Færsluflokkur: Bloggar

Stytt prédikun um feminisma frá 2002

Prédikun um feminismann flutt í Kvennakirkjunni árið 2002 .. mín hefur sko lengi verið að!

10.11.2002
 Í Langholtskirkju, 10. nóvember 2002
Prédikun: Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðinemi.

Bæn
Leiddu mig Guð - eftir þínu réttlæti, sestu niður með mér og rabbaðu við mig, gjörðu beina brautina þína fyrir mér svo ég sjái hvert ég á að fara. Gefðu mér daglegt brauð og hjálpaðu mér við að fá að taka þátt í að baka það. Því að þú ert vinkona mín og vinur og ert með mér í gleði og sorg. Amen

Þori ég get ég vil ég
Hún er sjö ára gömul. Hún er stödd í sundhöllinni á Barónsstíg. Hún stendur hátt uppi á bretti. Allt of hátt. Hún fær fiðring í magann og kvíðahnút. Hún hefur verið stödd þarna áður en þá þurfti hún að bakka niður stigann, því hún þorði ekki að stökkva. Þau sem stóðu fyrir aftan hana í röðinni voru ferlega pirruð að þurfa að hleypa henni niður. En... þau þurfa þess ekki í þetta skipti því hún gengur út brettið og lætur sig gossa. Spliss - splass - vatnið frussast og hún fer á bólakaf, vatnið tekur vel á móti henni og hún skýst upp aftur og kemur upp úr brosandi út að eyrum og það eru engin smá eyru!

Hún þorði, hún gat og hún vildi og hún stökk.

Hún er 37 ára gömul. Stödd fyrir utan Háskólann. Hún fær fiðring í magann og kvíðahnút. Hún hefur verið stödd þarna áður, en hætti við, þá var það of erfitt og of mikil vinna með börnin. Hún sagði við Guð "Guð nú verður þú að hjálpa mér inn um þessar dyr".. og hún fann hvernig Guð krækti handleggnum í hennar og hjálpaði henni inn, .... og það var tekið vel á móti henni.

Hún gat, hún þorði, hún vildi og hún gekk inn.

Hún er fertug. Stendur í prédikunarstól í Langholtskirkju. Hún fær fiðring í magann og kvíðahnút. Hann stendur ekki lengi við, því að hún finnur að áheyrendurnir eru yndislegar konur og yndislegir menn á stangli, andinn er hlýr og góður og það er það sem þarf til.

Til þess að: ég þori, geti og vilji.

Kannski verður hún einhvern tíma stödd fyrir framan valnefnd í einhverri yndislegri kirkju. Hún fær eflaust fiðring í magann og kvíðahnút. Hún þorir, hún getur og hún vill. Hún vonar innilega að henni verði vel tekið. Að ef hún sé hæfasti umsækjandinn verði hún ráðin. Að farið verði að reglum. Hún vonar að réttlæti sé haft við og reynsla hennar sé metin að verðleikum. Það getur varla annað verið, því réttlæti er jú eitt af því sem kirkjan stendur fyrir.

(innskot 2009, þessi klausa hér á undan var sérstaklega sett inn í því við vorum mörg orðin þreytt á skrítnum mannaráðningum innan kirkjunnar og klíkuskap)..

Þori ég, get ég og vil ég.

Reynslan
Í söngnum um brauðin og rósirnar sem við syngjum um á eftir, er talað um reynslu ömmu og mömmu. Í kvennaguðfræði og feminisma almennt eða "alkvennt", setjum við upp gleraugu reynslunnar, sem þýðir að það sem við segjum og gerum endurspeglar reynslu okkar. Því fer þó fjarri að hér sé kominn hjáguðinn "Reynsla" - eins og sumir "fræðimenn" (djúp rödd) vilja halda fram.

Við megum ekki halda reynslu okkar aðeins fyrir okkur, slíkt væri eigingirni. Við deilum henni með hvert öðru til skilnings. Þarna er ég að sjálfsögu ekki að tala um að afskiptasemi, þar sem við vitum allt best -  Ég er þegar farin að æfa mig að vera ekki afskiptasöm amma - þó ég eigi engin barnabörn ennþá!

það getur nefnilega verið kúnst að miðla reynslu og það er líka kúnst að taka á móti henni. Við miðlum reynslu á einlægan hátt þar sem við hlustum, horfum, tölum og síðast en ekki síst hjálpum þar sem um það er beðið.

Ný og betri leið
"Saman tökum höndum það er ný og betri leið" - enn er sungið. Takið eftir því - ný og betri leið. Það er leið til árangurs, leið til réttlætis, leið til frelsis. Ef við pælum aðeins í því þá er auðveldara að leiðast í hring en í píramída - er það ekki? Þarna er ég að tala um muninn á því að vinna undir og að vinna með. En er þessi leið ný? Samræmist hún ekki einmitt leiðinni sem Jesús kenndi fyrir 2000 árum?

Hann bauð þau öll velkomin, konur, karla og börn. Hann boðaði frelsi og réttlæti, frelsi kvenna,karla og barna. Sagði hann ekki: "Komdu til mín, þig sem hungrar og þyrstir eftir réttlæti"

Áðan var lesið um frelsun Samversku konunnar. Jesús gaf henni lifandi vatn að drekka. Jesús settist hjá konunni og rabbaði við hana og hlustaði á hana. Það voru ekki allir sáttir við að Jesús hlustaði á hana og tæki á móti henni eins og hún var; kona og útlendingur. Jesús starfaði með konum og konur með honum. Hann tók mark á konum, og þær gátu óhræddar rætt við hann. Samfélagið með honum var frjálslegt og óþvingað.

Samfélag sem er eins og volg sundlaug sem óhætt var að demba sér útí. Það þarf ekkert endilega að vera hetja og stökkva af hæsta brettinu, heldur er hægt að nota stigann og fikra sig hægt útí. Láta sig fljóta, eða bara synda svanasund. Sundlaugin hans Jesú var notaleg og engar girðingar í kringum hana. Um sundlaugina hugsuðu konur ekki síður en karlar. Því miður fóru stórir karlar að blanda sér út í rekstur hennar og settu upp girðingar, sem virkuðu útilokandi, breyttu forsendum og leiðbeiningum. Konurnar hættu ekki að nota sundlaugina, en reglur settar af körlum voru þær sem giltu. Það var komin stjórn, yfirstjórn, og yfiryfirstjórn og í henni var engin kona.

Því miður hafa konur stundum þorað, getað og viljað taka þátt í uppbyggingu og samstarfi eins og Jesús ætlaði þeim í upphafi, en þeim verið hafnað á óréttlátan máta.

Það að vera kona á ekki að stjórna því hvað við veljum að vera í lífinu. Eins og hún Gerður kunningjakona mín sagði á Kaffi París um daginn. "Feminismi er að fá að vera samþykkt eins og ég er" Við verðum líka að vita að við séum velkomnar, þegar við sækjum um störf, hvort sem það eru stjórnunarstörf eða önnur störf. Hvort sem það er umsókn um brauð eða að baka brauð.


Fordómar og sköpun í mynd Guðs
Við höfum verið að ræða fallegu f - orðin í kvennakirkjunni, en það eru líka til ljót f-orð. Ljótt f-orð er til dæmis fordómar. Fordómar eru eflaust einn erfiðasti óvinur feminismans. Fordómar koma yfirleitt af þekkingarleysi og óöryggi, því eins og orðið gefur til kynna eru það For - dómar eða það að dæma fyrirfram. Það eru til margir tegundir feminista.

Feminismi er kvenfrelsi skv. orðabók, en hann er vissulega túlkaður á mismunandi vegu. Það eru til dæmis til róttækir feministar sem vilja bara allt karlkynið burt. Fyrir mér er það afskaplega fráhrindandi hugsun og hlýtur að vera í andstöðu við sköpun Guðs. En þið vitið að það er líka til kristið fólk sem vill samkynhneigða burt og það er einnig í andstöðu við sköpun okkar í Guðs mynd. Við erum öll sköpuð í Guðs mynd, konur og karlar, gagnkynhneigð eða samkynhneigð eða bara ókynhneigð ... og okkur er ætlað það verk, í sameiningu, ekki bara körlum að yrkja þessa jörð og gæta hennar og sundlauga hennar, baka brauð og borða það. Það er að mörgu að gæta.

Kvennakirkjuna taldi ég óþarfa áður en ég kynnti mér hana. Mér fannst að það ætti ekkert að vera að skipta hlutunum upp í kvenna og karla. Ég hef að vísu aldrei viljað karla í saumaklúbbinn minn. Sumt er kvenna og sumt er karla og njótum þess. Sumt er sam - og þá verður það að standa undir nafni sem slíkt. Sam-félagið okkar er til dæmis bæði fyrir kvenkyns og karlkyns manneskjur. Sömuleiðis kirkjan. Kvennakirkjan stendur undir nafni sem kvenna - kirkja og er ekkert að fela það.

Feminismi kaldur eða heitur?
Það hefði verið ónotalegt fyrir mig 7 ára gamla að lenda í ísköldu vatni, þegar ég stökk af brettinu. Eða þá að vatnið væri gruggugt og mettað bakteríum því sundlaugarvörðurinn hefði gleymt að setja klórinn útí vatnið. Við þurfum að koma feminískum sundlaugarvörðum að, og hella femismanum út í samfélagið og stofnanir þess. Við þorum, getum og viljum. (Þó hafa sumir ofnæmi fyrir klór og feminisma...:- ) Við getum líka hitað vatnið með ylnum sem fylgir feminismanum því feminisminn er heitur.

Við viðurkennum ekki köld kvennaráð ! - Nei takk ! ... Eða það að "Konur séu konum verstar" ? Ef við höldum áfram að láta halda þessu að okkur, af konum og körlum, og jafnvel halda þessu að okkur sjálfum, gætum við alveg farið að trúa því. Trúað því að konur séu konum verstar og það sé ólíft á kvennavinnustöðum þess vegna.

Kona þú ert sterk, flott og klár og þarft ekki að níðast á systur til að það sjáist hversu yndisleg þú ert. Ef einhver þarf að vera andstyggileg þá er það hún sem er veik og óörugg og þá reynir á að koma henni til hjálpar. Eflaust hefur einhver verið andstyggileg við hana og hún lætur það bitna á þeim sem hún þorir, það skyldi þó aldrei vera önnur kona ?

Saman tökum höndum/

við sjáum nýjan dag/

Á vinnustað og víðar/

við syngjum þennan brag

Það er til nóg brauð fyrir okkur öll. Vandamálið er kannski að við kunnum ekki alltaf að deila því niður. Sum vilja meira og önnur sitja hjá. Við höfum offitu í Ameríku og hungursneið í Afríku. Það er óviðuandi ástand og augljóslega rangt. Hverjir eru eiginlega við stjórnvölinn í heiminum ? ... þögn til íhugunar..

Feminisminn í framkvæmd
Þegar ég mætti á fyrstu kóræfinguna mína hjá Kvennakirkjunni fyrir tæpum hálfum mánuði, var þar á boðstólum kvarthluti af Hressó - rjómatertu. Talandi um offitu !  Þegar ég sá kökuna, sleikti ég út um, en hugsaði einnig með skelfingu, þetta verður aldrei nóg, ég fæ ekkert! En raunin varð önnur, ein útsjónarsöm kona tók sig til og skar í lekkerar sneiðar þannig að nóg var fyrir allar! Það var enginn ofstopi, engin afkoma þeirra hæfustu í gangi eða "survival of the fittest" en mikið hlegið og ég fann hvað ég var velkomin. Á kóræfingu hjá kvennakirkjunni upplifði ég feminismann í framkvæmd.

Feminisminn sem nýbakað brauð
Þegar ég vil halda veislu þá fer ég að leita í matreiðslubókunum mínum. Finn 1001 rétt sem mig langar að reiða fram. Ég loka yfirleitt bókunum og nota síðan hugmyndir sem hafa kviknað um leið og ég leit yfir uppskriftirnar. Það sem oft vill gerast í veislum er að við erum farin að borða rjómatertu með majonesi og heitan rétt með ostaköku. Allt þetta delikat dúllerí verður að einum graut á diskinum. Ég er betri í að borða rjómatertur en baka þær. Aftur á móti gengur mér ágætlega og hef gaman af að baka brauð. Það getur orðið ágætis veisla úr nýbökuðu ilmandi brauði og smjöri, og sultu úr berjalandi feminismans. Það má leggja brauðið á fallegt borð og skreyta með rauðum rósum. Þannig berum við feminismann fram, eins og nýbakað ilmandi brauð.

Verði okkur öllum að góðu. "

 Svona var ræðan mín árið 2002!

Var eiginlega sjálf búin að gleyma þessari prédikun, en langaði núna til að deila henni með fleirum. Á  þessum tíma langaði mig að starfa innan þjóðkirkjunnar, en mig langar það ekki lengur, hún er of köntuð fyrir mig og of margar girðingar, en ég virði alla þá, og á marga nána vini og vinkonur sem hafa valið sér að starfa innan hennar  .. það er bara ekki ég Heart .. og ég fæ gæsahúð að heyra orðið Drottinn því það minnir aðeins á drottnara og Guð er ekki drottnari í mínum huga.

Fyrir mér er Guð ein alheimssál, samþjöppuð af okkar sálum og við því hluti af Guði, Guð verður aldrei betri eða verri en summan eða margfeldið af okkur mannfólkinu og því er svo mikilvægt að hið góða nái að yfirvinna hið illa ...   Við erum aðeins dropar í stóru Guðshafi ..

Set þessar hugsanaperlur mínar fram fyrir þá sem hafa áhuga...

p.s. ekki láta þessar guðspælingar rugla ykkur ;-)  Jesús er lifandi veruleiki fyrir mér, þrátt fyrir óhefðbundna guðsmynd....


Samkynhneigður vísindamaður einangrar kristið gen :-)


Gleði, gleði, gleði - gangan .. að gefnu tilefni!

Ég freistaðist til að skrifa athugasemd hjá Jóni Vali Jenssyni, þrátt fyrir að hafa það að prinsippi að fita ekki púkann á fjóshaugnum.

Ég kommentaði s.s. á þessa færslu og skrifaði:

"Það sem fór í gegnum huga minn þegar ég stóð á Laugaveginum í gær með börnum og barnabörnum og fylgdist með Gay Pride göngunni, var hvað þessari stund fylgdi mikil gleði, vinátta og samstaða. Sá þarna fólk af öllum stærðum og gerðum með marglita kransa um hálsinn og flaggandi regnbogafánanum en litir regnbogans er tákn samkynhneigðra.

Þjóðinni veitir ekki af slíkum gleðidögum - veitir ekki af því að taka frí frá Icesave áhyggjum og pólitískum bragðarefum um leið og hún styður jafnréttisbaráttu samkynhneigðra. 

Ég styð það sem er kærleikans megin, styð mannréttindi (líka samkynhneigðra) og ég styð Hönnu Birnu!

Til fjandans með fordómana. Devil "

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.8.2009 kl. 20:43

Svar Jóns til mín:

68 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Jóhanna, ég get ekki annað en vorkennt þér sem guðfræðingi. Styður Hönnu Birnu í þessu athæfi hennar! Viljið þið ekki bara breyta Sjálfstæðisflokknum í yfirlýstan líberalistaflokk í öllum málum, andkristinn og and-konservatívan, með henni Þorbjörgu ykkar Vigfúsdóttur og vesalings Kolbrúnu Baldursdóttur? Flokkurinn er hvort sem er búinn að hafna sinni kristnu fortíð, með margvíslegum hætti."

Það skal tekið fram hér að ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, svo það er óþarfi að spyrða mig við hann, en ég styð Hönnu Birnu í þessu meinta "athæfi" hennar. Smile ..  Reyndar styð ég fólk úr öllum flokkum, því mér líkar bara nokkuð vel við marga í mörgum flokkum! .. 

Sama gildir um trúflokka, ég styð skoðanir margra í mörgum trúfélögum og reyndar utan trúfélaga líka auðvitað.  

Ég held reyndar að engar tvær manneskjur hafi 100% sömu trú né sömu stjórnmálaskoðun og því séu mengin mjög samofin og erfitt að draga skýr mörk eða landamæri.

Varðandi að mér sé vorkunn sem guðfræðingi þá vil ég miklu frekar stilla mér upp sem guðfræðingi við hlið Sr. Sigríðar Guðmarsdóttur sem hefur stofnað m.a. hóp á Facebook sem inniheldur fleiri liberal guðfræðinga og presta, þar sem farið er fram á að á Íslandi gildi ein hjúskaparlög frekar en við hlið Jóns Vals Jenssonar og hans  "lífsgilda".. 

Jæja, fyrst og fremst er ég manneskja  - líkar ekki þessi áhersla á flokkadrætti, stimpla og félög þó ég sé heilshugar með því að fólk stilli saman strengi og vinni í samtakamætti að góðum verkum, og ég er bara það sem ég er  .. Wizard   

Jæja, nú er kominn vinnudagur, þarf að undirbúa komu nemendanna í skólann, þ.m.t. samkynhneigðra nemenda, sumra sem líður bara vel í sínu skinni en sumra sem þurfa að glíma við fordóma og þarf að styðja gegn afturhaldsseggjum og sjálfskipuðum dómurum samfélagsins. 

Knús og kærleik til okkar allra  ..  Heart Love all Serve All

 


Hitti bloggvinkonu í mátunarklefa ...

Ég stikaði með Huldu systur upp Laugaveginn til móts við Gay Pride gönguna, átti þar stefnumót við Evu og Henrik með börnin. Þar sem Vala var að vinna í Sævari Karli (reyndar ekki í honum heldur í búðinni sem heitir Hjá Sævari Karli) fór ég þar inn í þann undraheim. Ég hafði, þar til í dag, ekki eignast flík þaðan, enda verðin "aðeins" fyrir ofan minn fjárhag.

Jæja, nóg um það við Hulda fórum til Völu niður í dömudeild og ég komst að söluhæfileikum dótturinnar. (Ég held það hafi verið síðast í gær að ég var ákveðin í því að fara að vera duglegri að spara)  Já, já, en hún fann til buxur - sem svoleiðis smellpössuðu á mömmu og fleira með 60 - 70% afslætti á útsölunni og ég endaði uppi með tvennar vinnubuxur og eina skyrtu!!.. Allt auðvitað svakalega vandað og fínt. 

Þar sem ég gerði eitt af mínum flottu entrance út úr mátunarklefanum, kom á sama tíma út úr sínum mátunarklefa glæsikvendi nokkurt í svörtum kjól. "Hvar hafði ég séð þessa konu" ... hugsaði ég; en hugsaði ekki lengi:  vá, bloggvinkonan Ía í Prag var þarna mætt í öllu sínu veldi. - Ég horfði á konuna og spurði svo varlega; "heitir þú ekki Ía"? .. og jú, sú var konan - og ég kynnti mig fyrir henni. 

Þetta var gaman fyrir okkur báðar, við knúsuðumst á staðnum og hlógum að þessum aðstæðum. 

Dagurinn í það heila var mjög góður, endaði ég með litlu fjölskyldunni á Café Paris og fengum við okkur Salat og erum nú komin heim í kaffi. 

Góður dagur!  Heart

..


Tveir ísar þegar maður er veikur sko! ...

Í dag er fimmta útskriftin frá Hraaðbraut og "sú gamla" er alltaf með. Þetta er ein mesta hátíð ársins hjá mér, og í raun uppskeruhátíð ;-)

Eftir uppskeruhátíð ætla ég að kíkja á hann Mána minn sem tognaði illa í gær greyið á hoppudýnu í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum og þurfti að fara á slysó. 

Hann var víst mjög þjáður, en fékk góð verkjastillandi lyf og þegar ég heyrði í mömmu hans í gær var hann að kalla "Mamma þegar maður er veikur má maður þá ekki örugglega  fá tvo ísa" ??.. 

Svo er ég víst búin að bóka mig í snúllupössun í kvöld, en umræddar snúllur eru  ungar systurdætur mínar Rósa og Ísold  en mamma þeirra er að fara í ammæl! ..

Á mánudag er svo "Girls Hike", en þá ætlum við systur og mágkonur að fara í Huldukot - ganga einhverja hrikalega göngu og fá okkur grill um kvöldið ....  gista og kannski hlæja svolítið saman, reyndar ekkert kannski þar! LoL

Óska ykkur góðrar helgar snúllur ... 


Svona er að borða rangt ...

Byrjaði daginn á að borða einhvern hollustu-skyr-bombu sem var mjög góð um 7:30! .. Jæja, .. hádegið kom og min borðaði bara eitthvað Ágústu Johnson hrökk-kex og te því henni var hálf illt í mallanum. Svo leið og beið og klukkan 17:00 var það eitt stykki banani. Bauð svo börnum og barnabörnum í kvöldmat og matseðillinn var Tikka Masala kjúklingur m/hnetum, bönunum, tzaziki sósu, rauðvínsglas, sterkt kaffi á eftir o.fl. o.fl. og þá var ég búin að planta of miklu brasi og sterkri sósu líka  í likamann svo það fór sem fór.

Er ofurviðkvæm í maga, og vaknaði uppúr 5 með kvalir :( ... og hef reyndar ekki sofnað síðan.

Það trúir því eflaust enginn, en þessi magaverkjaköst leiða út í bakið, handlegg og niður eftir vinstra fætinum (allt vinstra megin)  .. og eru MJÖG kvalafull, geta staðið í marga klukkutíma ... eftir að þau hjaðna þá finn ég enn eymsli á eftir .. hef fengið þetta með mjög óreglulegu millibili síðan ég var tvítug .. svo ekkert nýtt í gangi..

Passa mig að eiga ekki svona rugldag í mataræði á næstunni.


Hæ, hæ, ...

Velkomin þið nýju lesendur að bloggi. Hér leynist nú lítið djúsí, aðllega að röfla um aðhaldið mitt þessa dagana, - hefði eflaust verið meira spennandi að tala um viðhald en aðhald.. ;-)

Ekki eru allir "útíbæ" ánægðir með bloggið mitt og finnst ég níðingur hinn mesti, svo ég tók á það ráð að læsa bara á óánægðar sálir en hleypa ánægðum inn.

Því treysti ég, lesandi góður, að þú sért ánægð sál! :-) ..  (popoppið virkar ekki - svo ég get ekki notað broskallana)

Kær kveðja,

Jóhanna .. verðandi mjóa!


Nágrannar

Hér á bak við hús er sameiginlegur garður, með borði, stólum, nokkrum pottum fyrir sumarblóm o.fl. Við mæðgur ræddum það að það væri upplagt að kynnast nágrönnunum með því að stinga upp á vinnudegi í garðinum, fúaverja húsgögn, hirða arfa úr blómabeðinu og setja sumarblóm í pottana.

Við létum því verða af því áðan að ræða við efri og neðri hæð, erum í miðjunni, og a.m.k. neðri hæð var mjög "game" að hafa garðdag næstu helgi! ;-)  Þau stungu upp á því að grilla svo í lokin, úúúú.. gaman, gaman. Smile

Það er alveg bráðlífsnauðsynlegt að eiga góða nágranna - og svo eigum við auðvitað Sissu og Jónas á móti, sem læsa sig úti til skiptis og fá hér griðarstað!

Í 2 mín göngufjarlægð er einstaklega vinveittur nágranni, en það er auðvitað Lotta sys og ef ég geng í 5 mín er líka vinveittur nágranni - en það er auðvitað Hulda sys! ..

Ekki í vandræðum með kaffið þessi kona!

Læt vita á morgun hvort ég hef lést eða ekki .. dagur 2. í átaki er að líða í dag og ég hef haldið allt sykurbindindi og borðað aðeins hollt og gott. Fer í tímann 6:20 á morgun.

Kveðja, Jóga pók.


Ljósakrónan hennar ömmu Charlottu loksins komin upp! ;-)

 Amma og afi bjuggu frá 1945 á Bergstaðastræti og þessi ljósakróna hékk þar uppi. Þar áður bjuggu þau og voru presthjón á Borg á Mýrum og þarf ég að komast að því hvort að krónan hékk þar eða hvort þau fengu hana eftir að þau fluttu í bæinn (föðursystkini mín vita það eflaust).

Inga frænka erfði hana  og hafði verið með hana í geymslu frá því að búið á Bestó var gert upp. Stuttu eftir að ég útskrifaðist  með guðfræðipróf frá H.Í., cand. theol,  í febrúar 2003 var hún svo elskuleg að gefa mér ljósakrónuna í tilefni af því, en hún þurfti viðgerðar við.

Ljósakrónan er búin að flytja með mér frá Nýlendugötu í Hulduland í Sigtún á Réttarholtsveg og upp í Kleifarás, en aldrei náði ég að hengja hana upp né láta gera við hana.

Þegar ég flutti núna fyrir ca. 10 dögum sá ég að ljósakrónan myndi passa vel í húsnæðið og fór að tala um að gera við hana. Tryggvi var ekki lengi að taka við sér, og púslaði henni saman, en það vantaði einhverja hlekki o.fl.  Ég fór og keypti peru sem vantaði og bingo.

Tryggvi var svo spenntur að hengja hana upp að hann ætlaði að gera það þegar ég var búin að leggja lambalærið á borðið Eurovisionkvöldið, en mín sagði "Nei" eftir matinn takk! ;-)

Svo var sest við Eurovision en Tryggvi fór að hengja upp krónuna. "Púff" sjónvarpið datt út! ..og ég hljóp til að vita hvort að hann væri "í stuði" eða ekki. Hann reyndist sem betur fer heill en var þá skammaður fyrir að trufla Eurovision! hehe..  Kom þá og settist með okkur, en Hulda og Doddi vinir okkar, ásamt Dúddu frænku voru hjá okkur að horfa.

Í hvert sinn sem Tryggva leist ekki á atriði (og var það oft) sagði hann "jæja best að fara að festa upp krónuna" .. en við þorðum auðvitað ekki að taka áhættuna. Krónan var sko ekki sett upp fyrr en við vorum örugg með 2. sætið. Veit ekki hvort við hefðum náð því hefði rafmagnið farið að klikka! ;-)

Brittany frænka mín var boðin með Tobba og Ástu í Eurovision partý í Garðabæ og svo fóru þau í "Bar Hopping" eins og þau sögðu það. Ég heyrði langar leiðir að þau voru að koma heim, um 4 um nóttina, en það var söngurinn í syni mínum sem gerði það að verkum, þar sem hann kyrjaði norska lagið af öllum lífs og sálar kröftum, varla nágrönnum til mikillar gleði!

 

Unga fólkið bíður eftir Taxa og búið um  Brittany í sjónvarpsherbergerinu og hún  komin í samband við Ameríku í tölvunni ...


Amma tótallý flutt á feisbúkk eða hvað?

Hey, hey, hey we say ho, ho, ho.. ég hef ekki bloggað neitt síðan afmælisbloggið um Mána og hef bara verið í óstuði til þess. Líklegast hefur konan sem "aldrei les bloggið mitt en fréttir bara af því af afspurn"  þurft að liggja bara í Séð og Heyrt til að fá eitthvað krassandi í æð LoL .. (smá dylgjur, má bara til er í svo góðu skapi).

Nú er litla dótturdóttirin sem fæddist 7. maí sl. komin með nafn og heitir hún Elisabeth Mai. Það er auðvitað vel danskt, enda pabbinn danskur. Reyndar fann ég eina formóður mína; langalangalangalangaömmu, sem var fædd 1779 sem bar nafnið Christiane Elisabeth enda fædd á Sjálandi.

Stoltur STÓRI bróðir!

 Óska ykkur góðs laugardags, og ÁFRAM ÍSLAND!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband