkir burðarmenn með! Bara einn lítill strákur í joggingbuxum með píparatilburði kom á sendibíl með dýnuna mína stóru, ÞUNGU, fínu. Ég, með snemmbæra hrörnun í baki og ein heima til að taka á móti herlegheitunum sit hér með minn auma hrygg. Stelpan mín fékk senda heim dýnu frá Betra bak um daginn og með hana komu tveir hressir gaurar og settu á áfangastað! .. Kvöddu og bless. Litli strákurinn sem kom með mitt rúm bað um sexþúsundkall því að flutningurinn væri ekki innifalinn!!..

Á ekki að vara mann við svona ?? .. Well, vara ykkur alla vega við að ef þið verslið í Rekkjunni að hafa einhvern með gott bak heima við til að bera OG þið borgið sendinguna!

Æ hvað er gott að geta vælt í einhvern..LoL

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband