Færsluflokkur: Bloggar

Með alla sína þekkingu og fé aldrei gæti maður skapað tré...

 

Ég held að nýja videóið ,,Betra líf" með Páli Óskari sé ein fallegasta trúarjátning sem ég hef séð á ævinni.

Pikkaði inn textann:

"Svo lít ég bara í kringum mig og sé, alla þessa fegurð nærri mér, ég tók því sem gefnu, staldraði aðeins við, er á réttum tíma á réttum stað,   hverjum get ég þakkað fyrir það, ég opnaði augun og hjartað fann á ný betra líf .. að því að ég fór loks að trúa því, að það væri eitthvað annað eitthvað meira og miklu stærra ..

Hvort sem það er stórt eða´ agnarsmátt ég skynja einhvern meiri háttar mátt, ég þarf enga sönnun. Ég finn og veit og sé, með alla sína þekkingu og fé aldrei gæti maður skapað tré, ég opnaði augun.. Fann á ný betra líf .. að því að ég fór loks að trúa því að það væri eitthvað annað eitthvað meira og miklu stærra .. "

Ég gæti ekki orðað trúartilfinningu mína betur en fram kemur í þessum texta.

Svo er gaman að segja frá því að ,,skádóttir" mín hún Bíbí er dansari í myndbandinu, en hún er í fjólubláum kjól. Hún kláraði Listdansskólann sl. jól og stefnir á framabraut í dansinum.

Ég tilkynnti mínum heittelskaða í morgun að ég væri hætt að blogga í bili, því ég er að byrja að vinna aftur og þetta tekur meiri tíma en ég ætlaði mér. Hef svo mörgu að sinna. Því verður þetta lokafærslan í einhvern tíma (nema mér verði mikið mál Grin) ..  kíki þó "í heimsókn" til ykkar við og við.

Eigið yndislegt líf og BETRA LÍF .. Heart

 

p.s. Mig langar að frábiðja mér leiðindi og  í þetta sinn ætla ég að gerast svo frökk að nota rétt minn og eyða út ef athugasemdirnar eru dónalegar.


Aðför að Gunnari í krossinum - eða réttlát reiði í hans garð?

Ég var að lesa bloggið hennar Þóru Guðmunds þar sem hún segir frá tilkynningu eða sem hún fékk sem bloggvinur Jóns Vals - útkallið frá honum hljóðar svona:

"Bloggvinir, það er sorglegt að sjá óbilgjarna aðförina að Gunnari í Krossinum og að jafnvel kristið fólk taki þátt í henni.
http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/598544/ "

Það virðist ekki skipta Jón Val máli þó að Gunnar í Krossinum sé með aðför að samkynhneigðum og vilji "afhomma" þá og þá eflaust "aflessa." Gæti ekki bara verið að það að þessi meinta aðför fólks, jafnvel kristins fólks, eins og Jón Valur orðar það, sé nú bara það sem kallast réttlát reiði í garð manns sem er með aðför að lífsstíl  þjóðfélagshóps og telur sig þar hafa Guð sér til fulltingis. Það er einhver falsguð, því að sá Guð sem ég trúi á fer ekki í manngreinarálit...

Það eru menn eins og Gunnar og verjandi hans; Jón Valur sem eiga það á samviskunni að ungt fólk spyr: ,,Af hverju hatar Guð homma." ..  Hvers konar trúboð er það hjá þessum mönnum? .. Fatta þeir ekki að þeir eru að fæla fólk frá kirkjunni og trúnni?

Jón telur rétt að verja Gunnar, það er gott að eiga sér verjanda, en á að verja Gunnar fyrir að dæma menn og konur sér óæðri vegna kynhneigðar og þá um leið setja sjálfan sig á æðra plan .... ?

Sannleikurinn mun gera okkur frjáls, frjáls til að vera þau sem við erum - samkynhneigð, gagnkynhneigð, hvít, gul eða svört. Troðum ekki lyginni ofaní kokið á fólki með því að segja því að það eigi að vera annað en það er, segja því að samkynhneigð þeirra sé röng - og það í Guðs nafni! 

GÓÐUR Guð sem elskar okkur ÖLL, eins og við erum, geymi þig og verndi og heilagur andi knúsi þig góða nótt. Heart


Stingur í kálfa.. spurning til ykkar þarna úti..

Kannast einhver við að hafa fengið stingi, næstum eins og rafstraum í kálfann ... hér á að vera spurningarmerki, en ég er í tölvunni hennar dóttur minnar og finn ekkert spurningarmerki!!..

þetta er ekki sinadráttur, heldur eins og stutt skot - mjög sársaukafullt - frá 2 - 3 sek, upp í 5-10 sek. og ekki hægt að halda ,,straight face" á meðan á því stendur. Ef þið þekkið þetta, endilega segið mér frá hvað þetta getur verið!!..

Er annars að passa, því að dóttir mín fékk slæmt gallsteinakast og er í rannsóknum! Gengur mikið á í þessari fjölskyldu. LoL


Brandarar á ögurstundu hjá Morgan og Mumma ...

Ég hélt að brandarar á ögurstundu eða sjúkrabeði væru bara klisjur úr bíómyndum. Nýlega lenti Mummi í mótórsmiðjunni í því að fá hjartaáfall, og það meira að segja í fimmtugsafmæli sínu, en síðan komu fréttir að hann væri farinn að segja brandara af sjúkrabeði og átti það að sjálfsögðu að þýða að hann væri á batavegi.

"Brandarinn" sem ég hef orðið pirruðust yfir (á ögurstundu) var þegar ég fór upp á fæðingarheimili, kvalin með hríðar á fimm mínútna fresti,  til að eiga eldri dóttur mína (f. tæpum 27 árum) og var klædd í svartar og gular, risastórar röndóttar nærbuxur.

Hinn tilvonandi faðir fór að skellihlæja og sagði:,,þú ert eins og býfluga" ... bzzz..  Mér var ekki hlátur í huga á þessari stundu og gaf honum eitt af mínum eitruðu lúkkum.. eeeen auðvitað var ég eins og bráðfyndin (en þjáð) býfluga. En hvers konar búningur var þetta eiginlega sem boðið var uppá??? LoL ... 

jæja, húmorinn er bráðnauðsynlegur og vonandi batnar nú bæði Mumma og Morgan og megi þeir og aðrir lengi lifa...

 

 


mbl.is Gerði að gamni sínu við björgunarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TVEGGJA ÁRA SYSTUR ......

Snúllur í sumó

Ísold og Rósa

 

Snúllur_huldukot

Rósa og Ísold

 Systurdætur mínar þær Rósa og Ísold áttu tveggja ára ára afmæli í gær, 3.ágúst.  Þær eru svo mikil krútt að það hálfa væri nóg...en þær eru s.s. tvöfaldur krúttskammtur..

Á efri myndinni eru þær að leika sér í fjörunni við Hreðavatn, sem okkur í fjölskyldunni finnst yndislegasti staður í heiminum, og þær eru augljóslega að komast á bragðið.  Á neðri mynd eru þær augljóslega að fá sér gönguferð út í heiminn hjá Huldukoti, en þar á uppáhaldsfrænka þeirra (ég verð að játa mig sigraða þar) bústað sem þær elska líka að vera.

Sara sæta og góða stóra systir átti afmæli 15. júlí en þá var hún stödd í Frakklandi.

Kaupmannahöfn_maí_III 039

Sara og Ísold

Kaupmannahöfn_maí_III 030

Sara og Rósa

Óska frænkum mínum til hamingju með afmælin þeirra. InLove


Róslín og Rhodos

Góðan dag eða kalemera eins og sagt er á grísku! Nú er konan komin í hús, eftir vikuafslöppun á grísku eyjunni Rhodos. Þakka innilega allar kveðjurnar sem ég hef fengið, við sluppum bæði við jarðskjálfta og skógarelda..  Allt tókst vel, hitinn kannski í hærra lagi, en það er sko allt í fína Þegar hægt er að velta sér af sólstólnum út í laug eða sjó!

Ferðin hófst, eins og aðrar utanlandsferðir í flugstöðinni, en þar hitti ég Róslín bloggvinkonu með meiru. Það var gaman að sjá þessa kotrosknu dömu. Hún virkar hlý og flott stelpa.

Ég fékk auðvitað betri helminginn til að mynda okkur saman:

 

Rhodos_2008 002

Sjálf og Róslín á flugstöðinni, Róslín á leið að keppa í Noregi.

Flugið tók sex tíma - svo við vorum hálfmygluð þegar við mættum en sólin kyssti okkur á hverjum morgni.

 

Rhodos_2008 025

Þarna eru Tryggvarnir á Akrópólishæð þeirra Rhodosbúa, sá yngri kallaði hana að vísu "Apríkósuhæð" LoL

Rhodos_2008 081

Svo var auðvitað borðað og borðað og drukkið og borðað og .... Tryggvar x 2, sjálf, Hulda og Doddi (kúreki) ferðafélagar okkar.

Rhodos_2008 038

Algengasta sjónarhorn sjálfrar, tærnar mínar á sólbekknum og sá yngri að leika í  barnalauginni.

Rhodos_2008 104

Skruppum í siglingu til eyjarinnar Symi, sem er gífurlega falleg og í raun eins og sviðsmynd í bíómynd!

Rhodos_2008 113

Og síðasta kvöldmáltíðin ...nammi, namm...(og transformersbíllinn með ,,ofcourse".. )

... Margt gerðist - allt skemmtilegt, á kvöldin var ,,mínídiskó" fyrir krakkana sem við sóttum stíft og ýmis skemmtiatriði, þar var ég, ásamt 5 öðrum, tekin upp á látin setjast á bakið á Fakír á meðan hann lagðist á naglamottu!! ...

Well.. þetta er svona fyrsta ,,homecoming" bloggið. Sá að það fór allt í mess í tækninni hér í bloggheimum á meðan ég var í burtu!!!


Ég fer í fríið og ferðast á sardínuklassanum (almennt farrými) en ekki á stórlaxasvæðinu (Saga Class) ..

Gerið nú ekkert af ykkur á meðan ég er í burtu, mínir kæru bloggvinir, .. varist umræður um trúmál, samkynhneigð, hórur, álver,  feminisma,  rasisma og aðra isma....

Ég fer s.s. í flugið á morgun og lendi um Verslunarmannahelgina, en þá verða eflaust margir landsmenn á ferð (ekki flugi) um landið með skuldahalana sína (felli- og hjólhýsin) ...LoL

(heyrði þennan hjá Sigga Stormi í morgun)..

Heart ..

p.s. Systir mín var að hringja, hún var að labba Laugaveginn í mesta sakleysi sínu og mætti: MEL GIBSON!


mbl.is Farþegar færa sig aftar í vélina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakið að ég hló ..

Ég er ein af fjölmörgum, sem fannst það "fyndið" að einhver aumingjans maður var allsnakinn á Esjunni, eins og stóð í fyrirsögninni.  Auðvitað skammast ég mín. Stundum hlæjum við að því sem er mjög ósmekklegt að hlæja að, veit ekki alveg ástæðuna. Þetta virðist eitthvað í mannlegu eðli.

Sjálf gekk ég á glerhurð útí Ítalíu í janúar og meiddi mig mjög mikið og stórsá á mér, VINIR mínir lágu í krampahlátri ... því af einhverjum ástæðum fer fólk að hlæja þegar fólk gengur á glerhurð eða dettur á bananahýði. Það er ekki af illsku minna vina (og það vissi ég) að þeir hlógu. Þetta er bara fyndið þó það sé vont fyrir þann sem á hurðina gengur.

Biðst forláts á þessum aulahúmor, manninum hlýtur að líða hörmulega illa - vonandi finnst hann heill á húfi og fær hjálp.

HeartHeartHeart .. skora á fólk sem trúir á mátt bænarinnar að biðja fyrir þessum manni .. HeartHeartHeart 


Úps .. ég hef verið að hvetja menn til fjallgöngu!

Vonandi var þetta ekki einhver þeirra sem ég var að hvetja til fjallgöngu Shocking ...  einn ónefndur sem setti inn athugasemd (nefni engin nöfn af tillitssemi við viðkomandi)  beið í startholunum, honum hefur leiðst biðin og farið af stað beint upp úr rúminu! ... LoL 

Hér er listi yfir útbúnað á Esjuna, svona ,,just in case"... :

1) nærföt og göngusokkar (gott að vera í tvennum sokkum, einum þunnum og einum þykkari)

2) gönguskór

3) síðbuxur, best að vera í coritex eða einhverju sem andar

4) bolur

5) flíspeysa

6) jakki  (líka coritex, eða eitthvað sem andar)

Einnig gott að hafa með húfu eða ennisband ef blæs mikið.

Sko a.m.k. allt betra en nakinn!!.. jafnvel skotapils ..

 


mbl.is Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá fjölskyldu- og vinablogg...

Margir úr fjölskyldu minni og vinir lesa þetta blogg án þess að kommenta og vita því yfirleitt mun meira um hvað er í gangi hjá mér heldur en ég hjá þeim. Shocking  Ég vil ekki bregðast þeim og því er komið að uppdeiti..

Ég er s.s. á annarri viku í sumarfríi. Þessi vika sökkar veðurfarslega séð, en sú þriðja ætti að vera sólrík því ég ætla að svindla og fer með "Trygglingana" mína til grískrar eyju og ætla ég þar að vera dansandi og syngjandi eins og Meryl Streep í Mamma mia. LoL ..

Eva og Henrik eru í Danmörku og verða þar í tvær vikur. Eins og lesa má á hennar bloggi lenti hún í því að fá slæma eitrun í fótinn og þurfti að ferðast í hjólastól. Hún dásamar Danmörku og skilur ekkert í því að hafa flutt heim!

Vala er að fljúga í Ameríkunni núna, kemur heim í fyrramálið - en flýgur aftur heim í fang síns heittelskaða í lok ágúst.

Tobbi er að flytja í kjallarann hjá ömmu sinni og afa, ánægður í sínu djobbi. Búinn að fjárfesta í mótórfák móður sinni og nánustu aðstandendum til hrellingar.

Allir hraustir (f. utan meiddið hennar Evu) og kátir. Kissing

Seinni partinn kemur ,,gengið" í mat skv. fimmtudagsvenju, mamma, tengdapabbi, Tryggvabróðir og eitthvað af afkomendum, bæði ábúendur og aðrir..   Ég sleppi að vísu ekki Pílatestímanum og set gestina bara í frysti meðan ,,ég set sjálfa mig í forgang" ..  Er orðin flink í ,,Swan-Dive" og "Roll-Up" og hvað þetta nú allt heitir. Þetta eru ekki nöfn á réttum, heldur á pilatesæfingum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband