Færsluflokkur: Bloggar

Ísak Máni 5 ára í dag, 27. apríl 2009!

Ömmustrákur; hann Ísak Máni er fimm ára í dag. Við hringdum í hann í morgun og sungum auðvitað afmælissönginn, .. þar sem reyndar mamma hans (stríðnispúkinn)  hvíslaði að honum að segja "takk amma gamla" ..  LoL   en svo býður hann vinum sínum í Ævintýraland í dag. Mamma hans er komin 38 vikur á leið, svo það er léttir að þurfa ekki að taka á móti 16-18 fjörugum krökkum heima. Wizard

Stúdent_Helga_2008 015
Máni í sparifötum í fyrravor
Matarboð_30.apríl_2008 003
Bestustu vinirnir Tryggvi Klemens og Ísak Máni.
24.apríl 2008 017
Ísak Máni og amma gamla vorið 2008 (vel þessa mynd þar sem ég er ungleg!W00t)
 Máni og mamma
Ísak Máni og stríðna mamman Eva Lind á 25 ára afmæli mömmunnar.
Ísak Máni
Snúlli .. InLove
TIL HAMINGJU
ÍSAK MÁNI!


Bí Bí og Blaka, Kosningavaka ..

Klukkan er 3:21 og mín bara vakandi! .. Vorum með gesti í allan dag, og langt fram á kvöld, spiluðum spil sem heitir Hálftólf, börnin léku og fóru í heita pottinn, Svigesonnen var settur í að grilla og svo var bara spilað meira.

Á morgun, eða réttara sagt í dag stefnum við á  Kardemmommubæinn með pjakkana. Veit ekki hver hlakkar mest til! Smile


Er rétt af Sjálfstæðismönnum að hella upp á unga fólkið fyrir kosningar?

Þarf kannski að stuðla að drápi heilasella til þess að unga fólkið kjósi Sjálfstæðisflokkinn ?

Hringt var í stjúpdóttur mína, liðlega tvítuga, til að bjóða henni til bjórdrykkju á Sólón, einhvern veginn fer þetta fyrir brjóstið á mér. 


mbl.is Sögulegar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komandi líf, spinning, skapandi skrif og vascular dementia

  • Komandi líf = Nú er komið á hreint að dótturdóttir mín á að koma í heiminn þann 7. maí næstkomandi, er ekkert smá spennt! Smile Hún verður tekin með keisaraskurði, af ástæðum sem hér verða ekki greindar.
  • Spinning = Ég er búin að láta mig drabbast niður og hef borðað of mikið svo nú þykist ég ætla að taka mig á í spinning, sem er auðvitað besta fitubrennslan - auk þess að ég er aldrei í betra skapi heldur en eftir tíma. Fæ mér svo góðan og nærandi spínatdrykk á eftir og líður eins og milljón, hvernig sem það er nú.
  • Skapandi skrif = Fyrsta kvöldið af fjórum í námskeiðinu Skapandi skrif var í gær og ef mér líður eins og milljón eftir spinning, þá líður mér eins og trilljón eftir Skapandi skrif. Ótrúlega frumlegt og abstrakt námskeið og kennsla, gott að fara svona út úr hugsanakassanum! ..
  • Vascular dementia = æðavitglöp, en það er það sem hrjáir hana mömmu mína. Það er sorglegra en tárum taki að segja frá því, það nístir okkur inn í merg og bein að fylgjast með henni verða þessum sjúkdómi að bráð og særir okkur afkomendur hennar. Get ekki skrifað meira um það því ég bara blindast af tárum. Frown 

Líf mitt (og okkar allra) er s.s. eins og veðrið, skiptast á skin og skúrir. Litli kúturinn hann Máni á afmæli bráðum og hann fær alveg örugglega sér bloggfærslu fyrir afmælisdaginn sinn.

Eitt af því sem ég lærði í gær var að það að vera í essinu sínu væri í raun að vera maður 100% maður sjálfur. "To be in your essence" .. að vera í kjarna sínum! Þetta fannst mér sko sniðugt!

Stefni að því að vera í essinu mínu í dag og vona að þið verðið það líka!  


Rangur maður í vitlausu húsi?

Hún gekk hægum skrefum eftir sandinum, norðangarrinn lét öllum illum látum og þeytti upp mittissíðu hári hennar, en hún fann ekki til  kulda, fann aðeins heitt hjartað slá hraðar eftir því sem fætur hennar báru hana nær vitavarðarhúsinu. Hann beið hennar þar í bláu duggarapeysunni, með tóbaksklútinn og dökkann úfinn kollinn - ómótstæðilegur, svo grófur en jafnframt svo ólýsanlega mildur.  Hún var sú eina sem þekkti djúpstæð leyndarmál hans...  

.. í næsta kafla

Hann greip ákveðið í hana og hélt þéttingsfast,  hann tók andköf yfir þessari englaveru og fann heit læri hennar í gegnum þunnt efnið í pilsinu, þá án nokkurar viðvörunar var gömlu vitahurðinni hrundið upp; Ástþór Magnússon var mættur á svæðið, hann horfði sínum flóttalegu augum á parið, hann lét sér ekki bregða -  hóf  upp raust sína og söng: ..

Ég er rangur maður
Á röngum tíma
Í vitlausu húsi
Ég er rangur maður
Á röngum tíma
Í vitlausu húsi
jejeje


GUÐ ER ..

Ég kom heim eftir hvíld í sumarhúsi í gær og rak nefið í bókahilluna og rifjaði þá upp bókina "The Power of Now" eftir Eckhart Tolle, einn frábæran hugsuð að mínu mati og "Spiritual Leader" eins og hann segist nú vera. Bókin hefur að vísu verið þýdd og heitir á íslensku:

Mátturinn í Núinu.

Ég las þessa setningu: "The Word God has become empty of meaning through thosands of years of Misuse" .. í lauslegri þýðingu:  "Orðið Guð er orðið innihaldslaust vegna þúsunda ára misnotkunar."  Tolle notar orðið Being í stað orðsins Guð, og mig minnir að Being sé þýtt Verund.

Með misnotkun á hann við að fullt af fólk sem á engan hátt hefur upplifað, ekki einu sinni, snefil af hinu heilaga þykist geta tileinkað sér Guð og talar um Guð af sannfæringarkrafti eins og það viti um hvað það er að tala. Eða að fólk talar á móti Guði eins og það viti eitthvað hverju það er að mótmæla.

Það sé ekki rétt að tala um  "minn Guð" eða "þinn Guð" .. því það verður til þess að fólk segi "minn Guð er réttur - þinn er falskur" .. Pælið í egóismanum í því!

Tolle telur að hugtakið Guð hafi þróast í  lokað hugtak. Um leið og orðið Guð sé nefnt kvikni yfirleitt einhvers konar mynd; kannski ekki lengur myndin af gamla manninum með skeggið, en þó kvikni huglæg mynd af einhverjum eða einhverju utan okkar og hann telur það yfirleitt karlkyns mynd. (Surprise, surprise)  

Í raun geti hvorki orðið Guð eða Verund útskýrt það  sérstaka og heilaga sem liggur að baki orðinu.  

Margir hafa tilfinningu fyrir þessari Verund/Guði en sum okkar hafa enga tilfinningu og sjá því aðeins Guð í bók. Guð sem aðrir hafa lýst, sumir af tilfinningu en aðrir eru aðeins að lýsa sínum hugmyndum.

Ég ætla að halda áfram að nota hugtakið Guð, því ég þekki það best og vonast til að við hættum að misnota orðið Guð. Guð er ekki karl og heldur ekki kona, Guð ER.

Guð er í þér og Guð er í mér - sem betur fer. Heart


Sumir safna þjóðbúningadúkkum ..

.. aðrir börnum frá mismunandi heimsálfum, er þetta normal?


mbl.is Jolie vill barn frá Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dáleiðsla?

Ég var með það mikilvæga hlutverk að koma Tryggva Klemensi og Ísaki Mána í draumalandið í fyrrakvöld. Þar sem þeir voru frekar órólegir þegar í bólið var komið ákvað ég að fara með þá í "andlegt ferðalag" .. þ.e.a.s. í nokkurs konar hugleiðslu; ...

"Fyrst slökum við á og líkaminn verður eins þungur og steinn og við sökkvum ofan í dýnuna... við vefjum okkur fallegum litum og ljósi og svo sjáum við fallegan hvítan svan og við setjumst á bakið á honum.... fljúgum hátt, hátt, í dimmbláan himin með gulum, grænum bláum tindrandi stjörnum. Sjáum hvar Ísland verður minna og minna, húsin okkar, bílarnir og fólkið. Við fljúgum yfir sjóinn, lengi, lengi og meira að segja tökum lúr á svaninum okkar. Þá förum við að sjá sól og grilla í strönd og sjó. Já, já, nálgumst Flórída og lækkum flugið, nei, þarna stendur Vala á ströndinni og Jake líka - og þarna hoppar hundurinn hann Simbi. Gaman, gaman, við lendum á ströndinni og þau bíða með þykk og falleg handklæði. Við fögnum Völu og Jake og svo hlaupum við í hlýjar öldurnar, leikum okkur heillengi í sjónum. Hvílum okkur svo á handklæðunum okkar og liggjum í sólinni. Við fáum okkur ís og njótum okkar, fáum svo að gista eina nótt í fínu íbúðinni þeirra, en svo verðum við að kveðja og halda heim á leið.. við förum á bak svaninum og fljúgum hátt, hátt aftur upp í dökkbláan himininn" ....o.s.frv....

Já, þetta sagði amma/Jóga við strákana sína og einhvers staðar á leiðinni steinsofnuðu þeir - en sagan er ekki búin! LoL ..

Þegar ég kom framúr á laugardagsmorgun var búið að draga fram sundfatakörfu og litlu drengirnir orðnir "Sólstrandagaurar" komnir i sundskýlur og stuttermaboli, .. með sundgleraugu klár. Nú skyldi farið í sund sko. Máni er nýstiginn upp úr lungnabólgu og amma var ekki alveg á því í kuldanum, en þeir gerðu gott úr því og nú hefur stofunni hjá okkur (ennþá á sunnudagsmorgni) verið breytt í sólarströnd. Búið að leggja út teppi og kodda og þeir selja aðgang að ströndinni..  

   ....


Simpsonaður Davíð ...

.. .  

Davíð Oddsson að halda ræðu á Landsfundi .... W00t  ...

 

Er reyndar  með ranga sjálfsmynd ...

 

Hannes Hólmsteinn ánægður með sinn mann .. en

Vilhjálmi er ekki skemmt ...

 


mbl.is Vilhjálmur: Ómakleg ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með Dalai Lama á koddanum ;-)

null Nú fer bráðum að gefast tími til að hugleiða. Ég lýsti því yfir við morgunverðarborðið í gærmorgun að mig langaði svo til að lesa bókina um Dalai Lama og minn elskulegi hefur augljóslega hlustað í það skiptið, því í gærkvöldi var bókin komin á koddann. InLove 

Ég náði aðeins að lesa nokkrar blaðsíður, en var þá alveg búin. Það er búið að vera svakalega mikið að gera undanfarið, bæði í vinnu og einkalífi og  hef ekki haft tíma til að skrifa neitt hér, né skrifa athugasemdir hvorki hjá sjálfri mér né öðrum. Kíki við hjá bloggvinum um helgina! Smile ...

Ég er nú búin að mæta tvisvar í spinning og tími nr. 2 var aðeins skárri en nr. 1. Finn að þolið mitt er ekki upp á marga fiska, en komst í 100% púls í gær - að vísu standandi á hjólinu undir einhverju brjáluðu Tinu Turner lagi! ..

Í dag tekur annar fjörugur dagur í vinnunni við, er að undirbúa næstu lotu og byrjuð að taka við umsóknum - svo eru sjúkrapróf á morgun. En eftir prófin á morgun þá fæ ég Mánalinginn, elsku ömmustrák. 24.apríl 2008 016

Við munum auðvitað hafa kósý kvöld og njóta þess að vera saman. Stundum langar mig bara að vera "gamaldags" amma, sem er alltaf til taks fyrir barnabörnin - það kemur vonandi að því. Kannski geri ég breytingar á lífi mínu eftir lestur Dalai Lama?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband