Bros og knús í hvert hús ....áskorun!

Ég var að lesa áskorun frá Júlíusi bloggara um að blogga um eitthvað jákvætt, og hef hér með tekið áskorun.

Fann þessa sætu meðfylgjandi mynd af bleiku brosandi húsi sem er næstum með svona "fullnægingarsvip"  - hefur a.m.k. fengið nóg að borða, svo ég fari ekki út í extreme. Talandi um extreme þá horfði ég á "Home extreme makover" eða hvað sem það heitir, - leiðréttið mig endilega,  í fyrrakvöld og grét mörgum fögrum gleðitárum.

Þar hafði fjölskyldufaðirinn dáið frá sex börnum, en hann hafði einmitt verið að standsetja hús fjölskyldunnar þegar hann hafði veikst vegna myglusvepps sem lagðist á lungu hans! .. Úff..

Home makover liðið kom og byggði ekki aðeins nýtt hús fyrir mömmuna og börnin, heldur hálfgerða höll. Þetta var alveg fimm vasaklúta þáttur, ferlega kjút.

Í gærkvöldi átti ég yndislegt kvöld með kvikmyndaklúbbsvinum mínum, í kvöld fer ég í saumaklúbb með vinkonum mínum frá tja..sumum frá 13 ára aldri.

Ég er þakklát fyrir fjölskylduna mína - sem er yndisleg, þakklát fyrir vini mína sem eru líka yndislegir, og ykkur líka (ofcourse) bloggvinir sem eruð líka yndisleg, já, já þú líka Róslín.. LoL ..

Ég er ekki svöng, á þak yfir höfuðið, hef vinnu og heilsu (svona nokkurn veginn a.m.k. - það á að fara að bæta úr því með að rífa úr mér hálskirtlana til að bæta úr því) ... Á föstudag er ég að fara að heimsækja litlu stelpuna mína og gleyma mér aðeins með henni á Delray Beach Florida! úfff.. hvað ég hlakka til.

Þetta var s.s. jákvæðnibloggáskorun sem ég lýk hér með og kasta knúsinu áfram Kissing.. bros og knús í hvert hús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Las einmitt bloggið frá Júlla á meðan ég var að semja mitt. Ég tók þá ákvörðun að taka þetta á jákvæðninni. Það er svo margt sem við vitum ekki og það að fara að eyða orku okkar í að spá og rökræða hvort það fer á þennan veginn eða einhvern anna, ja ég hef nóg annað með mína orku að gera. Fara brosandi út í daginn og halda brosinu, hvað sem á gengur. Það er nú bara meiriháttar mál.

Hafðu það gott ljúfan bros og knús í hvert hús

Anna Guðný , 8.10.2008 kl. 20:16

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

...yess...stórt knús til þín...

Júlíus Garðar Júlíusson, 8.10.2008 kl. 21:04

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bros og knús

Jónína Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 21:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hva?
Ekki var ég að kvarta! En takk fyrir það

Ég reyni að forðast að horfa á meikóverið, það er það eina af fáu sjónvarpsefni sem fær mig til að skæla!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.10.2008 kl. 00:27

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fjölskylda og vinir eru mikilvægust á svona tímum

Ía Jóhannsdóttir, 9.10.2008 kl. 08:17

7 Smámynd: Laufey B Waage

Bros og knús

Laufey B Waage, 9.10.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband