Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 20. mars 2009
Ísland er mitt draumaland ... hvað sem hver segir ;-)
Ég er ekki tilbúin að líta á mig eða okkur Íslendinga eftir því hvernig aðrir sjá okkur þegar á móti blæs. Hefur ÞÚ eitthvað til þess unnið að litið sé niður á þig? .. Við eigum svo yndislega fallegt land, falleg fjöll, hreint loft og vatn, laus við flestar pöddur og moskítóflugur..
Fullt af fólki er að vinna við sjálfboðastarf, veitingastaður í bænum gefur súpu, snyrtifræðingur gefur Hjálpræðishersskjólstæðingum fótsnyrtingu einu sinni í viku. Í heimsóknartímum hjá mömmu sé ég fullt af góðu fólki leggja vinnu í að gleðja gamla fólkið. Það er margt gott að gerast ..
En betur má ef duga skal og enginn á að fara að svangur að sofa. Enn og aftur hvet ég okkur til dáða, rétta út hendi þeim sem þarf. Á meðan við sinnum sjálfum okkur og í framhaldi af því náunganum þá þurfum við ekki að skammast okkar.
Stöndum stolt - Látum engan blaðamann útí heimi segja okkur að við séum svona eða hinsegin - við vitum alveg að við erum bara alveg ókey (svona langflest )
Fólk er ekki fífl og Íslendingar eru þar engin undantekning. Ísland er og verður alltaf mitt draumaland.
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjallaheiða
með sælu sumrin löng.
Þar angar blómabreiða
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég,
þar aðeins við mig kann ég,
þar batt mitt tryggðaband,
því þar er allt sem ann ég.
Það er mitt draumaland.
Íslendingar engir hálfvitar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Misses Butcher Apron
Mín er að fara að halda partý, já svona þematískt og hef haldið þau nokkur; mexíkósk, hippa, diskó, indjána/kúreka, skræpótt og ég veit ekki hvað!!!. Nú er komið að 70´s party sem við erum búin að bjóða "nokkrum" vinum okkar í á laugardag.
Ágætt að gleyma sér aðeins í svona nostalgíu. Þegar ég googlaði 70´s pattern; fékk ég ýmis mynstur en fékk ég upp þetta skemmtilega snið, sem er kallað "Misses Butcher Apron" en man eftir systur minni einmitt í ekki ósvipuðum skokk og þessum rauða hér að neðan, sem hún reyndar hannaði sjálf! ..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 16. mars 2009
Margir "sigurvegarar" ...
Ég vona að allir ný-yfirlýstir sigurvegarar séu vinninganna verðir, hvar í flokki sem þeir finnast. Ég hef nú gefið auga góðu fólki sem er hvergi á blaði sigurvegara. Mér finnst keppnisaðferðir margar hverjar skrítnar og sorglega miklu fé varið í þetta allt.
Það sem íslensk þjóð þarf núna er að við förum að tala vel um hvert annað, við hvert annað og krækjumst hönd í hönd til uppbyggingar. Lýsum fram á veginn búum okkur til markmið og jákvæða framtíðarsýn. (Já, já, svolítið síkret inn í þetta)..
Við erum öll eins og við erum og flokkarnir eru augljóslega eins og þeir eru og munu ekkert breytast. Ég virði nýju framboðin fyrir að reyna; L-listann og Borgarahreyfinguna en er hrædd um að L-listinn tapi á því að vilja ekki ræða við Evrópusambandið og Borgarahreyfinguna virðist skorta andlit og kynningu. Hún er svolítið í móðu fyrir mér.
Að breyta stjórnarskrá einni og sér gerir lítið gagn. Það er eins og með skólana með fínu eineltisvarnaráætlanirnar en svo er allt "löðrandi" í einelti. Ísland stendur og fellur með fólkinu. Hver og einn þarf að taka til í sínum ranni, huga að sínum nánustu - og svo sínum næstnánustu og svo koll af kolli. Þegar við höfum öll náð saman, hönd í hönd og náum þar að auki að rétta hjálparhönd, þá fyrst getum við kallast sigurvegarar.
Birkir Jón sigurvegari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Sunnudagur, 15. mars 2009
Hafragrautur ekki allra ..
Við áttum góðan dag í gær. Fyrst fórum við í heimsókn til Evu, Henriks og Mána og svo áttum við von á heimsókn systra minna og mömmu sem tók sér leyfi frá Landakoti, svo litla fjölskyldan kom með okkur aftur heim og dvaldi fram yfir "Gettu betur".. Tryggvi keypti súkkulaðiköku og við hituðum kaffi og svo misstum við okkur aðeins í þjóðfélagsumræðuna(sama hvað mamma reyndi að stöðva okkur).
Já hitinn er orðinn svo mikill. Nú skal sparað á leikskólunum - sparað í mat barnanna, ekki lengur morgunkorn í boði, hafragrautur er það heillin eða éta það sem úti frýs!
Við spekúleruðum hvort að sparað væri í mötuneytinu í herbúðum Borgarstjórnar, eða hvort að gúmmelaðið væri skorið við nögl á nefndarfundunum? Hver skyldi geta svarað því?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 14. mars 2009
Þakkarvert starf björgunarsveita - ætti að stofna andlegar björgunarsveitir líka?
Ég ligg hér upp í uppháldssófanum mínum, með stóru ábreiðuna sem börnin gáfu okkur Tryggva í jólagjöf. Úti er stormur og kuldi, en fólk er úti að berjast við kulda og trekk, fast í bílum og sem betur fer eru til björgunarsveitir! Það er ekki hægt að þakka það nógsamlega.
Ég ligg hér upp í uppáhaldssófanum mínum, með stóru ábreiðuna sem börnin gáfu okkur Tryggva í jólagjöf. Ég er södd, fékk kaffi og ristað brauð með osti í morgunmat, ég er heilsuhraust ég hef atvinnu og er andlega hress, þegar ég hef átt erfitt hef ég getað leitað mér hjálpar (og hef gert það) en það kostar peninga. Úti, þarna einhvers staðar er fólk sem er ekki í þeirri stöðu sem ég er. Fólk sem þarf agút hjálp, kannski líður einhverjum illa á sálinni en það kostar 8000.- krónur lágmark að leita sálfræðings!!!.. Hvar eru björgunarsveitir þessa fólks? ..
Ef við lendum í skafli koma sjálfboðaliðar og hjálpa okkur lausum, en neyð okkar af andlegum toga getur verið alveg jafn aðkallandi en enginn kemur, enginn kemur til að losa okkur úr skafli sem við sitjum föst í - hversu hátt sem við hrópum. Úrræði vantar. Úrræði sem ekki kosta hönd og fót.
Ég þekki þetta svo vel úr eigin starfi. Starf mitt er með ungu fólki. Unga fólkið okkar vantar úrræði, oft hef ég bent einstakling á að leita sálfræðings eða fá andlega aðstoð, en svo kemur í ljós að hann á ekkert bakland eða baklandið er í verri málum en hann sjálfur. Peningar eru hreinlega ekki til fyrir þeirri aðstoð sem viðkomandi þarf! Þetta úrræðaleysi nagar mig ...
Það er spurning hvort málið væri að stofna einhvers konar sjálfboðabjörgunarsveit fyrir fólk í krísu. Einmana fólk, unglinga með vandamál, öryrkja sem þurfa hjálp o.s.frv.?
Kirkjan ætti kannski að taka þetta svolítið til sín, vera betra skjól þeim sem þurfa, en ekki eru allir tilbúnir að leita til kirkjunnar - finnst að ekki eigi að blanda Guði inn í sín mál..
Ég er bara að hugsa upphátt núna, er ekki komin með fastmótaða mynd af þessu, en þið mættuð alveg bæta í hugmyndabankann - úrræði fyrir þá sem sitja fastir í andlegum sköflum lífsins og þurfa björgunarsveit til hjálpar? Hvað finnst ykkur?
Björgunarsveitir að störfum í vonskuveðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Hver stýrði þeim sem stýrði bönkunum?
"Jóhanna sagði að kannanir sýndu að almenningur telji að þeir sem stýrðu bönkunum bæru mesta ábyrgð á því hvernig komið væri fyrir okkur og flestir sérfræðingar sem hefðu farið yfir þróun mála væru sömu skoðunar."
Hver var yfir þeim sem stýrðu bönkunum? ... Hver var yfirmaður bankamála?
Græðgin varð skynseminni yfirsterkari" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Jóhönnur undir feldi
Það hafa fleiri Jóhönnur legið undir feldi undanfarna daga. Að vísu ekki mikill tími til legunnar vegna anna. Ég hef setið á rökstólum með sambýlingnum og hópi vel viljandi fólks undanfarið, við höfum verið í miklum "brainstorm" hvort að við gætum sett saman lista sem myndi svara þörfum þeirra sem væru óákveðin. Svara þörfum FÓLKSINS, því vissulega á pólitík að snúast um fólk fyrst og fremst. Já, við erum að tala um einn flokk í viðbót!
Sumir hafa gert grín að því að starfsreynsla Jóhönnnu liggi í því að vera flugfreyja, en að vissu leyti hlýtur það að vera einn af hennar kostum, því þjónustulundin er undirstaða flugfreyjustarfsins. Svo hefur auðvitað allt fólk sem komið er af barnsaldri einhverja lífsreynslu í fararteskinu, sem ætti að auðvelda því að setja sig í spor annarra.
Ég hef mikið hugsað út í það hvað ég persónulega gæti gert í pólitík og hvar minn styrkur lægi. Fjölbreytilegur náms-og starfsferill og brokkgeng ævi, þar sem ég hef unnið við skúringar, aðhlynningu aldraðra, sem aðstoðarskólastjóri, sjálfstyrkingarnámskeiðahald, innan kirkjunnar við sunnudagaskóla, við sölumennsku o.fl. o.fl.
Lífsreynsla mín er fjölbreytt. Ég hef bæði gengið með storminn í fangið og fengið hann í bakið. Ég vinn stöðugt í því að læra af því sem ég hef reynt og nota það á uppbyggilegan hátt þannig að mér takist að virkja storminn mér í hag.
Allir sem þekkja mig og hafa lesið bloggið mitt vita að ég er mikill jafnréttissinni í hjarta mínu og málefni alls fólks - enginn þar undanskilinn kemur mér við. Ég er mjög frjálslynd í trúmálum og tel að á meðan leiðin að kærleikanum er vörðuð án ofbeldis eða valdníðslu sé hún rétta leiðin.
Ég trúi á varnarmúra en hata valdamúra.
Við þurfum að fara að taka ákvörðun um áframhald, okkur vantar gott fólk í hópinn, fólk sem er siðað og kemur fram við náungann af kurteisi og er tilbúið að vinna opinskátt - við erum ekki öfga hægri eða öfga vinstri, við erum fólksins fyrst og fremst.
Ég vil vinna fyrir nútíð og framtíð unga fólksins, öryrkja, gamalmenna, einmana fólksins .. og bara alls fólks í landinu.
Dóttir mín sagði mér nýlega að mikið af ungu fólki væri komið með upp í kok af pólitík þessa lands og ætlaði að skila auðu. Það er ein af meginástæðum þess að mér finnst að við þurfum einn flokk í viðbót sem svarar þörfum unga fólksins. Stýrir landinu ekki í sama farveg og það var komið. Við höfðum villst af leið - við þurfum ekki aftur þetta eyðslusamfélag þar sem enginn hefur tíma fyrir einn né neinn. Við þurfum samfélag þar sem fólk hefur tíma fyrir fólk og þar er ég ekki undanskilin.
Um leið og fólk hefur tíma fyrir fólk minnkar þörfin fyrir alla þessa veraldlegu hluti sem við höfum sankað að okkur, fyllt geymslur og bílskúra. Söfnum frekar fólki.
Þori ég, get ég, vil ég - ber mér kannski skylda til? Kosningabarátta kostar fólk, kostar peninga, kostar tíma og kostar vinnu. Ég er að safna fólki, ætla ekki að ropa út úr mér löngum loforðalista - þó okkar fámenni en þó sterki hópur sé búinn að liggja yfir lausnum og teljum okkur hafa fundið allnokkrar. Við ætlum að blása í lúðra fljótlega - það á ekki að fara fram hjá neinum, og fæ vonandi þig til að hjálpa okkur, a.m.k. að mæta og sjá fyrir hvað við stöndum.
"Við" erum bara venjulegt fólk sem langar að gera samfélaginu gagn og sjáum ekki farveginn okkar í þeim flokkum, hreyfingum, né listum sem fram eru komnir. Einhver okkar hafa verð í öðrum flokkum og hafa lært af því, en einnig af þeim mistökum sem þar áttu sér stað.
(Ekki að það sé ekki flott fólk inni á milli á þessum listum).
Meira get ég ekki sagt í bili, enda kallar önnur skylda. Ég er enn svo lánsöm að þurfa að mæta til vinnu. Það geta ekki allir sagt og þar þarf einnig að hjálpa til.
Ef þú hugsar á þessum nótum, ert jákvæð manneskja sem getur rætt á málefnalegum nótum, hefur þor, vilja og getu til að starfa í undirbúningshóp fyrir stofnun endilega sendu mér póst á johanna.magnusdottir@gmail.com og ég hef samband til baka.
Enginn mætti í blysförina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Heiðarleiki er það sem fólk sækist eftir
Ég trúi því ekki að það sé ekki hægt að finna aðra manneskju til að taka að sér formannsembætti Samfylkingar en Jóhönnu Sig., það á aldrei að þrýsta of hart á fólk til að taka að sér embætti, það kann ekki góðri lukku að stýra. Flott að láta fólk vita að það sé stuðningur við það, en að ota einhverjum í stórt embætti sem hann tekur ekki að sér af heilum hug eða af röngum forsendum er rangt.
Kjósendur leita eftir manneskju sem tekur að sér þjónandi forustu inn í von um bjartari framtíð. Manneskju sem setur fólk í fyrsta sætið, fólk af öllum stærðum og gerðum.
Jóhanna Sig. virkar heil manneskja, samkvæm sjálfri sér - þó ekki sé hún fullkomin frekar en aðrar Jóhönnur þessa heims
Það er það sem fólkið er að sækjast eftir, en eftir sem áður þá ekki er hægt að klóna Jóhönnu ..
Beðið eftir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 6. mars 2009
Ísland er yndislegt land ... og ekkert vol eða væl með það! ..
Á Íslandi eru t.d. flestir söng-glaðir (eigum örugglega heimsmet í kórastarfi pr.haus) og Íslendingar hafa gaman af því að syngja, dansa og skemmta sér .. ..
Hér er eitt hresst myndband sem hægt er að syngja með og dilla sér við (að vísu ekki frá Íslandi) en allir þekkja vonandi hokie pokie! Sumir velja vinstri og aðrir hægri, en ég vel Hokie Pokie! ..
6 ástæður til að flytja til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Skúra, skrúbba og bóna - og breyta ..
Ég var voðalega iðin við að breyta og færa til húsgögnin hjá mér, og um leið og ég gerði það notaði ég tækifærið til að þrífa á bak við og undir því sem hreyft var úr stað! .. Stundum þarf að breyta, viðra, banka upp í mottum o.fl. Það er augljóslega kominn tími á breytingar á stjórnarskrá, og þá upplagt að dusta svolítið ryk og skúra í leiðinni.
Nú eru bæði gamlir (þreyttir) flokkar og nýjar hreyfingar að boða breytta tíma! Að vísu af misjafnlega miklum mætti.
Spurningin er hvort að þessar nýju hreyfingar og/eða gömlu flokkarnir séu akkúrat svar við þeirri eftirspurn eftir nýjum kröftum/áherslum sem fólk er að bíða eftir? ..
Hvað vantar, hvað viljum við sjá í nýju stjórnmálaafli? Vantar kannski þig? ;-) ..
Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)