Færsluflokkur: Bloggar

Kvenréttindi og hinseginhugsun: Bleiki dagurinn 8. mars! .. má til með að auglýsa frábært framtak.

Kvenréttindi og hinseginhugsun: Bleiki dagurinn 8. mars!

"Messa og örþing í minningu Marcellu Althaus-Reid í Guðríðarkirkju í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna.  
Guðríðarkirkja stendur fyrir bleikum degi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, með messu, súpu og róttæku femínísku hinsegin örþingi í minningu argentínska frelsunar-, kvenna-, hinsegin-, póstkólóníalguðfræðingsins Marcellu Althaus-Reid (1952-2009) sem lést 20. febrúar s.l.

Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir lektor í femínískri siðfræði við Háskóla Íslands prédikar, dr. Sigríður Guðmarsdóttir og sr. Sigrún Óskarsdóttir þjóna fyrir altari í messunni sem hefst kl. 11. Fluttar verða bænir sem kristnar konur frá Papúu, Nýju Gíneu hafa samið og þýddar eru af sr. Maríu Ágústsdóttur héraðspresti. Allir sálmarnir sem sungnir verða í messunni eru annað hvort ortir eða þýddir af konum.

Boðið verður upp á súpu og brauð og þvínæst hefst örþing kl. 13 í safnaðarsal Guðríðarkirkju:

Gunnbjörg Óladóttir doktorsnemi í trúarbragðafræðum: segir frá Marcellu Althaus-Reid, en Gunnbjörg sótti tíma hjá henni við háskólann í Edinborg.
Dr. Sigríður Guðmarsdóttir fjallar um bókina "Indecent Theology" sem Althaus-Reid gaf út árið 2000.
Ingibjörg Gísladóttir, M.A. í femínískri guðfræði fjallar um bók Althaus-Reid "The Queer God" frá 2003.
Fundarstjóri er Laufey Brá Jónsdóttir

Aþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti í heiminum er 8. mars. A baráttudeginum fagna konur efnahagslegum, félagslegum og stjórnmálalegum umbótum í átt til jafnréttis og stilla saman strengi til að vinna saman að frekari réttlætismálum. Baráttudagurinn á sér sérstaka heimasíðu á heimsvísu: http://www.internationalwomensday.com.

Alþjóðlegur bænadagur kvenna hefur verið árviss viðburður innan kristinna safnaða á Íslandi í á fimmta áratug. Hann er jafnan haldinn fyrsta föstudag í mars, um svipað leyti og hinn alþjóðlegi baráttudagur. Tilgangur bænadagsins er að koma saman til að biðja fyrir konum í mismunandi löndum og fræðast um aðstæður þeirra. Í ár ber alþjóðlegan baráttudag kvenna upp á sunnudag. Verða því þessir tveir alþjóðlegu kvennadagar sameinaðir í helgihaldi Guðríðarkirkju að þessu sinni og aðstæðna kvenna sérstaklega minnst í helgihaldinu þennan dag.

Þér er hér með boðið í Guðríðarkirkju á alþjóðlegum baráttudegi kvenna til að gleðjast með konum yfir þeim réttindum sem áunnist hafa, að biðja fyrir friði og réttlæti með konunum frá Papúu, að efla samstöðu fyrir réttindum kvenna um allan hinn stóra heim og að fræðast um einn athyglisverðasta kvennaguðfræðing síðustu ára."
Sjálf mun flagga bleiku í Berlín þessa helgi og kemst því miður ekki, en hvet alla/r sem vettlingi eða ullarsokk geta valdið að drífa sig!

ESB hálfgert X File í mínum huga .. sem ber að skoða! ..

Góðan og yndislegan dag, kvöld, nótt og morgun -  þú fallegi lesandi sem hefur ratað hingað inn á bloggsíðuna mína! - Ég er að fylgja jákvæðu Bylgjunni sko!  LoL

Mér leist svo sem ágætlega á þennan Línu Langsokk lista til að byrja með, tók boði þeirra að vera með á Fésbókinni, aðallega til að forvitnast meira um þetta dæmi. Ég hef reyndar ekki kunnað við annað en að styðja fólk (líka á fésbókinni) sem ég þekki eða kannast við í þeirra sæti, hvaða flokki sem það tilheyrir. Auðvitað er best fyrir alla flokka að hafa gott fólk í efstu sætum.

En í þessum ESB málum hef ég reyndar verið með Ragnars Reykáss heilkenni. (Veit að það eru fleiri sem eru með þau).

Ég hef verið svolítið hrædd við ESB, en það er einmitt tilhneiging til hræðslu við hið óþekkt hjá fólki. Vantar bara Mulder og Scully úr X Files! ;-)

Er ekki eina vitið að fara í viðræður og skoða málið, í stað þess að hafna því óskoðað?  Er ekki  þvert NEI bara fordómar í garð ESB?

Síðan þegar búið er að skoða hvað er í því fyrir Ísland að ganga í ESB, þá yrði það kynnt (á mannamáli)  og lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég verð því ekki "grúppía"  hjá L lista, .. mitt atkvæði er því enn í X File!  


mbl.is Fólkið úr öllum áttum á L-listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylgjan jákvæð í viku .. ég ætla að taka mér þá til fyrirmyndar og blogga jákvætt í viku!

Held að þjóðin ætti að prófa að stilla sig í "Secret" gír og reyna að laða að hið góða og jákvæða.

Í bókinni "Skyndibitar fyrir sálina" er einnig talað um mátt orðanna, og hvernig við getum talað jákvæðni í okkur sjálf (og þá auðvitað neikvæðni).

Það er gott að fara með stuttar bænir og/eða jákvæðar setningar, mælt er með að fara með þessa setningu sem  læknirinn Emile Coué setti saman, upphátt fimmtán sinnum í röð, þrisvar á dag:

"Alla daga á allan hátt líður mér betur og betur!" x 15  Smile 

(Gerir ekkert til að prófa) ...


Missti -12 cm á 10 dögum á aðhaldsplástri frá Lifewave, en ég sama og ekki neitt! .. ;-)

Jæja, ég var búin að lofa reynslusögum af Lifewave plástrum. Er með tilraunir í gangi - við systir mín vigtuðum okkur og mældum fyrir 10 dögum síðan og endurtókum síðan dæmið í gær.

Höfum hvorugar verið að stunda líkamsrækt með, að vísu fór sú eldri í einn tíma daginn sem við mældum.

Well fyrstu niðurstöður:

Ég (sem reyndar fór á sukkárshátíð o.fl.) hef minnkað um 500 grömm að þyngd, en ekkert í ummáli, tja 2 cm í mittið kannski. Systir mín um 1,5 kg. En um hana má segja að hálfgert kraftaverk sé í gangi. Veit ekki hvernig þetta er hægt, vændi hana um að fara í Trimform og allt, en hún sagði svo ekki vera.

Hún missti s.s. á þessum 10 dögum:

brjóst  - 4 cm,  mitti - 12 cm,  mjaðmir - 2 cm.  Ég hef nú aldrei heyrt slíkar tölur á svona stuttum tíma W00t

Næsta mæling hjá okkur verður á fimmtudag - og spennandi að vita hvort að kraftaverkið heldur áfram.

hægt er að versla þennan plástur beint á www.lifewave.com/bot   

Er að fara að prófa hrotu/svefnplástur á nákomnum ættingum!

Athugið að við 90USD bætast um það bil 4.000.- krónur íslenskar í tolla og skatt.

Kveðja,

Jóga heilsubót


Hvernig er fyrirtaks leiðtogaefni ?

Hvað þarf leiðtogi að hafa til að mig langi til að kjósa viðkomandi?

Leiðtogi þarf auðvitað að vera góður í að virkja góða kosti þeirra sem með honum starfa. Leiðtogi þarf líka að hafa eftirfarandi eiginleika:

1) Heiðarleg/ur

2) Kurteis  (líka við fréttamenn)

3) Vera þokkalega greind/ur og þá má ekki undanskilja samskiptagreind

3) Hafa vilja/getu til að setja sig í spor annarra

4) Beri hag þjóðarinnar (allrar) fyrir brjósti

5) Taki sjálfa/n sig ekki of hátíðlega

6) Vera fylgjandi jafnréttis- og bræðra/systralags

7) ? .......  bætið endilega við

Ég tel að málefnin skipti auðvitað miklu máli, en ef að ofangreind atriði eru til staðar og góður vilji til að gera gott og vinna saman,  þá auðveldi það viðkomandi að starfa/leiða og gera góða hluti til hagsældar fyrir íslensku þjóðina.

Við erum stödd í  pólitískri þoku í dag, villuráfandi að leita að réttum vegvísi ... "Bentu í AUSTUR, bentu í VESTUR, bentu á þann sem að þér þykir bestur"... til að leiða út úr þokunni!


mbl.is Leiðtogaefni á færibandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa og krabbamein ..

Góðan dag!

Dagurinn í dag er einstaklega góður vegna þess að ég er búin að ákveða að hann verði það! Smile ...

Mig langar að deila með ykkur gullkorni sem ég fékk frá lækninum mínum, en hann varaði mig við því að áhyggjur af sjúkdómi gætu gert fólk veikara en sjúkdómurinn sjálfur.

Sjúkdómur þjóðfélagsins er kreppa, við megum ekki láta hugsunina um hana beygja okkur meira en kreppuna sjálfa.

Kreppumst ekki saman vegna krepputals, aukum ekki á hana með neikvæðni,  heldur tökum höndum saman, styðjum við bakið á hvert öðru og ráðumst gegn kreppunni með jákvæðri hugsun í lausnaleit.


.."Óskaplega skrítið viðmót hérna hjá ÞÉR ágæti maður" .... Hvers viðmót er skrítið? ...

Eftirfarandi eru orð Davíðs úr Kastljósi, beint til Sigmars fréttamanns, nema þau sem eru í sviga.. ..

..... "Þetta er nú afskaplega almennt orðað hjá þér Sigmar, að segja að sumir telja og sumir gagnrýna, ..

(Sigmar telur upp fullt af nöfnum)

... "þú dembir á mig alls konar fullyrðingum og nöfnum"

(Of almennt að segja sumir og slæmt að telja upp hverjir sumir eru því þá er verið að demba  Shocking)

.... "Ég gæti sagt að þú (Sigmar) værir rúinn trausti, þú mundir auðvitað hlaupa út, myndir þú gera það?"

 ... "jú, jú, þú (Sigmar) hefur oft verið gagnrýndur!"

..."Er nema von ég svari þér, þú virðist vera á móti því" ..

...."Þú getur ekki sagt við mig hérna að menn hafi orðið að víkja... "

..."Þetta er allt annað mál sem þú dregur fram hér" ...

.... " Ekki mjög fagleg umræða Sigmar góður" ....

..."Þú mátt ekki hártoga hvert einasta atriði sem ég segi, það er ekki sanngjarnt".... 

...."Elsku vinur - ég hélt ræður, ég get ekki flutt þær allar hérna"....

...."Einhvern tíma var sagt hérna við við svona borð: Er ekki nokkur leið að fá umræðuna upp á hærra plan heldur en þetta, ég er að útskýra það sem ég er að gera hér og þá skalt þú endilega draga það upp að í því felist ásökun mín í garð allra annarra" ...

..."Þú virðist ekki hafa kynnt þér þessar ræður og  það sem Seðlabankinn varaði við" ....

..."Þetta er svolítið sérkennileg umræða" ..

..."Þetta er bara vitleysa sem haldið er á lofti, ... margbúið að koma fram..."þetta er eitt af þessu vitlausa sem notað hefur verið til að sverta Seðlabankann og þú hefur greinilega keypt" ...

"Þið ættuð kannski, fréttamenn að viðurkenna á ykkur einhver mistök" ...

..."Þú ert búinn að vera að reyna að sverta bankann minn og mig persónulega" ..

(Sigmar spyr óþægilegrar spurningar um Sigurð Einarsson)

..."Ég ætla ekki að fara niður á þetta plan Sigmar" ..

.."Núna sit ég hér eins og sakamaður, það er ofboðslega skrítið fyrir mig, en það er ekkert erfitt því ég er með mjög góða og hreina samvisku" ... 

.."Óskaplega skrítið viðmót hérna hjá þér ágæti maður"...

----------

 


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættan er ljós ...

Tekið af síðu Landlæknisembættisins. :

"Árið 1992 gaf Alþjóða krabbameinsrannsóknarstofnunin út yfirlýsingu þar sem fram kom að nægar vísindalegar upplýsingar lægju fyrir til að fullyrða að útfjólubláir geislar gætu valdið sortuæxlum og öðrum húðkrabbameinum. Útfjólubláa geisla er að finna bæði í geislum sólarinnar og ljósabekkja.

 Hættan er ljós - auglýsing
Þessi auglýsing birtist í dagblöðum 10. mars 2004 sem liður í fræðsluátaki til að vara fermingarbörn við notkun ljósabekkja. Smellið á myndina til að lesa texta auglýsingar.

Sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti að sólargeislar og sérstaklega geislar ljósbekkja valda ótímabærri öldrun húðarinnar með hrukkumyndun, æðaslitum og litabreytingum. Aðaláhyggjuefnið er hins vegar að algengi sortuæxla (melanoma) hérlendis hefur aukist verulega á undanförnum áratugum.

Sortuæxli eru líffræðilega séð með ágengustu krabbameinum sem þekkjast. Þau myndast frá litarfrumunum sem framleiða litarefni húðarinnar. Oftast er auðvelt að lækna þau, greinist þau snemma, en þau geta reynst banvæn greinist þau of seint."

Það er hægt að lesa meira um þetta á vef Landlæknisembættisins sem ég vísaði í hér í upphafi, en einnig eru mjög góðar greinar á síðu Húðlæknastöðvarinnar.

Nú fer tími ferminga að koma í hönd og persónulega finnst mér að ljósalampar ættu ekki að vera leyfðir fyrir börn, að sama skapi og börn fá ekki að kaupa tóbak.

Steingrímur Davíðsson, húðlæknir segir:

"Ungmenni undir 18 ára aldri ættu aldrei að nota ljósabekki. Þetta er vegna þess að ónæmiskerfi húðar hjá börnum og unglingum er ekki eins þroskað og fullorðinna."

Jæja, mér fannst mér skylt að vekja athygli á þessu, lá í ljósabekkjum sjálf þegar ég var yngri og hef alla tíð verið gráðug í sólina. Greindist síðan með sortuæxli í vetur, en var svo heppin að ég fór nógu snemma til læknis þannig að það var hægt að skera það burt. Það eru, því miður,  ekki allir svo heppnir.

Aldrei datt mér í hug, meðan ég var hrópandi um þá áhættuhegðun að reykja að ég sjálf væri að stunda áhættuhegðun með fyrst ljósalampanotkun og svo að grilla mig varnarlaus í sólinni! Shocking

 


mbl.is Minna húðkrabbamein vegna fækkunar ferða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur maður/kona þá hætt að horfa á Spaugstofuna?

Jæja, þá er komin samkeppni við Spaugstofuna - vona bara að Ragnheiður árulesari sé á svæðinu til að upplýsa okkur um hverjir eru vondu gæjarnir og hverjir góðir?? .. Heyrði hana segja Jóhönnu besta, trúi því alveg, en það eru ansi margir vondir sem gætu stolið af henni orkunni.

Guðjón Arnar  (sem Ragnheiður er að leysa af) ætti ekkert að flýta sér heim úr leyfinu. LoL

 

p.s. svo það sé alveg á hreinu þá er ég ekki að gera grín að árulestri, frekar að Alþingi. Ég trúi alveg að sumt fólk sjái liti í kringum fólk.


mbl.is Beinar útsendingar frá Alþingi á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni Valentínusardags 14. febrúar nk. og heitum bloggumræðum um trúarbrögð og samkynhneigð .. "Út með hatrið inn með ástina!"

Allt fyrir ástina, eina sem aldrei nóg er af...

 

Minni síðan á eftirfarandi:

Almenn hegningarlög nr. 19.1940:

1) L.82/1998.125 gr.

 

233.gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega (á mann eða hóp manna) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, (kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar) sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Heart Eigum svo góðan dag..  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband