Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Kosningavaka sjónvarpsins o.fl. bein útsending..
Er að horfa á kosningavöku sjónvarpsins. Ágætt tilefni til beinnar útsendingar. Er búin að dópa mig vel upp fyrir kvöldið (draumstautar ) ..
Ég vona að Obama vinni kosningar, en er ógesslega hrædd um að McCain nái þessu á einhverju svindli.
Það er slatti af álitsgjöfum í sjónvarpinu. Tvær konur, ein ljóshærð í fallegum grænum jakka með gulum og hvítum blómum. Þarna er einn mjög mjór maður í ljósblárri skyrtu. Fréttamaður í smáköflóttri skyrtu, Karl minnir mig að hann heiti. (Missti af kynningunni). Nú á að bregða sér á Grand Hótel. Hleypt inn í hollum á Grand Hótel!
Kosningar ganga ekki hnökralaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (62)
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Ég er svöng!
Ég er svo sjálfsentrísk þessa dagana, að eitthvað sem heitir efnahagsástand eða kreppa kemst ekki að. Öll mín athygli fer í sjálfa mig og hálsinn, sem er by the way SVO aumur og ég er SVO hungruð í annað en jógúrt, ab mjólk, banana eða íspinna. Sé fyrir mér mat sem ég borða mjög sjaldan, vegna þess að ég veit að hann er svo óhollur:
Hamborgara og franskar .. yummi ..
Nóg um það. Þjófavarnarsystemið fór í gang áðan. Sonur Tryggva hafði farið úr húsi og sett kerfið á, án þess að vita að ég lægi kvalin við dauðans dyr (eða þannig) uppí rúmi. Um leið og ég hreyfði mig framúr fór allt að íla og ég þurfti að stöðva kerfið og hringja í Securitas.
Óska ykkur góðrar kvöldmáltíðar. Nú hugsa ég aðeins um að komast til heilsu á ný!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Ljósaskifti eða ljósaskipti .. skiptir það máli?
Falleg er myndin, og næstum jafn óraunveruleg og ástandið er orðið hér í samfélaginu okkar. Ég tel að vísu að þarna eigi að standa ljósaskipti en ekki ljósaskifti eins og stendur í frétt Mbl.is
Ég bið bloggvini og vinkonur forláts á því hversu léleg ég hef verið undanfarið að "kíkja í heimsókn" ..
Stend í miklum önnum, að klára mín verkefni fyrir skólann, fram í tímann, því ég er að fara í hálskirtlatöku í fyrramálið og ætti að geta verið með "beina lýsingu" í næstu viku af áætluðum miklum kvölum mínum! .. þar sem ég mun verða frá vinnu í viku.
Ég er voðaleg hæna (chicken) þegar kemur að svona löguðu. Kvíði meira að segja svolítið mikið fyrir.
Knús, knús Wish me luck!
Ljósasýning á himni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Úff.. hvað er erfitt að vera EKKI að horfa! ..
Ég ákvað að taka mér kaffipásu í vinnunni, en ég er að vinna fram í tímann, þar sem ég verð í veikindaleyfi a.m.k. næstu viku. Búin að vera fanta dugleg. Ætlaði að horfa á vefsjónvarpið en það virkar ekki!!!.. Ég sé hér á vefnum að Noregur er einu stigi yfir, en vona heitt og innilega að við höfum þetta.
Ísland sótti stig til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Bubbi Morthens = Bein útsending
Ég mun ekki verða með beina útsendingu á beinni útsendingu á landsleik á blogginu í dag, þar sem ég þarf að vinna og get því miður ekki horft á. Ef ég væri ekki að vinna færi ég í göngu niður Laugaveg auðvitað.
Ég sagði frá skemmtilegum misskilningi varðandi Beina útsendingu í einni athugasemdinni hjá sjálfri mér hér í blogginu á undan.
Þannig var að ég var með Au Pair frá Danmörku og höfðum við skroppið út kvöldstund, en hún var heima að horfa á sjónvarpið.
Þegar við komum heim, sagði hún " Flot fyr den "Ben Utsending" han sangeren. Ég varð auðvitað eitt spurningarmerki og fór að fletta yfir dagskrána og þá var það Bubbi Morthens sem hafði verið í beinni, og yfir skjáinn kom auðvitað textinn: BEIN ÚTSENDING...
En hvað um það "ÁFRAM ÍSLAND" .... Olé, Olé, Olé, Olé ....
Handboltaveisla í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Kem inn þegar staðan er 14:6 fyrir Ísland, nú þarf Ísland að vinna og ekkert minna!
Eins og sumir og sumar hafa orðið varir og varar við hef ég stundum sett hér inn beinar lýsingar á beinum lýsingum. Ykkur er velkomið að taka þátt og hjálpa við lýsinguna.
Sé að Íslendingar eru að keppa í rauðum búningum og Belgar í hvítum. Nú var Hreiðar, rétt í þessu að verja 10 skotið, flottur í gulri peysu.
Jæja, komaso:
Öruggt gegn Belgum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Þriðjudagur, 28. október 2008
Útrás og ruslatunna fyrir reiði
Góðan dag, eða þannig. ...
Ég hef ákveðið að fórna hér einum þræði í útrás, ekki til að fara í útrás heldur fyrir okkur til að fá sameiginlega útrás.. Hugsið ykkur að á baki ykkar sé bakpoki fullur af reiði, þunga, leiða og doða (ekki erfitt) .. Úr honum má týna og leggja frá sér í athugasemdardálkana mína (ímynduð ruslatunna). Ég mun svo setja lok á ruslatunnuna og kveikja eld í henni og brenna upp reiðina, leiðina, doðann o.s.frv, ó, já!
Það má skrifa hvað sem er í athugasemd, nema kannski helvítis, djöfulsins, andskoti.. .. eða hvað? ... jú, jú, nauðsyn brýtur lög! Úff hvað mér létti við þetta (ég blóta nefnilega eiginlega aldrei og er algjörlega á móti því).. Það er líka hægt að skrifa /&&%)$$)==Ö=Ö65$$# .. eða bara hvað sem ykkur kemur í hug.
(þetta er tilraun, við sjáum hvernig hún gengur).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 27. október 2008
Frá reiði í pönnukökubakstur ..
Ég var búin að skrifa rosalegan reiðilesturspistil hér. Um ábyrgð einhverra karla út í bæ sem aldrei var nein ábyrgð þegar á hólminn var komið, íslenskri þjóð liði eins og sér væri nauðgða o.s.frv. Erum við búin að heyra þetta áður? Já, og við eigum rétt á að vera reið.
Svo hugsaði ég með mér; "hverjum gagnast reiði þín Jóhanna" .. ertu að byggja einhvern upp með þessu, ertu að fríska upp andrúmsloftið eða ertu að bæta sóti í það? .. Ég ákvað því að stroka út þetta leiðinlega og setja frekar inn í það ilm af nýbökuðum pönnukökum!
Hvað get ég (og þú) svo gert til að létta þetta mettaða andrúmsloft? ..Við getum verið Pollýanna. Við getum sinnt þeim sem eru í kringum okkur betur, við getum hlustað á þá sem eiga erfitt. Við getum upphafið hin raunverulegu gildi; vináttuna, kærleikann, samveruna - fjölskylduna.
Við getum verið náunganum náungi og bakað fyrir hann pönnukökur! Við heimtum ekki ofurlaun fyrir það, ó, nei, nei.. hvert "takk" og bros og hlýja er forgengilegum auð betra.
"Mamma ég vildi að það væri rafmagnslaust" var setning sem ég fékk stundum að heyra frá börnunum mínum þegar þau voru lítil. Þegar það var rafmagnslaust þá kveiktum við á kertum, spiluðum við eða sungum saman. Við bjuggum í húsi með lofthitun svo hitinn lækkaði líka við rafmagnsleysið. Við þjöppuðum okkur saman og vöfðum um okkur teppum. Urðum svo náin og þurftum ekki mikið rými.
En hvað með pönnukökurnar, þegar það er orðið rafmagnslaust?
Það er hægt að baka pönnukökur á gasi!
Mér er runnin reiðin og langar í pönnukökur! ..
Við Máni í pönnukökubakstri ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur, 26. október 2008
Litrík helgi ...og gömul færsla rifjuð upp ..blogg í skeytastíl
Helgin í stuttu máli:
Kósý kvöld með kallinum á föstudag ..
Skræpóttur sólarhringur með saumó í sumarbústað ..
Flott fjölskylduboð hjá Ingu föðursystur seinni partinn..
Tótallý búin á því ..
Nú er verið að sýna Kongekabale á RUV og bloggaði ég um það í den en þá færslu má sjá hér fyrir neðan:
Föstudagur, 11. ágúst 2006
"Kongekabale" og Siv Friðleifsdóttir
Horfði á ágæta danska mynd í gærkvöldi: ,,Kongekabale." Vel gerð og heldur manni í spennu allan tímann. Pólitískt plot og pot, siðferðislegar spurningar o.fl. Ætla ekki að skrifa greinargerð um myndina hér en það sem vakti athygli mína var þessi kóngakapall - hræðsla sumra karlanna við að fá konuna við stjórnvölinn. http://www.imdb.com/find?s=all&q=kongekabalen
Þessa mynd horfði ég á sama dag og Siv Friðleifsdóttir er að bjóða sig fram sem formann Framsóknarflokksins. Mér finnst Siv flott og stend með henni, hún er góð fyrirmynd fyrir heilbrigðan líffstíl sem ég kann að meta. Er sjálf óflokksbundin og heillast af fólki en ekki flokkum. Ég vona að Siv verði kosin formaður Framsóknar. Það veitir heldur ekki af fleiri drottningum í kongekabalen.
---
Mér finnst þessi mynd/færsla eiga erindi til okkar í dag, 26.október 2008!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 24. október 2008
Stjörnuspeki og tilviljanir
Fór inn á stjörnuspekisíðu mbl.is og nú er komið upp tímabil sporðdrekans .. sem er "moi" .. Margt af þessu passar vel við mig (og reyndar líka fólk í öðrum merkjum) en feitletraði það sem hittir alveg í mark, en skáletraði það sem ég tel alls ekki passa.
Ég var að rabba við Róslín, bloggvinkonu mína, í gærkvöld á msn og sagði henni að það væri ekki að marka stjörnuspá, því að varla lifðu t.d. öll ljón samskonar lífi. En það má leika sér að þessu. Stundum get ég séð á fólki í hvaða merki það er, það er bara svoleiðis! .. Einu sinni hitti ég konu sem kom í svo skvísulegum rauðum stígvélum (að sjálfsögðu háklassa) og bar með sér ákveðinn þokka sem minnti mig á systur mína og mágkonu sem báðar eiga afmæli 3. janúar. Ég spurði hana hvort hún væri Steingeit, hún jánkaði því, en jafnframt hélt hún áfram: "Ég á afmæli 3. janúar" ... Tilviljun?
Sporðdrekinn
Árstími Sporðdrekans er mitt haustið. Á þessum tíma styttist dagurinn óðfluga og skammdegismyrkrið eykst. Gróðri hnignar, lauf eru fallin af trjám, frost sest í jörð og veður versnar. Fyrir Sporðdrekann er þessi tími mótandi og setur mark sitt á sálina. Hann er því heldur dulur og lifir töluvert í eigin heimi.
Tilfinningar
Sporðdrekinn er tilfinningaríkur og frekar varkár. Að öllu jöfnu virðist hann hægur og rólegur á yfirborðinu, en tilfinningar ólga oft undir niðri. Hinn dæmigerði Sporðdreki er kjarnyrtur og hreinskilinn og lítið fyrir yfirborðsmennsku. Þegar sagt er að Sporðdrekinn sé dulur þarf að hafa eitt í huga. Hann er næmur og tekur tilfinningar og líðan annarra inná sig. Hann heldur fólki því oft frá sér í varnarskyni. Hann vill kafa djúpt ofan í það sem hann tekur fyrir og er því lítið fyrir yfirborðskenndan kunningsskap eða samræður. En þegar hann er með fólki sem hann treystir fyrir tilfinningum sínum er hann alls ekki dulur. Þá er hann oft stjórnsamur og opinskár og á til að ræða hvað sem er. Sporðdrekinn getur því verið dulur og lokaður gagnvart ókunnugum, en að öðru leyti kjarnyrtur og opinskár.
Stjórnsemi
Sporðdrekinn er eitt af stöðugu merkjunum. Það táknar að hann er fastur fyrir og ósveigjanlegur í persónulegum stíl sínum og viðhorfum. "Nei, þetta geri ég aldrei," segir hann og verður ekki haggað. Þó hann geti virst rólegur á yfirborðinu er hann ráðríkur og stjórnsamur. Hann vill ráða, að minnsta kosti yfir eigin umhverfi og lífi.
Heilindi
Sporðdrekinn er skapstór og tilfinningaríkur og tekur ákveðna afstöðu með eða á móti mönnum og málefnum. Hann vill ganga heill að hverju verki, hvort sem er um vinnu, ást eða áhugamál að ræða. Hann er lítið fyrir hálfkák og vill komast til botns í hverju máli. Sporðdrekinn er því ekki maður sem á auðvelt með að skipta sér á milli margra ætlunarverka.
Einbeiting
Alvörugefni Sporðdrekans og þörf fyrir að komast til botns tengist öðrum persónuleikaþætti, sem er einbeiting. Hann hefur þann hæfileika að geta einbeitt sér að ákveðnum málum og útilokað umhverfi sitt og annað sem er óviðkomandi. Segja má að honum hætti til að fá einstök mál á heilann, svo jaðri við þráhyggju.
Kaldhæðni
Skopskyn Sporðdrekans birtist oft í beittum og kaldhæðnislegum athugasemdum. Hann á til að "stinga" með eiturbroddinum fræga þegar sá gállinn er á honum. Hann er því erfiður andstæðingur og vont að lenda í rimmu við hann, enda á hann til að vera grimmur ef fólk reitir hann til reiði eða stendur í vegi fyrir honum. Hann berst hins vegar af sama krafti fyrir þá sem honum þykir vænt um og er að öllu jöfnu traustur og góður vinur.
Dulúð
Sporðdrekinn hefur áhuga og hæfileika á sviði rannsókna. Hann heillast oft af því sem er dularfullt og hefur gaman af að svipta hulunni af yfirborðinu og komast að kjarna málsins. Hann hefur því oft áhuga á spennumyndum og glæpasögum, en einnig á dauðanum, kynlífi og reyndar öllu því sem er á einhvern hátt hulið myrkri, spennu og dulúð.
Einvera
Til að endurnýja lífsorku sína og viðhalda henni þarf Sporðdrekinn að draga sig annað slagið í hlé. Hann þarf á reglulegri einveru að halda. Ef önnur merki viðkomandi Sporðdreka eru félagslynd getur komið að sömu notum að skipta annað slagið um umhverfi. Hann þarf að hreinsa sig af utanaðkomandi áhrifum, til að geta sinnt eigin verkefnum án afskiptasemi og til að koma stillu á 'vatnið'. Einbeitingin er sterkust og ímyndunaraflið flæðir best þegar kyrrð ríkir í umhverfinu.
Þegar talað er um 'Sporðdrekann' og 'Sporðdreka', er átt við þá sem fæddust þegar Sólin var í Sporðdrekamerkinu. Þeir einstaklingar sem fæddust á þeim árstíma hafa 'hjartað' í þessu merki, eða grunneðlið og lífsorkuna.
Staða Tunglsins í merki segir til um tilfinningar, staða Merkúrs um hugsun, Venusar um ást og samskipti, Mars um framkvæmdir, Rísandi merkis um framkomu og staða Miðhimins um (þjóðfélags)markmið. Hver einstakur maður er í nokkrum stjörnumerkjum og þess vegna eru gerð stjörnukort, en ekki bara fjallað um stjörnumerkin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)