Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 23. október 2008
Fyrir Emil..
Volaða land, |
Matthías Jochumsson 1835-1920 |
Var að tala við bróður minn sem er í mastersnámi í guðfræði í henni Köben, og er að lesa ævisögu Matthíasar Jochumssonar. Hann benti mér á þetta kvæði - svona í stemninguna hér!
Ef þú ert ekki búin/n að lesa hugleiðingar mínar um sjálfsmynd þjóðar, þá er hún hér. Hún er ekki í þessari stemningu Matthíasar, en ljóðið er gífurlega sterkt og ort inn í ástand sem var mun, mun, mun þyngra en er í dag. Þá var fólk að missa börnin sín úr veikindum og vosbúð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 23. október 2008
Kreppuráð Jógu nr. 1, dekurbað!
Í kvöld þegar þú kemur heim úr vinnunni, eða ert búin/n að gefa fjölskyldunni að borða og hátta börnin ofan í rúm (ef einhver eru) láttu þá renna í bað, settu ilm í baðið og raðaðu kertaljósum á brúnina. Rósablöðin eru óþörf, bara vesen að sópa þeim saman á eftir, hehe.. Leggstu svo í heitt bað og láttu vatnið gæla við líkamann.. svona, svona, ætla ekki að fara út í neina erótík hér, verð að vera "proper".... Liggðu bara róleg/ur í baðinu, ekki verra að setja upp dvd spilarann eða útvarp og hlusta á fallega tónlist...
Mundu svo að láta þér þykja vænt um sjálfa/n þig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 22. október 2008
Sjálfsmynd þjóðar... frelsi, jafnrétti og náungakærleikur á að vera okkar stolt
Ég horfði með öðru auganu á þátt á RUV þar sem dönsk kona fylgdi okkur í ferðalag um Katar. Þar var rætt við arabísk ungmenni. Þau voru bæði frekar frjálslynd.
Það sem vakti athygli mína var það sem ungi maðurinn sagði; hann sagði að mikið af unga fólkinu væri í sjálfsmyndarkreppu vegna uppruna síns; þau skömmuðust sín fyrir að vera Arabar. Það er auðvitað sorglegt.
Undanfarið hef ég heyrt fólk tala um, svona frekar í gamni en alvöru, að það skammist sín fyrir að vera Íslendingar, og væri eflaust hálfhrætt við að viðurkenna þjóðerni sitt væri það statt t.d. í Bretlandi eða Danmörku.
Rasismi er meðal annars fólginn í því að líta stærra á sig en aðra vegna kynþáttar eða trúar. Kynþáttahyggja er íslenska orðið. Við vitum öll að við gætum setið í herbergi með góðu fólki af öllum stærðum og gerðum, kyni, kynþætti, kynhneigð og það gætu allir verið góðar manneskjur.
Þegar ég skrifaði um Moskur nýlega, snérust áhyggjur mínar í þá áttina að múslimar teldu lög sín og trú æðri lögum sem gilda á Íslandi. Ég hafði líka áhyggjur af því ójafnvægi sem virðist ríkja milli kynja hjá þeim sem eru róttækir í trú sinni á Íslam. Misréttið má ekki flytja með inn í landið.
Við höfum nú þegar trúfélög sem leggja blessun sína á misrétti kynjanna. Kaþólska kirkjan leyfir konur ekki í embætti presta og margir minni bókstafstrúarsöfnuðir hengja sig enn á það að maðurinn sé höfuð konunnar, "as if he was god!"
Ég er á móti þeirri hyggju að telja sig æðri náunga sínum, vegna m.a. kynþáttar, kyns, kynferðis o.s.frv.
Í framhaldi af þessu vil ég hvetja okkur öll til að standa stolt. Stolt fyrir það að þrauka þessar stóru öldur sem á okkur skella. Stolt fyrir að standa með náunga okkar og vera heil.
Verum stolt, kurteis og föllum ekki í sömu gryfju og þeir sem úthrópa Íslendinga, reka þá út úr töskubúðum í Köben eða gæludýrabúðum í Glasgow. Förum ekki niður á þann "level." Það hafa örugglega verið margir kaupmenn í bæði Köben og Glasgow sem hafa verið prúðir og borið virðingu fyrir sínum viðskiptavinum.
Nú höfum við aðeins fengið að kenna á eigin meðali .. þ.e.a.s. varðandi framkomu við útlendinga. Kona frá Litháen skrifaði í blöðin í morgun og sagðist ekki fá leigt. Hún lendir í því að "borga" fyrir samlanda sína sem hafa verið hér í glæpagengi eða einhverju álíka.
Það myndi samt enginn úthýsa mér ef ég sækti um sama húsnæði, vegna framkomu Benna Ólsara eða annarra íslenskra handrukkara. Samt er ég alveg þrælíslensk (eins og þeir).
Látum ekki vaða yfir okkur, en vöðum heldur ekki yfir aðra saklausa borgara. Stöndum vörð um það frelsi sem á Íslandi ríkir, málfrelsi, trúfrelsi og jafnrétti.
Því getum við verið stolt af og það styrkir sjálfsmynd okkar sem þjóðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur, 19. október 2008
Lotta flotta fertug í dag, 19. október 2008!
Tók auðvitað fullt af myndum, og nokkrar sérlega flottar af henni, en enn er myndforritið að stríða mér svo ég set hér bara afmælisköku!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 17. október 2008
Smá myndasería frá verslunarleiðangri í USA ... þeir klipptu ekki kreditortin þar (því miður)
Vala vopnuð vatni, hliðartösku og bíllyklum klár í verslunarleiðangur með mömmu!
"Mamma" mætt með hliðartösku og visakort, klædd í fánalitunum til að undirstrika að ég er íslensk (eða þannig).
GPS-ið stillt á búðina .. allt er nú hægt!
Borðuðum Asian lunch á Pei Wei til að hlaða batteríin ..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 17. október 2008
Frá nauðungarlögum til faðmlaga..
Kom heim eftir langt ferðalag í morgun, svalur íslenskur vindur tók á móti mér, en svo komu þeir tveir:Tryggvarnir (53 og 5 ára - eins og í Séð og Heyrt) með heita faðma. Ég hafði kvatt Völu og Jake á flugvellinum og ég var búin að ákveða að grenja ekki, þó mig langaði til þess. Það er alltaf svo skrítið að kveðja börnin sín. Fékk meira að segja tár í augun þegar ég kvaddi Simba, litla hundinn þeirra, en á milli okkar kviknaði strax gagnkvæm "ást".. Ég leit á póstinn minn í morgun, eftir að Tryggvarnir héldu á brott til skóla og vinnu og sá þá að ég var búin að fá nokkur bloggfaðmlög, og eftir að ég kannaði það betur sá ég að þetta var nýr "fítus" á blog.is.
Þakka fyrir að ekki voru send á mig nauðungar-eða herlög. Það var fleira í pósthólfinu, en Inga frænka, systir pabba, sendi póst á stórfjölskylduna að núna væri tími til að hittast og auðvitað er ekkert yndislegra en að smala saman mannauðnum þegar annar auður lekur niður í ræsið (goes down the drain). Ferðin út var vel heppnuð en full stutt auðvitað miðað við langt flug. Ég svaf fulllengi í dag, þannig að ég gat ekki sofnað og er því að blogga smá. Valan mín og Jake tóku glæsilega á móti mér og létu mér líða eins og drottningunni af Saba! Skemmtileg stemmning í þessum bæ; Delray Beach, en á morgnana stökkva þau út á Starbucks með Simba í bandi, setjast niður og ræða pólitík og önnur mál með amerískum Ítölum, eða ítölskum Ameríkönum. Ekki ósvipað og í heitu pottunum hér í Reykjavík, þar eru að vísu mest Íslendingar! Ætlaði að láta hér fylgja myndir af fallega fólkinu í Ameríku og voffanum, en kerfið að stríða mér svo ég geymi það. Sendi hér eitt stykki faðmlag á alla sem lesa!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Bloggad fra USA partur III - Vid audmennirnir i Florida
Heyrst hefur ad sumur audmadurinn se farinn af landi brott. Thegar dottir min og tengdasonur sottu mig a Sanford flugvoll a fostudagskvoldid, sagdi hun mer ad hun hefdi rekist a thjodthekktan einstakling i Orlando, sa er kenndur vid Bonus.
Vid audmennirnir flyjum s.s. til Florida. Ad visu er minum audmannsferli lokid, thar sem eg versladi mer jolakjol, nattfot, sko og nokkrar gjafir i gaer. En neyddist til ad fara ad versla thar sem rigndi her kottum og hundum!
Nyja myndavelin var ospart brukud, alveg fra thvi ad vid logdum af stad i rigningunni, inn i matunarklefa i Marshalls... endudum a ad saekja Jake i vinnuna, svo eldadi eg Paellu - lesist Paeju - ad spaenskum haetti, nammi, namm.
Solin skin i dag, skyjad med koflum en 30 stiga hiti, svo ekki vaesir um okkur. AEtlum ad rolta her um hverfid - fa okkur kaffi eda frappuchino a Starbucks og leggjast ut a patio i solbad.
Nenni ekki ad hafa ahyggjur i dag, thaer mega koma sidar.
Have a nice day.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 13. október 2008
Bloggad fra USA partur II, afmaeli tengdasonar 12.okt. og synt i sjonum
Takk fyrir kvedjurnar sem eg hef fengid herna ut, kaeru bloggvinir.
Eg finn thad thegar eg er buin ad vera her i nokkra daga, ad mer lidur eins og eg hafi verid undir thungu fargi heima, andrumsloftid er svo eitrad ad thad var ordid erfitt ad anda thvi ad ser.
Tharf ad fa mer filter adur en eg kem heim - en thad er a fimmtudagsmorgun.
Jake Nelan, tengdasonur minn vard 26. ara i gaer. Hann er bara yndi thessi drengur. Eg er svakalega heppin med tengdasyni, annar fra Danmark og hinn fra USA, held ad sonurinn muni fa ser eina islenska, en aldrei ad vita! .. ekki ad that skipti hofudmali.
Vid forum a strondina og syntum i brjaludum oldum, svo my hairdoo was kind of salty. Heldum svo orlitla afmaelisveislu thar sem Vala eldadi Tikka Masala kjukling, nammi, namm, en svo var sukkuladikaka ur budinni og is i eftirmat.
Thessi baer, Delray Beach, er yndislegur, svona vintage feeling yfir honum. 30 stiga hiti og sol uti nuna. Eg tharf ad fara varlega i solinni, er thegar buin ad grilla adeins og mikid a mer vinstri hlidina!
Versladi Olympus myndavel i gaer, that er allt og sumt, thetta verdur ekki big shopping spree, eins og gefur ad skilja.
Knus og kossar heim til Islands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 11. október 2008
Bloggad fra USA, partur I I'm alive!
Ja, thetta eru alltaf fyrsta hugsun thegar eg er lent eftir flug, I'm alive! .. er ekki beint flughraedd, en virdist eiga erfitt med ad treysta okunnugu folki vid styri, hvad tha flugvelastyri. Ferdin gekk mjog vel, sat hja vinalegum saenskum midaldra (eldri en eg) hjonum. Nyja flotta sjonvarpsgraejusaetasystemid var bilad svo ekki horfdi eg a bio a leidinni.
Las bok, 208 bls., Ut ad stela hestum, eina Viku, eitt Sed og Heyrt, eitt DV og einn Mogga og red krossgatuna i vikunni. Eg held eg lesi ovenju hratt.
I saetarodinni vid hlidina a mer, voru fullordin hjon, hann ordinn hifadur a thann mata ad flugfreyjan thurfti ad segja ad brennivinid vaeri buid. Hann for med baenirnar fyrir okkur, Nu legg eg augun aftur og hvatti flugfreyjuna til ad fara med fadirvorid, blessadi hana og hennar fjolskyldu alla! .. Kannski var thad vegna baenhita thessa manns ad svo for sem for, vid sem sagt lentum heil a hufi!
Tollarinn a Orlando var thettur saetur ungur madur, stressadri en eg. Tok samt af mer fingrafor og mynd um leid og hann kvartadi yfir hvad tolvan hans vaeri slow.
Vala, Jake og barnabarnid, hundurinn Simbi, toku vel a moti mer, solbrun og saet - lika Simbi.
Okum i 3 tima nidur til Delray Beach, og vid toludum um efnahagsastandid og how we could make things right in Iceland. Ja, ja, engin minnimattarkennd. Vid thrju vorum eiginlega buin ad bjarga efnahagsastandinu (ad visu bara munnlega) a leidinni hingad nidur Floridaskagann.
Ibudin sem thau bua i er vaegast sagt falleg, tengdamamma i serherbergi, m sina tolvu, eins og gloggir lesendur hafa kannski tekid eftir.
Well, love and hugs from USA .. especially to my family.
Eg missi alltaf nidur tungumalid um leid og eg er komin a erlenda grund, eda thannig.
Er farin ad sofa aftur zzzzzzzzzzzz, klukkan er bara halffimm og eg hef adeins sofid i 5 tima
Over and Out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 10. október 2008
Frjáls og fróð þjóð ..
Þreyta er komin í þjóð,
því fossar blóð.
Beisk undir breskum bölmóð,
bíður hún þrautseig og þolinmóð.
Þreyjum, þraukum, missum ei móð,
þó mæði á neikvætt fréttaflóð,
sem fari um Kári í jötunmóð.
Verum í hjarta hlý og góð
vináttu tendrum glóð
frjáls og fróð
þjóð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)