Færsluflokkur: Bloggar

Án orða ...

mörgæs

mbl.is Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bros og knús í hvert hús ....áskorun!

Ég var að lesa áskorun frá Júlíusi bloggara um að blogga um eitthvað jákvætt, og hef hér með tekið áskorun.

Fann þessa sætu meðfylgjandi mynd af bleiku brosandi húsi sem er næstum með svona "fullnægingarsvip"  - hefur a.m.k. fengið nóg að borða, svo ég fari ekki út í extreme. Talandi um extreme þá horfði ég á "Home extreme makover" eða hvað sem það heitir, - leiðréttið mig endilega,  í fyrrakvöld og grét mörgum fögrum gleðitárum.

Þar hafði fjölskyldufaðirinn dáið frá sex börnum, en hann hafði einmitt verið að standsetja hús fjölskyldunnar þegar hann hafði veikst vegna myglusvepps sem lagðist á lungu hans! .. Úff..

Home makover liðið kom og byggði ekki aðeins nýtt hús fyrir mömmuna og börnin, heldur hálfgerða höll. Þetta var alveg fimm vasaklúta þáttur, ferlega kjút.

Í gærkvöldi átti ég yndislegt kvöld með kvikmyndaklúbbsvinum mínum, í kvöld fer ég í saumaklúbb með vinkonum mínum frá tja..sumum frá 13 ára aldri.

Ég er þakklát fyrir fjölskylduna mína - sem er yndisleg, þakklát fyrir vini mína sem eru líka yndislegir, og ykkur líka (ofcourse) bloggvinir sem eruð líka yndisleg, já, já þú líka Róslín.. LoL ..

Ég er ekki svöng, á þak yfir höfuðið, hef vinnu og heilsu (svona nokkurn veginn a.m.k. - það á að fara að bæta úr því með að rífa úr mér hálskirtlana til að bæta úr því) ... Á föstudag er ég að fara að heimsækja litlu stelpuna mína og gleyma mér aðeins með henni á Delray Beach Florida! úfff.. hvað ég hlakka til.

Þetta var s.s. jákvæðnibloggáskorun sem ég lýk hér með og kasta knúsinu áfram Kissing.. bros og knús í hvert hús.


Kænskubragð eða óþverrabragð ?

Hvað finnst fólki um þessa auglýsingu ?  

Ef þið eigið erfitt með að opna YouTube þá er þessi auglýsing á þennan veg:

Maður kemur gangandi að kjötborði í verslun og biður um síðasta stykkið af ákveðinni tegund lambakjöts, fyrir aftan hann er kona (barnshafandi) og heyrir hún afgreiðslumanninn segja að þetta sé restin af lambakjötinu. Hún ætlaði sér augljóslega að fá kjötið og til að ná því þá tekur hún það til bragðs að láta peninga hrynja úr veskinu sínu.

Að sjálfsögðu þá verður maðurinn fyrir framan hana var við þetta og hún brosir sínu blíðasta og spyr hvort að hann geti ekki aðstoðað? Maðurinn beygir sig niður til að tína upp aurinn og á meðan hann er bograndi þá hirðir hún innpakkaða lambakjötið, hann réttir henni budduna og hún þakkar pent -gengur svo í burt með kjötið en maðurinn stendur eftir gáttaður, en lambakjötslaus.

Hvaða boðskapur er þetta eiginlega? ...  

 


Rebecca (1940) Alfred Hitchcock

 

Í kvöld er ég "sýningarstjóri" í kvikmyndaklúbbnum Deus Ex Cinema, en þar horfum við nokkur saman á kvikmyndir í heimahúsum, skoðum trúar-og siðferðisstef og annað sem á skjánum birtist. Í hópnum er skemmtileg blanda kvikmyndafræðinga, trúarbragðafræðinga, listafólks, guðfræðinga og annarra lífskúnstnera.

Í kvöld ákvað ég að hverfa frá nútímanum og hoppa aftur til ársins 1940, sýna mynd eftir meistara Hitchcock, Rebecca en það er fyrsta ameríska og jafnframt Hollywood mynd hans.

Einhvers staðar las ég að Rebecca væri "í fleiri lögum en brúðarterta" þ.e.a.s. að hægt sé að horfa á hana frá mörgum sjónarhornum. Myndin er s.s. rómantísk, dularfull, dramatísk og spennandi og svona hálfgerð draugasaga þar sem draugurinn (Rebecca) kemur aldrei fram.

Myndin vann til tveggja óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir bestu myndina 1940.

Aðalpar myndarinnar er leikið af Laurence Olivier og Joan Fontaine.

Framleiðandinn var David O. Selznick sá sem framleiddi "Á hverfanda hveli" ..

Myndin er unnin upp úr handriti Daphne du Maurier, en hún var samt ekki sérleg vinkona Hitchcocks og í raun óvinkona.

Einhver átök voru milli Selznick og Hitchcock hversu ítarlega ætti að fylgja söguþræði bókarinnar. Báðir hafa eflaust sýnt þrjósku. Endalokum var breytt til að milda hlut aðalkarlhetjunnar.

Ég horfði á þessa mynd á laugardagskvöldið, og söguþráðurinn minnti svolítið á gömlu Victoríu Holt rómansana sem ég drakk í mig sem unglingur. Karlhetjan þessi kaldi hrjúfi með leyndarmálin, en ólgandi og blíður undir niðri og  kvenhetjan saklaus, blíð og góð. Svolítið kjút. En svo kemur inn í fléttuna vonda konan, sem er ráðskona og reynir að skemma fyrir, ó, já.

Mæli með því að leggjast í "gamla daga" og horfa á eina svart hvíta Hitchcock mynd!

Hér að ofan er svona hraðsuða, sem ég setti saman í tímahraki, en vona að einhver hafi gaman að. Smile


Af hverju þykir kynferðislegt ofbeldi kvenna við karlmenn fyndið?

Ég er búin að fylgjast núna með tveimur Dagvöktum, og báðir þættirnir hafa skilið mig eftir með stórt spurningarmerki. Það er margt fyndið og séríslenskt í þessu, en sumt full súrealískt fyrir minn smekk.

Fyrir þá sem ekki þekkja til, er þarna einn karakterinn undirmálsmaður sem kallaður er Ólafur Ragnar. Í Næturvaktinni var það Georg sem "manipuleraði" með Ólaf Ragnar, og í upphafi Dagvaktarinnar gerði hann það all rækilega. Nú er kominn nýr karakter, Gugga, yfirmaður þeira beggja, sem verndar Ólaf fyrir Georg EN stundar grimmt kynferðislegt áreiti í hans garð í staðinn. ´

Þetta er svona minnið um litla vesæla manninn og stóru feitu konuna sem ráðskast með hann, og í þessu tilfelli er hún líka yfirmanneskja hans og nýtir vald sitt til að nota hann kynferðislega og áreita. Í þættinum í gær sofnaði hún ofan á honum og hann komst ekki undan. Þá var "rosa fyndið" í fyrsta lagi að hún væri svona stór og feit að hann kæmist ekki undan henni og í öðru lagi að hún héldi honum nauðugum... 

Er eðlilegt að þykja þetta fyndið - og hvað ef við snérum þessu við, þ.e.a.s. stóri feiti yfirmaðurinn áreitti ungu stúlkuna í vinnunni og nýtti sér vald sitt sem yfirmaður, væri það líka fyndið ?  .. Shocking 

Sorry - ef þetta hljómar sem svona "political correctness" en mig langaði bara að velta þessari spurningu upp; "Er sjálfsagt að hlæja þegar kona/yfirmaður klípur undirmann sem er jafnframt augljóslega "looser" í samfélaginu í afturendann og misnotar sér aðstöðu sína til annars kynferðislegs áreitis/ofbeldis? Það kemur fram í myndinni að honum þykir þetta óþægileg staða en kann ekki að koma sér undan henni í einfeldningshætti sínum.


"Hurðinni skellt" í andlit viðskiptavinarins á kaffiteríu Kjarvalsstaða

Ég rakst á stutta grein um barnvæna Kjarvalsstaði í einhverju fréttablaðanna í morgun, rugla þeim alltaf saman. Þar var sagt frá því hvað það væri sniðugt að fara með ungana á Kjarvalsstaði og fá sér kaffi og með því, því aðstaðan væri góð...hmm...

Fyrir hálfum mánuði fórum við þrjú ég og Tryggvarnir tveir  í bíltúr og litum við á Kjarvalsstöðum. Keyptum listaverkabók Braga, sem hann áritaði og röltum síðan um salina, þar sem verk hans voru til sýnis.

Á röltinu, fundum við ilminn af kaffi og bakkelsi og ákváðum að fá okkur hressingu á kaffiteríunni. Fórum að vísu ekki þangað strax, þar sem við ákváðum að kíkja örstund á Kjarval ,,sjálfan" fyrst, þar sem við vorum komin á annað borð.

Jæja, við þrjú gengum svona næstum slefandi að afgreiðsluborðinu, verið var að afgreiða konuna á undan okkur, svo við biðum. Þegar hún hafði fengið bakkann sinn og greitt, hóf ég upp raust mína og ætlaði að fara að biðja um kaffibolla en þá sagði sú sem stóð í afgreiðslu. "Það er búið að loka" .. si svona. Klukkan var 16:43, svolítið óskýr tími á lokun. Við reyndum að fá nánari svör, en þá sagði konan að þær þyrftu að hafa tíma til að ganga frá og nú væri bara lokað.

Ekkert "Æ mér þykir það leitt" eða eitt né neitt í þeim dúr, bara lok og bless ("I couldn´t care less about you guys"). Safnið lokar s.s. klukkan 17:00 svo ég vil a.m.k. vara aðra við að kaffiterían lokar á einhverjum óræðum tíma á undan safninu, í þessu tilviki sautján mínútur í fimm.

Við enduðum i kaffi á Kaffi Milanó, sem var auðvitað ekki slæmt, en samt með einhvern pirring í farteskinu sem var algjörlega óþarfur og kemur af óviðeigandi framkomu.

Ég var algjörlega búin að jafna mig á þessu, enda ég hamingjusöm kona svona generalt sem lætur ekki smámuni setja mig út af laginu, en æi, þegar þessi klausa birtist svo í morgun um kaffiteríuna þá rifjaðist pirringurinn upp - og langar að setja þetta hér öðrum til viðvörunar.


Hituðum upp fyrir Hellisheiði á Korputorgi ...

Í dag, klukkan 13:00, er komið að annarri af tveimur árlegum fjallgöngum sem ég fer með nemendum. Sl. vor gengum við á Keili í sól og blíðu, en veðrið virðist ekki ætla að leika við okkur í dag.

Fjörutíu nemendur hafa skráð sig til göngu á Skálafell á Hellisheiði, þetta verður hálfgerð óvissuferð þar sem ég (fararstjórinn) hef ekki gengið þarna áður. Kemur að vísu fram í fjallabókinni minni að þarna sé auðratað. "Afnotamaður" minn (nýjasta heitið yfir sambýlismann sem fengið er frá Millu bloggvinkonu) ætlar að ganga með eins og hann hefur gert áður.

Vegna þess að ég hef verið veik, hef ég lítið hreyft mig undanfarið. "Hreyft" með skilgreiningunni að ég hef ekki stundað mikla líkamsrækt.  Ekkert spinning, pilates, aerobik, Yoga, fjölþjálfar, ganga eða hvað þetta nú allt heitir .. svo ég fer í þessa göngu eiginlega beint upp úr sófanum, svo lítil er upphitunin ...

Nema að í gær fórum við nefnilega í Rúmfatalagerinn á Korputorgi, risa, risa, rúmfatalager - versluðum nú eitthvað pinku, en stefndum svo á Ilva sem er í hinum endanum. Ekki tók ég tímann, en hann var drjúgur spottinn verslana á milli, svo leng hússins minnti helst á álverið í Straumsvík! Þetta var minn lengsti göngutúr í langan tíma. Langimangi hvað?

Ilva er með fullt af fallegum vörum, en verðlagið ekki í stíl við verðlag Rúmfatalagers. Eflaust líka "hyskislegra" (svo ég vitni í hégómafærslu Jennýjar) að standa  fyrir utan Rúmfó og reykja en Ilva. LoL

Jæja, ég get ekki sagt ég sé að deyja úr spenningi að fara að ganga í kaldri slyddu á Hellisheiði, og eins gott að klæða sig vel, brrrr... vonandi hefur Korputorgið dugað til að koma mér í göngugírinn! ...

 


Hvað er ókeypis?

Hvað er hægt að gera sem er skemmtilegt og er jafnframt ókeypis ? ... Er að safna í hugmyndabanka í hallærinu:

  • Fara í göngutúr
  • drekka vatn
  • stunda sjóböð
  • hitta vini/vinkonur + ættingja (þarf vísu að aka þangað í einhverjum tilfella)
  • lesa bækurnar sem þú átt heima hjá þér

 

... fleiri hugmyndir óskast!

 


Ást er ....

...... þegar hann sópar snjóinn af bílnum þínum og hitar hann fyrir þig á köldum októbermorgni InLove


Steingrímur - Geir 1 - 0

Mikið svakalega var flott ræðan hans Steingríms J. í eldhúsdagsumræðunum áðan. Hugmyndin að loka alla toppkallana og kellingar inni á Höfða og hleypa þeim ekki út fyrr en búið er að koma með lausnir er genial hugmynd! Þetta var svona 17. júní ræða hjá Geir, .. fallega flutt en ekki nein von. Steingrimur gaf von.

Jóhanna Sig. er að tala núna, commenta á hana á eftir. Hvað finnst ykkur?


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband