Kænskubragð eða óþverrabragð ?

Hvað finnst fólki um þessa auglýsingu ?  

Ef þið eigið erfitt með að opna YouTube þá er þessi auglýsing á þennan veg:

Maður kemur gangandi að kjötborði í verslun og biður um síðasta stykkið af ákveðinni tegund lambakjöts, fyrir aftan hann er kona (barnshafandi) og heyrir hún afgreiðslumanninn segja að þetta sé restin af lambakjötinu. Hún ætlaði sér augljóslega að fá kjötið og til að ná því þá tekur hún það til bragðs að láta peninga hrynja úr veskinu sínu.

Að sjálfsögðu þá verður maðurinn fyrir framan hana var við þetta og hún brosir sínu blíðasta og spyr hvort að hann geti ekki aðstoðað? Maðurinn beygir sig niður til að tína upp aurinn og á meðan hann er bograndi þá hirðir hún innpakkaða lambakjötið, hann réttir henni budduna og hún þakkar pent -gengur svo í burt með kjötið en maðurinn stendur eftir gáttaður, en lambakjötslaus.

Hvaða boðskapur er þetta eiginlega? ...  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

HAHAHAHAHAAHA....svona er þetta bara, við strákarnir erum eins og smjör í höndunum á ykkur stelpunum........þessi auglýsing er bara sönn finnst mér.....það þarf bara smá bros og hvolpaaugu og þá gerum við hvað sem er fyrir ykkur....

.....og skiljum svo ekkert hvað gerðist...hahahahahaha...

Haraldur Davíðsson, 8.10.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Haraldur, þér er aldeilis skemmt  ég hef eiginlega roðnað þegar ég hef séð þessa auglýsingu -   .. spennandi að heyra fleiri upplifanir.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 11:02

3 Smámynd: Anna Guðný

Ég hef bara eitt orð yfir þessa auglýsingu: Hallærislegt .

Hver er hugmyndasmiðurinn á bak við þessa auglýsingu? Þætti gaman að vita það.

Anna Guðný , 8.10.2008 kl. 11:08

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

??????????????? mig ekki talar mikið islenskt!

Rut Sumarliðadóttir, 8.10.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: M

Ég hugsa oft hvað kjötkaupmaðurinn var að pæla meðan hann rétti henni kjötið

Finnst þessi auglýsing hallærisleg.  Ólétt, bláeyg blondína.

M, 8.10.2008 kl. 11:41

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Aldrei séð þessa auglýsingu... mér finnst hún eiginlega bara... ekkert...

Jónína Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 11:54

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þarna eru erkitýpurnar lifandi komnar.  Mér finnst það sorglegt.

Konan, ljóshærð, bláeyðg, saklaus og full af kvenlegum þokka og hún er undurförul og henni er ekki treystandi.

Maðurinn er fórnarlamb konunnar, hann tapar í viðuregninni.

Ég gæti ælt.

Og hverjir búa til auglýsingarnar?

Það munu vera hvítir menn á besta aldri.

Eller hur?

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hef ekki hugmynd hver er hugmyndasmiður, en ég hef ekki einu sinni tíma til að lista upp siðferðisspurningarnar sem poppa fram þegar á þetta er horft! ..

Þetta er a.m.k. ekki "elskaðu náungann eins og sjálfan þig" siðgæði sem kemur þarna fram.

Auglýsingarnar eru frá Markaðsráði kindakjöts og virðist það (ráðið) stolt af.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 14:25

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er sammála Rut!

En ég er viss um að bloggvinkona mín hún Jóga sé farin að gegna miklu móðurhlutverki.... þú ert yndiiisleeeg

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.10.2008 kl. 16:23

10 identicon

Mér finnst þessi auglýsing ömurleg. Ég hef ekki tölu á öllum þeim auglýsingum, þar sem kynjahlutverkin eru sett upp þannig, að karlmaðurinn kemur út eins og asni, en konan er svo klár.

Mér dettur í hug ein, þar sem manninum fannst hann þurfa fara að hreyfa sig (eða sjálfsagt hefur konunni hans fundist hann vera orðinn of feitur!). Hann fer og kaupir sér hjól og allt tilheyrandi og fer svo að rembast við að hjóla upp brekkur og svona. Síðan er hann sýndur að niðurlotum kominn, þar sem konan hans er kominn að hirða hann upp í bílinn og tekur hjólið líka í bílinn (þetta var bílaauglýsing og verið að sýna fram á hvað bíllinn væri rúmgóður, minnir að þetta hafi verið Honda Jazz, dæmigerður konubíll!)

Svo er ein; ung kona sýnd hlaupa út um allt, með bakpoka og hún lemur bakpokanum utaní alls staðar þar sem hún kemur því við, í veggi og fleira. Eftir mikil hlaup er hún sýnd þar sem hún kemur heim til sín, kemur hlaupandi inn í svefnherbergi, þar sem kærasti/eiginmaður liggur í rúminu og fer að berja hann með bakpokanum! (Auglýsingin var um Weetabix)

Ein enn; par eða hjón þurfa að mála hjá sér og eru ósammála um lit á  veggina. Konan eitthvað fúl og kemur út í garð, þar sem maðurinn liggur í hengirúmi, með sælubros á vör, rigsar að honum og hvolfir honum úr hengirúminu! (Þessi auglýsing var frá málningarfyrirtæki)

Ég hef séð fleiri auglýsingar í þessum anda, en man ekki fleiri í augnablikinu.

Mín kenning er sú, að auglýsingafyrirtæki þora ekki að gera auglýsingar þar sem mögulega gæti hallað á konur, af hræðslu við heilaga reiði femínista!

Kær kveðja á þig

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:37

11 identicon

Sæl.

Þann 26 sept.vakti ég á þessu máli á síðunni minni undir fyrirsögninni.

Að kenna og réttlæta þjófnað og það frammi fyrir alþjóð.

Ekki mikil viðbrögð hjá mér en það var gott að þu komst líka inná þetta.

Takk.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:47

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála þér Ásdís Emilía, mér finnst þessi auglýsing niðrandi fyrir konur og karla.

Kíkti á þitt blogg áðan Þórarinn, þetta hefur farið fram hjá mér, enda næ ég því miður ekki að lesa nema örlítinn hluta af þeim bloggfærslum sem ég vildi gera vegna tímaskorts.

Held ég hafi sjaldan séð auglýsingu sem er svona full af "crap" .. get ekki orðað það á íslensku!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 18:08

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Váts Róslín, þakka þér fyrir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 18:21

14 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ekki móðurhlutverki yfir mér ef þú skildir það þannig - bara þykjustustórafrænkamín!
Þú gegnir hlutverki móður moggabloggsins;

Og titilinn f. besta móðurhlutverk bloggara tvöþúsundogátta hreppir; JÓGA MAGG!

Þú ert yndisleg þykjustustórafrænkamín

P.s. svo sko fylgir þá sögunni að Vala dóttir þín er líka þykjustufrænka mín... mér tókst að ljúga því að krökkunum líka...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.10.2008 kl. 19:09

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Róslín - ég var að þakka þér fyrir að segja að ég væri yndisleeeg  ... Það er yndislegt að fá að heyra að maður sé yndislegur..

Það er ekkert smá hlutverk; "móðir moggabloggsins" .. ég þakka pent snúllan mín!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 19:33

16 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já þá erum við ekki að misskilja hvor aðra!
Ég er líka með hlutverkið unglingur moggabloggsins...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.10.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband