X D(avíð) ?

Ég er ein af þeim sem tilheyri ekki aðdáendaklúbb Davíðs Oddssonar og hef aldrei gert. Vil helst ekki heyra á hann minnst, en hef ákveðið að tileinka honum þessa færslu og svo verður það "clean cut"..

Ég heyri af Davíð allsstaðar, Davíð er til umræðu í matarboðum, saumaklúbbum, fjölskylduboðum, á kaffistofunni, við morgunverðarborðið, á BLOGGINU (auðvitað), en vonandi ekki í rúminu??  Fólk virðist skiptast í að annars vegar dýrka jörðina sem Davíð gengur á og hins vegar að óska þess að sú sama jörð myndi gleypa hann með húð og krullum.

Ég fór í matarboð um daginn með skemmtilegu fólki, en umræðan datt alveg út í að rökræða efnahagsmálin og þar af leiðandi Davíð Oddsson. Þetta er eins og pest sem smýgur inn um allt. Eftir matarboðið vissi ég meira um hvað Davíð væri að aðhafast heldur en fólkið sem ég kom til að hitta! .. Okkur konunum tókst að vísu að slíta okkur lausar frá borðhaldinu og fara að huga að áhugamálum húsfreyjunnar svona alveg í blárestina, en þá vorum við allar orðnar orkulausar og þreyttar af orkusuguefnahagsumræðu tengdri áðurnefndum Dabba.

Einhvers staðar verða að liggja mörk. Einhvers staðar verður fólk að fá hvíld og njóta þess að hittast og hafa huggulegar kvöldstundir án Davíðs og krepputals.

Látum ekki Davíð spilla vina- og fjölskyldusamkomum, nóg hefur hann gert samt!


Ég er sko alltaf með það..

Ég byrjaði einu sinni í sálfræðinámi, endaði það aldrei ...(en það er önnur saga) en Þegar við fórum að lesa almennu sálarfræðina varaði kennarinn okkur við því að þegar við færum að lesa um sjúkdómseinkennin, myndum við öll þekkja þau í sjálfum okkur. Hann hafði auðvitað rétt fyrir sér. Geðveiki, eða einkenni hennar, er í raun bara eins og við öll erum, hún er bara mjög ýkt! W00t ..  Við höfum flest  upplifað að fara upp og niður, það er bara eðlilegur "biorythmi" ... á meðan hann teygir sig ekki of langt upp eða niður.

Eins og hægt var að finna sálarleg einkenni í sálfræðibókinni, getum við fundið ýmis líkamlega einkenni með að gúgla! Ef ég finn hnúð undir hendinni, þjáist af hæsi í langan tíma eða maginn er skrítinn, finn ég alltaf einhvern hræðilegan sjúkdóm þegar ég slæ inn einkennin! Tounge ..

Í morgun var skorinn af mér ljótur blettur, já, alvöru blettur, suma bletti get ég ekki skorið burtu (verð að lifa með þeim)... og ég var auðvitað búin að gúgla svona bletti og fullvissa sjálfa mig um að ég væri með húðæxli af verstu gerð! .. Auðvitað trúi ég þessu öllu mátulega, en svona þegar það dettur í mann, málar maður skrattann á vegginn, eða gerir jafnvel úlfalda úr mýflugu, eða bara nefndu það!!.. LoL  .. held þetta kallist móðursýki. Að vísu ýki ég þetta svona oggu pinku pons, enda ekki skemmtilegt frásagnar annars!

Jæja. Ég fékk tvö (mjög góð) ráð hjá lækninum; Ekki byrja á jólahreingerningum næstu daga og ekki fara í "work out" eins og hann orðaði það. Saumurinn er á öxlinni og ekki má rífa upp sauma, hvorki með handlóðum né ryksugu! ...

 


Ég er Egill Helgason!

Samkvæmt könnun (hávísindalegri örugglega) á fésbókinni, sem heitir: Hvaða bloggari ert þú? ..er ég:  

Egill Helgason
Ég veit ekki hvaða aðrir bloggarar eru í boði, en þeir sem eru á fésbókinni geta væntanlega prófað þetta með því að smella
Ég er sko hrædd um að ég hafi ekki tærnar þar sem hr. Egill hefur hælana í blogginu, en kannski er bara enginn þarna í flórunni sem er nær mér LoL 
Ef einhver nennir að prófa þetta, er  algjör skylda að setja niðurstöðuna í athugasemdir hjá mér!

Óvissan var til Akureyrar

Jæja, nú ætla ég að fórna dýrmætu hádegishléi í vinnunni til að segja frá óvissuferðalaginu sem lagt var upp í á föstudag og komið heim úr í gær, sunnudag.

Óvissan var s.s. í mínu boði, fyrir manninn minn til Akureyrar, hvorki meira né minna. Hótel Akureyri var gististaðurinn, matarboð hjá vinum fyrsta kvöldið, bíltúr í böðin í Mývatnssveit, heitt kakó og ostabrauð í Dimmuborgum og  Bláa kannan kaffihús, grúskað í Eymundsson, Músagildran í leikhúsinu og svo (mjúkt) pasta á veitingastaðnum Strikinu. Skoðunarferð um innbæinn þar sem öll fallegu gömlu húsin eru.

Það óvæntasta við ferðina var að ég var búin að hafa samband við Hjörleif, vin Tryggva frá æskuárunum, og setja hann inn í óvissufléttuna og tóku hann og konana hans, Sigurbjörg þátt í því að koma honum á óvænt. Málið er að ég þekkti þau lítið sem ekkert, hafði bara séð þau í stóru boði einu sinni, svo þetta kom honum svakalega skemmtilega á óvart! Mikið "plot"..

Well, þetta tókst afar vel, fengum gífurlega fallegt veður á laugardag í Mývatnssveitinni og komum glöð og kát heim aftur! ... Held ég hafi ekki rekist á neina bloggvini, ... en aldrei að vita, oft erfitt að átta sig á mynum af fólkinu!

Heimilið kvatt..           Hjölli og Tryggvi á flugvellinum á Akureyri

 Hjölli og Tryggvi á flugvellinum   Á kaffihúsinu             Te og baka

 

 

Fallegt í Mývatnssveit    Í lóninu                 Frost og funi ..    

 

 Kakóveisla í Dimmuborgum

Hótel Akureyri     

Drykkur í hléi á Músagildrunni  Leikfélagið    Mín á leið í leikhús

Kirkjan hans Nonna       Kaþólska kirkjan     Útsýnið úr hótelinu  

(Þegar ég setti myndir og texta inn, var þetta voða fínt 4 myndir í röð í hverri línu og texti fyrir neðan, en þetta riðlaðist ... laga kannski siðar þegar ég hef tíma!)

Óvissa fyrir einn

Þann 1. september sl. byrjaði ég að plana óvissuferð fyrir manninn minn, en við höfum komið hvort öðru á óvart svona af og til sl. tæp tvö árin (en það er nú allur tíminn sem við höfum verið par). Í fyrstu óvissuferð bauð ég honum á hótel Heklu, í mat, gistingu og göngutúr, síðan hann mér á Búðir í svipaðan pakka. Nú er s.s. komið að mér aftur, og hefst ferðin í dag kl. 16:00. Þetta er brilljant hugmynd fyrir hjón/sambúðarfólk/vini o.s.frv. Veit ekki hvort er skemmtilegra að vera sá aðili sem býður upp á óvissuna eða leggur út í óvissuna. Bara gaman að koma á óvart og vera komið á óvart. Bandit ... Ég kjaftaði að vísu svolítið af mér (me and my big mouth) í gær, að vísu undir parkódínáhrifum. Hélt að ferðin myndi fara í vaskinn þar sem ég gat ekki séð að þetta gengi upp fyrir viku síðan, miðað við að ég var við "dauðans dyr" af kvölum. Svona getur allt breyst og er ég bara aum núna, og byrjuð að vinna og alles. Er auðvitað slöpp en að komast í gír.

En s.s. er á leið útúr bænum (býð sko ekkert til útlanda eins og árferðið er - það var að vísu betra 1.sept þegar ég hóf að plana, en það er í dag...þarf ekki nánari útskýringar við).

 

Úr fyrri óvissuferðinni, guðað á kirkjuglugga (mín með óbilandi áhuga á gömlum kirkjum og kirkjugörðum - ekki alveg í lagi) ...

 

 

FRÁ BÚÐAFERÐ .... og meiri kirkjur ..

Nú er spurning hvort kíkt verður á fleiri kirkjuglugga? ... Kemur í ljós á á sunnudag/mánudag! Cool


Leigubílstjórar víða um veröld

Síðast þegar ég ferðaðist með leigubíl var það milli flugvalla í Orlando. Tengdasonur minn pantaði bílinn.  Bílstjórinn átti að sækja mig á Sanford og aka til Orlando International. Aksturinn átti að taka 50 mínútur. Miðað við fyrrverandi reynslu af leigu/ og limmubílstjórum í Ameríku, þá var ég vissulega stressuð og var létt þegar ég sá að bílstjórinn sem eftir mér beið var ung  kona, sem ég komst síðar að að var frá Brasilíu, enda töluðum við alla leiðina á milli flugvéla um lífið og tilveruna, og þá aðallega lífið hennar í Ameríku.

Ég ferðaðist þó nokkuð mikið til Bandaríkjanna hér áður fyrr og lenti í nokkrum uppákomum. Einu sinni í bíl hjá svörtum ungum strák, sem reyndi að hræða úr mér líftóruna og spurði ógnandi með reglulega millibili "aren´t you scared" þar sem hann sveigði bilnum hægri vinstri á götunni. Ég vissi að ég yrði að leika töff á móti sem ég gerði, þó ég væri skíthrædd. Þegar við komum að hótelinu ætlaði hann að rukka mig um meira en tvöfalt gjald, hélt hann hefði hrætt það úr mér, en ég vissi þá hvað ferðin á milli þeirra staða kostaði, svo ég lét hann fá akkúrat upphæð en flýtti mér svo út úr bílnum/prísundinni.

Einu sinni ferðaðist ég með "limmo service" upp á flugvöll því systir mín sem bjó í New York, sagði það vera öruggara en að panta yellow cab! .. Bílstjórinn var snyrtilegur, svolítið Egyptalegur. Þegar við vorum búin að aka í miklu lengri tíma en eðlilgt var, að Kennedy flugvelli og komin eitthvað lengst uppí sveit, fór ég að svitna og hugsa allt hið versta. Ég tók á mig rögg og bað bílstjórann að spyrja til vegar, hann vissi örugglega ekki hvar hann væri. Hann maldaði aðeins í móinn fyrst, en ég heimtaði að hann stoppaði við bensínstöð sem var að nálgast. Hann gerði það og fór inn og ók svo beint á flugvöllinn, þar munaði aðeins örfáum mínútum að ég missti af vélinni. Ég vissi aldrei hvað stóð til hjá kallinum, kannski bara villtur, en skrítið að rata ekki á Kennedy-flugvöll þegar fólk hefur atvinnu af því að aka fólki.

Brasilíska konan sagði að hjá þeim bæðu konur oft um konur sem bílstjóra, þar sem þær væru óöruggar með ókunnan karlmann við stýrið og þeim þætti það eðlileg beiðni.

Já, ég var fegin að fá konu sem bílstjóra í Orlando og já, mér myndi líða betur að senda 14 ára dóttur (ef ég ætti hana) með konu í leigubíl. Svona er maður tilbúinn til að játa hræðslu sína. Menn með túrbana eru örugglega eins misjafnir og þeir eru margir. Menn án túrbana líka.

Ef við erum tvö eða fleiri á ferð þá skiptir mig engu máli hvers "kyns" bílstjórinn er, en ég játa óróleika  (að fenginni reynslu) þegar bílstjórinn er mjög framandi (sama hvaða litur) og talar jafnvel ekki tungumál þess lands sem hann er að aka í, en í því hef ég lent líka.


mbl.is Dýrkeypt hringing eftir leigubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Óli með árangurinn og til hamingju Stefanía Þóra Ólafsdóttir með eins árs afmælið!

Yngri dóttir Óla og Kristínar, Stefanía Þóra,  átti eins árs afmæli í gær, 12. nóvember. Wizard   Yndisleg lítil dama. Ólafur er uppeldissonur Tryggva míns og ólst upp hjá honum og mömmu sinni, Helgu Lilju, frá ca. sjö ára aldri fram á efri unglingsár.  Myndin hér að neðan er tekin þegar Stefanía Þóra kom fyrst í heimsókn til okkar, með mömmu og pabba og stóru systkinunum,  Helgu Soffíu og Einari Þorsteini, en það var sl. jól í miklu fjölskylduboði!

Tryggvi "afi" með Stefaníu Þóru sl. jól!  InLove


mbl.is Ólafur markahæstur í sigurleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær vísnagátur ..

Framarlega á fuglum sér,

fá sér smá í svanginn.

Fiskikarlakrókur er,

kjaft að rífa ei banginn.

-----

Þetta í bókum öllum er,

ólánsskipið hallar.

Gata í Vesturbænum er,

byggja tölvukarlar.

.. Jæja, út úr sitthvorri vísunni á að koma lausnarorð, lausnarorðið er hægt að finna í hverri línu fyrir sig. Well, bannað að svindla!


Sé nú ljósið við enda gangnanna, þar hefst óvissuferð!

Þó ég hafi aðeins náð að sofa í 2-3 tíma í nótt og svo aftur í 2 tíma í morgun, þá finn ég að hálsinn er loksins að gróa. Enn er aumt að tala og enn er ég á jógúrt/sheik/súpukúrnum, þar sem ég fæ eymsli af föstu fæði. Reyndi í bjartsýni að borða extrasúpervelstappaðan plokkfisk í gær, en fannst bara allt sitja fast!

Ég er búin að vinna svolítið  fyrir skólann, skrá inn einkunnir, svara skilaboðum og leysa úr einhverjum vandamálum, en á að vísu meiri skráningar eftir, - gott að geta starfað svona rafrænt!

Ég er náttúrulega búin að "sörfa" þvílíkt á netinu - og það hefur stytt mér stundirnar, taka í fóstur tvö börn; þau Tracy (5 ára) og Isaac (15 ára) á vegum ABC, en þau eru bæði frá Úganda og lifa við skort. Tracy á að vísu fjölskyldu en Isaac býr á heimili á vegum ABC.

Svo er ég búin að svara mörgum, þó ekki öllum áskorunum og kveðjum á Feisbúkk sem ég hef verið að fá. Auglýsti kampavínsglösin mín með 2000 merkinu til sölu  (þar sem ég hef ekki notað þau síðan 2000) og einhver sem lenti í jarðskjálfta þar sem eitt af hans hafði brotnað hafði samband og vildi fá glas. Ég bauð honum þau öll ex á þúsundkall, gaman ef einhver getur notið! 

En hvað um það, á morgun eða hinn ætla ég að fara í vinnuna OG á föstudag 14. nóvermber, var ég búin að plana óvissuferð fyrir bóndann, planaði hana í september og er búin að vera logandi hrædd um að hafa ekki heilsu í hana, en mér sýnist ég vera að hjara við!

Hann kíkir á bloggið mitt svo ég get ekki upplýst hvað ég er búin að skipuleggja, en það er sko margt skemmtilegt og óvænt sem ég segi frá á mánudaginn næsta.

Kreppi bara hnefann framan í kreppuna, jamm og jái. Cool

Takk fyrir  samhygð ykkar, er viss um að  knúsin og hjörtun hjálpi við batann.Heart

 


ABC ....

Tracy Nakiyingi

Þegar ég heyrði af vopnaða ráninu hjá ABC og heyrði neyðarkall þeirra ákvað ég að ég yrði að gefa eitthvað smá. Ég er a.m.k. ennþá aflögufær.  Ég hef verið styrktaraðili að líkamsræktarstöð Shocking og get því alveg eins, og miklu frekar, verið styrktaraðili barns. Ég féll alveg fyrir einlægum augnsvip þessarar 5 ára stelpu frá Úganda, sem er fædd 3.október 2003. Það var að vísu erfitt að velja og hefði ég viljað styrkja öll börnin.

Með því að styðja eitt barn, hjálpum við því með skólagöngu, læknishjálp og það fær eina máltíð á dag. Ef þú vilt styðja barn eða styðja ABC á annan hátt  smellir þú hér og fyllir inn þínar upplýsingar.

Ég set þetta hér á bloggið, ekki til að auglýsa að ég er að styrkja þetta mánaðarlega, heldur til að hvetja fleiri sem eru aflögufær, að gefa lágmark 2500 á mánuði til styrktar þessum börnum.  Það væri gaman að sjá fleiri svona færslur eða í þessum dúr.

Ég veit að sumir myndu telja að við eigum að líta okkur nær, ég mun svo sannarlega gera það líka, t.d. með því að selja/gefa eitthvað af "umframeignum" sem ég á hér í bílskur og fleira. Auglýsi það síðar, þegar heilsan leyfir (segir hún með titrandi röddu eins og hún sé orðin 107 ára). LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband