Færsluflokkur: Bloggar

Það er svo gott og töff að reykja og ég ætla ALDREI að hætta því...

 

 

 


Sérðu Jesú?

Horfðu í ca 30 sekúndur á fjóra punkta sem liggja lóðrétt í miðju myndarinnar. Reyndu að blikka ekki. Hallaðu þér síðan aftur, horfðu upp í loft (ekki upp í ljósakrónu) og blikkaðu nokkrum sinnum, hvað sérðu?


Doktor Phil er að byrja...

Ég var að koma heim úr vinnunni, er eiginlega veik en er ein af þessum ómissandi í vinnunni að eigin áliti. Ég er búin að sjúkdómsgreina mig með sýkingu í kinnholum og svo er spurning hvort að næstu virkjunarframkvæmdir á Íslandi verði við nefið á mér. Shocking Í gærkvöldi gerði ég allt sem ég er á móti, þ.e.a.s. pillulega séð - tók bleikar/svartar pillur, íbúfen, bar voltaren krem á kinnina, lá síðan með andlitið á hitapoka - eftir að ég fór í heitt bað, ... fann svo Otrivin úða til að úða í nebbann - en mér leið þannig að eina sem myndi duga væri Cillit Bang en ekki Otrivin.

Það var einn plús (að vísu margir) við að fara í vinnuna, því að samstarfsmanni mínu leist ekki á heilsufar mitt og hringdi í son sinn sem "happens to be" háls, nef og eyrnalæknir, svo mín er komin með tíma hjá Doktórnum.

Þegar ég er lasin er náttúrulega best að sofa EÐA gleyma sér og horfa á eitthvað rugl og bull. Nú ætla ég að horfa á Doktór Phil, sem er með einhvern stefnumótaþátt...

... Hann  Dr. Phil, er með þrjá gaura, einn feitan, einn lítinn og einn sköllóttan... og ætlar að reyna að kenna þeim að koma sjálfum sér út...

Ef það kemur eitthvað af viti út úr þessum þætti, þá adda ég því í athugasemdir.

Cool ..

Well .. það fyrsta sem kemur í ljós í þessum þætti er að konur laðast að óþökkum..Old News..


Krabbameinsfélagið stendur vaktina ....

Í síðustu viku var hringt á dyrabjöllunni, fyrir utan stóð piltur með ábyrgðarbréf stílað á Jóhönnu Magnúsdóttur og sendandinn var Krabbameinsfélagið. Ég kveikti alls ekki á því af hverju ég væri að fá þetta bréf, en kvittaði að sjálfsögðu pent fyrir mig. Settist inn í sófa, opnaði umslagið og tók upp bréf - og það fyrsta sem blasti við var skrifað með rauðu: LOKABRÉF .. ekki leit það vel út. Innihald bréfsins var s.s. áskorun á undirritaða að mæta í skoðun, vegna þess að hún er undir sérstöku eftirliti, í þokkabót.

"Shame on me" .. Blush

Ég skammast mín í fyrsta lagi fyrir að draga þetta svona, í öðru lagi fyrir að láta krabbameinsfélagið vera að borga ábyrgðarbréf og standa í að "nauða" í mér til að koma..

Ætla ekki að útlista mínar afsakanir hér, en ég mun örugglega versla bleiku slaufuna á morgun, þó það sé engin syndaaflausn.

Ég dáist að leið um þrautseigju Krabbameinsfélagsins við að fá vandræðagemlinga eins og mig í skoðun ..

p.s. ég á tíma á morgun kl. 8:50! Smile 


mbl.is Bleika slaufan í sölu á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moska - af hverju ekki?

Sá þessa athugasemd frá Jóni Steinari á öðru bloggi og vildi vekja athygli á henni, því að um mig fór hrollur við þennan lestur. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það sé sjálfsagt að leyfa moskubyggingu hér á landi, hér ríkti trúfrelsi og við gætum ekki annað en leyft moskur þar sem kirkjur væru leyfðar, en get ekki annað en farið að tvístíga þegar ég sé svona  lýsingar.  

Jón Steinar skrifar (sorry þetta er stolið, held samt það sé löglegt að færa athugasemdir á milli, vona að mér verði fyrirgefið). 

"Systir mín býr á afskekktum stað í Noregi. Um daginn sat hún á kaffihúsi ásamt vinkonu og drakk kaffi. Þar voru tveir ungir íslamskir starfsmenn, sem neituðu að þjóna þeim til borðs og sögðu þær hórur, sem réttast væri að berja, af því að þær sátu án fylgdar karls.

Það sem er merkilegt við þetta er að kaffihúsið var í eigu systur minnar og hennar manns, svo hún var raunar vinnuveitandi. Hún vildi losna við þessa drengi úr vinnu, sem sýndu svona selektíva þjónustulund, en var sagt að það væri ekki hægt. Það byði hugsanlega upp á ógnir, ofbeldi, skemmdarverk og málsókn. Það var reynslan, svo drengirnir fengu að vera áfram.

Þetta er daglegt brauð í Noregi og almenn hræðsla við þetta fólk og ofstæki þeirra. Vafalaust er meirihluti múslima annars sinnis, en þessi hegðun er algeng hjá yngra fólki í hópi þeirra og fullkomlega bakkað upp af samtökum þeirra og moskum, sem standa oftar en ekki straum af málaferlum er mér sagt. Ef þeir tapa hinsvegar, þá eru dæmi þess að frumstæðari kostum sé beitt til að ná sér niður á fólki."  Athugasemdin var lengri og má lesa hana hér.

Hvað eigum við að gera? .. Eigum við að nýta okkur svona upplýsingar og standa á móti, eða eigum við að horfa í hina áttina og láta sem ekkert sé ?

Eigum við að láta múslima eða börn okkar og barnabörn okkar njóta vafans ?


Frjálslynd að setja upp Mamma Mia söngleik ?

Mikið hefur verið spáð og spekúlerað undanfarið um innanflokksdeilur hjá Frjálslyndum - mörgum hefur ofboðið og hafa fyllst "réttlátri reiði" .. en erfitt þegar tveir deila sem báðir fyllast réttlátri reiði, þá fer maður nú að efast um réttmæti réttlátrar reiði Shocking (stolið frá Sigga Páls rithöfundi).  En áfram með kjaftasögurnar, en nú ætla ég að upplýsa um þá nýjustu...

Heyrst hefur að Frjálslynd hafi ákveðið að setja plástra á öll sár, grafa fortíðina og halda áfram með fögur markmið í sátt og samlyndi. Nú verður markið sett hátt á fjölskylduna, friðinn, frelsið, fegurðina, framtíðina, fyrirmyndina, forvarnir, framtíðina, feminismann, faðminn, fjöllinn og fiskinn!  Sjáið bara hvað er hægt að gera miklu meira gott úr F heldur en slæmt!!!.. F stendur nefnilega fyrir miklu fleira en fortíð, fordóma og "fuck".. parden my french... Blush 

Fengu þau særingamann (að vestan) til að særa út illa anda, svo nú eru ekki einungis þau sem eru innanborðs glöð og sátt, heldur hefur teljarinn í nýjum skráðum félögum slegið öll met í morgun. Allir vilja taka þátt í Mamma Mia æðinu með Frjálslyndum.

Smá áhyggjur komu upp þegar velja átti í hlutverk, því allir vildu vera Pierce Brosnan, en ákveðið var að kasta tening ("the Gods threw the Dice" eins og segir í söngleiknum)..og upp kom að Guðjón Arnar sjálfur var settur í hlutverk Brosnans, Jón Magg og Kristinn H. fengu síðan hlutverk hinna tveggja "pabbanna" .. allir voru þeir meira en sáttir við að koma fram í Abba diskó búningum..

Ekki voru deilur meðal kvennanna hverjar hinar þrjár dívur myndu leika í hlutverki Donnu and the Dynamoes, eða Meryl Streep og vinkvenna hennar, en að sjálfsögðu var það Ásthildur Vestfjarðadrottning sem fór í hlutverk Donnu (Dancing Queen), en Rannveig Höskulds. og Þóra Guðmunds. tóku að sér hlutverk vinkvennanna. (Allar bloggdrottningar).

Til að auka enn meira á hamingjuna, kom "týnda dóttirin" Margrét Sverris heim og bauðst til að leika krúttið, dóttur Donnu sem er að fara að gifta sig. Sigurjón Þórðarson þótti upplagður í hlutverk kærastans..

Það þurfti ekki að toga Róslín, sem er einn yngsti meðlimur flokksins með í sýninguna, en hún mun leika eina af brúðarmeyjunum (hlutverk hennar hefur að vísu  verið stækkað vegna mikils áhuga).

Að sjálfsögðu er þetta eintóm ást og harmónía .. Heart .. og hver vill ekki henda frá sér byrðum dagsins og armæðu og eltast við tóna Dancing Queen ?

 

 

 


*** Til hamingju Vala*** Til hamingju Tobbi***

Það var mér alltaf mikið mál að börnin mín tvö sem fæddust að kvöldlagi 25. september 1986 væru ekki tekin sem eitt, svo að það voru yfirleitt sungnir tveir afmælissöngvar, ekki "þau eiga afmæli í dag" .. heldur fyrst "Hún á afmæli í dag" og svo "Hann á afmæli í dag" yfirleitt í þessari röð þar sem hún er 30 sekúndum eldri og fylgir ekki sögunni að sá tvíburinn sem kemur fyrstur sé frekari ? ... 

Það eru ekki nema 23 dagar sem ég sagði frá fæðingardegi Evu Lindar, þannig að það er augljóst að "fengitími" minn hefur verið á sama tíma ársins LoL

Þegar þau voru lítil lá ég oft með þau sitthvorumegin og strauk á þeim bakið í kross, og sagði sögur eða söng. Það var sko áður en börnin mín fóru að banna mér að syngja. Blush ..

Viðvörun: ...(eftirfarandi frásaga er ekki fyrir harða nagla)

Uppáhaldssagan þeirra var um kraftaverkið þegar þau komu í heiminn, og mamman varð aldrei þreytt ekki að segja hana. Það gekk nefnilega mikið á, mamman gekk framyfir með tvíburana, mænudeyfingin virkaði ekki svo hún fann mikið til, svo þurfti að svæfa hana smástund. En svo (hér mega koma fiðlutónar og dimmt ljós) vaknaði mamman upp með dúsín af læknum og hjúkrunarliði í kringum sig, og spurði af veikum mætti "er allt í lagi" .. þá sýndi ljósmóðirin henni tvö fullkomlega heilbrigð og yndisleg kríli, strák og stelpu - og mamman fór að hágráta, fólkinu í kring brá við, en svo hélt mamman áfram "ég er svo hamingjusöm..og tárin héldu áfram að flæða".. annað barnið hafði verið með óreglulegan hjartslátt, og mamman hafði svona innst inni haft áhyggjur að það hefði hlotið einhvern skaða, en svo var ekki. Daginn eftir sagði mamman pabba þeirra frá því hvað þetta hefði verið neyðarlegt að hágráta svona fyrir framan alla, en þá sagði pabbinn "það var ekki neyðarlegt - það grétu allir með þér".... Sjálf hafði ég ekki tekið eftir því, en stundin og samlíðanin þarna á sjúkrahúsgangingum hafði vissulega verið töfrum líkust..

Þegar þarna var komið við sögu var ég yfirleitt orðin þreytt í höndunum að strjúka bak í kross.. og börnin eflaust sofnuð.

Ég stend í eilífri þakkarskuld við það góða fólk sem lagði hönd á plóginn, fyrir að koma börnunum mínum heilum í þennan heim, þó útlitið væri dökkt á tímabili ..

Nokkrar myndir úr móðu minninganna (tók ljósmyndir af myndum úr mynda-albúmi sem urðu svona óskýrar svo það er bara dramatískt að kalla þetta "móðu minninganna" .. LoL

minningar 021

Vala var 11 merkur og Tobbi 13....

minningar 019minningar 023

Crazy mom ...           Börnin stolt með silung, Vala, Eva og Tobbi - og Hneta Heart


Flugvél + rauð fjöður + fjöll + N = ?

Nú vantar mig einhvern draumaspeking;

Dreymdi að ég var að fljúga lítilli fjögurra sæta rellu, já, já, sjálf að fljúga, það voru einhverjir farþegar en man ekki andlit þeirra. Flogið var yfir fjalllendi. Á mælaborðinu var rauð fjöður sem virkaði sem kompás og eina áttin sem var á henni var N = norður. Eitthvað var þessi fjöður óstapil á mælaborðinu, þá límdi ég hana niður með límbandi, en fór þá að fara villur vegar (auðvitað) og fannst ég jafnvel fljúga til baka og tók límbandið af.  Man ekki hvernig þessi draumur endaði, kannski bara með gling, gling, gló úr símanum mínum ....

Nú er spurning hvað þetta þýðir; draumaráðning óskast - hvort sem þær eru sennilegar eða ósennilegar...

Gúglaði, red feather + north = Red Feather Lodge í Arisona, is that my destiny?LoL

.....

 


Endurtekið efni ... um reiðina.

Set hér inn færslu sem ég setti inní mars 2007, en fáir lásu á þeim tíma. Mér finnst hún eiga mikið erindi til okkar allra og er því endurtekin.

"Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra."

Þessi stutta málsgrein er tekin úr umdeildasta riti allra tíma; Biblíunni, nánar tiltekið úr Efesusbréfi.

Ég var að róta í gömlu dóti - og fann að ég hafði skrifað þessa setningu niður sem minnispunkt og hún er búin að vera mér hugleikin í dag. Mér finnst þetta svo afskaplega satt og rétt. Til hvers þurfum við að segja eitthvað niðurrífandi? Hverjum er það til gagns? Ekki okkur sjálfum og ekki þeim sem við tölum til!

Ég ætla að reyna að muna þetta næst þegar ég verð reið. 

Heart


"When all is said and done"

Heart.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband