Skrítnar tilviljanir... eða .. The Secret ? ..

Þegar samstarfskona mín mætti í vinnuna í morgun var hún illa haldin af augnsýkingu. Það rifjaði upp fyrir mér yfirlýsingu sem ég gaf fyrir ca. ári þegar ég tilkynnti á kaffistofunni að ég hefði aldrei fengið augnsýkingu, tveimur dögum síðar vaknaði ég upp með augað bólgið, fór til læknis, já, já komin með augnsýkingu!

Annað svipað gerðist fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan en þá tilkynnti ég vinum og vandamönnum að aldrei skyldi ég taka stera. Ástæðan var að mamma hafði þurft að taka stera vegna sjúkdómsins hennar og fór illa út úr því. Jú, jú daginn eftir fékk ég bráðaofnæmi, kom eins og karfi niðrá spítala og var sprautuð með sterasprautu. Fékk síðan pilluglas sem innihelt steralyf og átti ég að taka það í viku. Segi það engum, en ég tók aldrei sterapillurnar! .. Hef ekki fengið bráðaofnæmið aftur.. Secret hvað ???... LoL

Nú ætla ég að gefa nýja yfirlýsingu: Ég vinn aldrei í happdrætti! Crying ..

To be continued.....

 

 


Dóttir flogin til Texas ...

Það er ekki laust við að í mér hafi verið kvíði þegar litla stelpan mín (21 árs að vísu) ferðaðist til Texas í gær. Sérstaklega eftir að hafa lesið ófagrar lýsingar ungrar konu við ,,HIÐ GULLNA HLIÐ"  Ameríku nýlega, þar sem hún var hlekkjuð og niðurlægð. Dóttirin komst víst nokkuð hnökralaust í gegn þrátt fyrir einhverjar klassískar yfirheyrslur.

Sjálf er ég með króníska (þó streptókokkalausa) hálsbólgu og ef einhver á góð ráð þá endilega lát heyra! Makinn segir að ég þurfi bara snafs en ég er lítið fyrir snafsa, nema kannski á fjallatindum! Wink 

IMG_0787 (2)  IMG_0804 

Ég með ungana mína          Mamma með ungana sína (vantar einn bróður)

 


ENDURTEKIÐ EFNI ... KYNJAKVÓTI EÐA EKKI KYNJAKVÓTI ..

Kynjakvóti er æskilegur þar sem gott er að hafa bæði kynin við störf, bæði sjónarmið karla og kvenna fái að njóta sín. Kynjakvóti er ekki æskilegur þar sem t.d. vinkona mín rekur tannlæknastofu, en þar eru bara konur sem reka heila hæð af tannlæknastofum. Þar er ákveðin kvennamenning og hef ég gaman af því. Stundum þurfa karlar að fá að vera saman og stundum konur að vera saman. Mér finnst svona karlasamfélög eins og Frímúrar alveg ágæt. Held að vísu að það sé bara saumaklúbbssamfélag kallanna.

Í stjórnunarfræðum þykir bara stundum gott að hafa bæði kynin svo ef að eigandi fyrirtækis er klár, reynir hann að sjálfsögðu að finna bæði kláran kall og klára konu til að stjórna hjá sér. Fólk með hæfileika á mismunandi sviði sem vinnur vel saman. Mitt álit er að yfirleitt séu nú aðrar aðferðir hjá konum en körlum. Allt er gott í hófi og mér finnst þessi kynjakvótaumræða orðin manísk og ganga út yfir sjálfsforræði fólks.

Ef mig langar að stofna kvennafyrirtæki og ég álít að konur með mismunandi greindarsvið séu æskilegur stjórnendahópur vil ég fá að ráða í mínu fyrirtæki. Ef að karl langar til að stofna fyrirtæki og álítur að karlar með mismunandi greindir séu æskilegur stjórnendahópur þá það! .. Það kemur bara í ljós hvernig hennar/hans fyrirtæki gengur!  Það fer eftir eðli fyrirtækja og stofnana hvort að kynjakvóti á við. Hvernig þjónar það hagsmunum neytandans t.d.

Ég tel t.d. að hagsmunum sóknarbarna í kirkju sé betur þjónað með karl-og kvenpresti heldur en tveimur körlum eða tveimur konum. Sumum finnst betra að leita til karla og sumum til kvenna.

Í pólitík vil ég sjá karla og konur svona ca.  50/50 þó að vissulega séu til kallakonur og konukallar. Það eru t.d. konur sem hafa það sem köllum klassísk kallaeliment í sér og öfugt. Að sjálfsögðu á að velja það fólk sem er hæft en ekki grípa bara einhvern eða einhverja manneskju af "réttu" kyni. Held það verði ekkert vandamál í framtíðinni því núna eru konur að mennta sig, læra alls kyns stjórnun, eru sjálfar að stofna fyrirtæki svo kannski kemur þetta bara með kalda vatninu ?

Hmm... já þetta er hugsað upphátt, mér finnst við bara svo öfgakennd í umræðunum, en kannski þarf það bara til að vekja fólk til umhugsunar!

Allt í góðu og ábendingar vel þegnar


Rifrildi eða rökræða ?

Stundum er deilt um hvað er rifrildi og hvað er rökræða.. .hmm..


mbl.is Jafningjar rífast meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlmenn: viljalaus verkfæri í höndum kvenna ?

Rakst á áhugaverð netgrein; "Why do we always blame the other woman when men have an affair ? "

Eða: ,,Hvers vegna ásökum við alltaf hina konuna þegar menn halda framhjá."

Þar er m.a. talað um Angelinu Jolie og Pamelu Parker Bowles. Þar eru Brad og Kalli eins og ljós og ekki fellur á þá blettur en konurnar álitnar illar eða að þær hafi ,,stolið" kallinum!  Almenningsálitið er með köllunum en á móti konunum. Trúnaðarbresturinn liggur þó hjá körlunum ef það eru þeir sem halda framhjá en hjákonan ekki! Merkilegt nokk..

Erum við sammála um að hugsunarhátturinn sé svona eða upplifir einhver þetta öðruvísi. Heimta comment á þetta svakalega mikilvæga málefni! ..  LoL


Hverjir eru kristnir bloggarar ?

Eftirfarandi vakti mig til umhugsunar:

Guðsteinn Haukur, blíður bloggari, er nú með könnun í gangi sem ber heitið ,,Hver er skemmtilegasti kristni bloggarinn".. og telur upp nokkra sem honum finnst mest áberandi kristnir bloggarar og svo bætir hann við nokkrum útvöldum eftir ábendingu frá Jóni Vali.

Skilgreiningin á kristnum mönnum/konum er umdeild eins og víða hefur komið fram. 

Stundum finnst mér hegðun þeirra sem telja sig ókristna kristilegri en þeirra sem opinberlega telja sig kristna! Grin

"Í kristinni trú er talað um að Guð horfi á hjarta mannsins, hans innri mann, sem þýðir að það sem skiptir mestu máli er hvernig maðurinn er, hvaða augum hann lítur sjálfan sig og hvernig hann hugsar um og kemur fram við náungann.".....  tilvitnun tekin frá BRS


Persónulega spáin mín fyrir 2008

Ég ætla að spá fyrir sjálfri mér fyrir árið 2008:

Árið verður sérlega gott, fjölskyldan hress og kát og allir einstaklega góðir vinir. Heimilið blómstrar, hamingja og heilsa drýpur af hverju strái. Starfsframi í hámarki. Verð dugleg í ræktinni og í betra formi en nokkru sinni fyrr og get skartað bikiníi á baðströnd án þess að blikna.

Börnunum gengur vel í námi sínu og einkalífi. Ég mun vinna í Lottóinu og Happdrætti Háskólans í sama mánuðinum og mun bjóða allri fjölskyldunni til Flórída í kjölfarið! ... Grin 

Þetta var s.s.spáin mín fyrir 2008! Wizard ..


Uppáhalds stórasystir mín fimmtug í dag!

Hulda Kristín systir mín á stórafmæli í dag.  

Jólin 2007 II 035

 

Hún er orðin fimmtug og því fylgir auðvitað að hún er flott!

Vinkonur hennar mættu á bjölluna í morgun klukkan 8:00 með kampavín og jarðarber - og svo liggur leiðin í nudd og handsnyrtingu. Kaffihús með litlu systur klukkan 15:00 ..... annars verður aðalafmælið á laugardag en þá ætlar hún að bjóða okkur nánustu fjölskyldunni í ÓVISSUFERÐ úúúúú... spennó...

Hulda systir er algjör gullmoli. Fólk fer sjaldan tómhent frá henni. Hún elskar að gefa, hvort sem það eru veraldlegar eða andlegar gjafir.

Hún hefur gefið mér margar gjafir. Ég ætla samt bara að skrifa hér um eina.

Þá var ég á haus í lokaritgerðinni minni í guðfræðinni og eins og minn er siður á ég það til að ætla að gera allt á síðustu stundu og á mettíma - (og þar af leiðandi gera hálf útafvið mig andlega og líkamlega).

Ég sat sem sagt heima á Hallveigarstíg eins og brjálaður vísindamaður, pappírar og bækur út um allt og allt í rusli. Hárið í hnút og ekki ,,trace" af meiköppi í framan...Líkari smjörlíki en manneskju  W00t  Ég var komin á ,,Deadline" með ritgerðina og orðin býsna tensuð.

Hulda systir sem er algjör snyrtipinni og reglumanneskja svo sögur fara af. 5 cm á milli herðatrjáa í fataskápnum! Grin .. (smá ýkjur)..  kom stormandi inn til mín, bretti upp ermar og sjænaði alla íbúðina, raðaði blöðum og bókum og "Feng Shui-aði" allt svo hlutirnir voru í röð og reglu. Mér leið ekkert smá vel að fá svona skipulagskonu til að koma reglu á hlutina.

Ég þekki það vel hvað skiptir máli að hafa starfsumhverfi í röð og reglu, en þarna var ég búin að missa mig og gleymdi mér í stressi en Hulda kom mér á sporið aftur...

Jæja, óska henni systur minni til hamingju með daginn, svo fær hún Addý elskuleg mágkona mín auðvitað líka hamingjuóskir því hún er 51 árs í dag! Wizard

 


Byrgjum brunninn....

Ég horfði á myndina um Breiðavíkurdrengina í gær. Sorg fyllti hjarta yfir vonsku mannanna. Í myndinni var minnst á önnur heimili fyrir börn, Silungapoll og Jaðar. Þar þurfti undirrituð að vera í vistun að sumri til  sem barn ásamt yngri bróður, þar sem mamma var útivinnandi ekkja með okkur fimm og hafði ekki aðrar lausnir.

Þar var margt gott en líka margt vont - samt ekkert eins vont hjá mér eins og mennirnir lýstu í sinni vist í Breiðavík. Þekki þó þessa tilveru í ,,survival of the fittest" samfélags, auk þess þurfti ég að hafa augun á yngri bróður mínum.  Setti upp brynju. Var látin aðstoða við að skipta um um pissulök á rúmum hinna barnanna (var sjálf 7-8 ára). Var hrædd við strákana og þurfti að geta hlaupið hratt....  ekki meira um það.

Vonandi höfum við eitthvað lært - lifum í núinu og björgum þeim börnum sem eiga erfitt í DAG....... Ég vil þakka þessum mönnum sem komu fram og sögðu frá sinni reynslu ... og notum það einmitt til að bjarga öðrum og byrgjum brunninn áður en barnið fellur í hann.

Það sem einkenndi frásagnir og viðtöl ábyrgðarmanna  var að enginn virtist vita neitt - eða ekki þykjast vita neitt um þessa meðferð. Hvað getum við gert til að vera meðvitaðri um það sem er að gerast akkúrat núna. Hvar er pottur brotinn í dag ? ..


Slökkviliðið og björgunarhelikopter á svæðinu !

Þríáringurinn hann Ísak Máni er í pössun hjá ömmu þennan daginn. Hann nýtur þess að leika með fjarstýrðan slökkviliðsbíl og rafhlöðuknúna björgunarþyrlu með fimmáringsins sem er nú fjarri föðurhúsum. Amman þarf að kalla ,,hjálp, hjálp" á fimm mínútna fresti og Máninn kemur og bjargar henni. Sprautaði að vísu ,,óvart" framan í hana vatni úr slökkviliðsbílnum áðan við mikla kátínu. LoL  Benti honum þá á að fara að slökkva frekar í brennandi blómum! ...

Annars njóta þessi tryllitæki hylli eldri karlmanna en þessara tveggja fyrrnefndu, en stundum komast gúbbarnir varla að fyrir pöbbunum!

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband