Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 5. apríl 2008
Saumó-ganga...
Ég er að bíða eftir saumaklúbbsvinkonum mínum, en ég býð í göngu um Elliðárdalinn og svo ,,brunch" á eftir. Veðrið er eins og best verður á kosið, þó auðvitað sé svolítið kalt. Hef sett myndavélina á kolrangan stað og get ekki tekið myndir af þessum fræknu frúm - og verst að ég get ekki hringt í myndavélina eins og símann, en ég er einmitt alltaf að setja símann á rangan stað líka!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 5. apríl 2008
Fiskur daginn fyrir próf!
Ég hef lengi kallað fisk ,,heilafæði" af því að maður yrði svo gáfaður af því að borða fisk og krakkarnir mínir, sem voru nú ekkert sérlega mikið gefin fyrir fisk, áttu það til að biðja um fisk á diskinn sinn daginn fyrir próf! Átti sko að redda á síðustu stundu!
![]() |
Fiskur gerir börnin greindari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. apríl 2008
For-sjá eða for-ræði barna ..
Ég hef svolítið hugleitt gildi þessara orða: forsjá og forræði, en í dag er talað um að foreldrar eða aðrir fari með forsjá en EKKI forræði eins og áður tíðkaðist.
Eins og sést í orðinu forræði er það einhver sem ræður yfir barninu. Orðið forsjá er miklu hlýlegra að mínu mati og hefur þá merkingu að það eigi að sjá fyrir barninu. Það er líka svolítið skylduhlaðið. Það er s.s. skylda okkar að sjá fyrir börnunum.
Hvað er svo að sjá fyrir barni ?
Auðvitað hlýtur það að vera að sjá til þess að það hljóti sem bestan aðbúnað og uppeldi sem viðkomandi getur gefið. Ást, hlýju, umhirðu, aga, samveru ... o.fl. o.fl. Það þarf líka að búa þau undir þennan ,,grimma" heim og kenna þeim hvernig á að taka á móti mótlæti..
Börn eru yndislegt fólk, þau eru hrein og bein og koma til dyranna eins og þau eru klædd .... en við fullorðin erum misyndisleg og misvel vel gerð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Ég sem hélt það væri að koma sumar ... blótaði í morgun!
Ég blóta svona næstum aldrei, því ég hef illan bifur á blóti og tel það komi nú bara í rassinn á manni sjálfum að gera slíkt. EN í morgun þegar ég leit út um gluggann þá ...#$&&#"&/(.... gleymdi ég mér. ... Er búin að jafna mig og vona að þetta verði nú síðasti skammtur af vetrinum.
SUMARDAGURINN FYRSTI
ER 24. APRÍL ...
Best að nota ,,The Secret" á þetta og fara að hugsa um sólina ..
![]() |
Hellisheiði lokuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Mask Jungle ...
Ég er svo heppin að eiga tvær yndislegar systur ... Myndirnar hér að neðan eru teknar úr sumarbústaðaferð okkar systranna fyrir tæpum tveimur mánuðum, en við komumst vonandi fljótt aftur! ... Á skjá einum er að byrja þátturinn ,,Lipstick Jungle" ... það má því kalla þetta Mask Jungle ..
Sjálf undir maska ... í bolnum sem Vala gaf mér frá Ameríku!
Lotta systir með maska á andliti og með djús í glasi ...
Hulda systir "undir" maska ..
síðast en ekki síst ...ein krúttmynd frá páskum af súperman og súperman..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Góð þjónusta fyrir kvikmyndaáhugafólk...
Vil vekja athygli á frétt um bíómyndir sem hægt er að hala niður ókeypis.
Slóðin er http://www.mbl.is/mm/mblbio/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
DoctorE er prestur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Var að skoða síðuna hjá DoctorE, en eins og margir í bloggheimum vita og hafa fylgst með hefur hann farið mikinn gegn trúmálum og öllu sem tengist trú. Þetta er í raun allt gert hjá honum til að sýna fram á ruglið að vera svona mikill öfgamaður gegn trúnni! Er nú ekki alveg viss um að hann hafi hitt í mark... hmmm..
Nú kemur í ljós að þetta átti allt að vera ,,grín" og opinberaði hann sig í nótt. Þar kemur í ljós að hann er í raun og veru prestur, þið getið séð nafnið hans á síðunni hans og mynd af honum!
Annars var ég að setja vorþema á síðuna mína - svona orange!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 31. mars 2008
Sá vægir er vitið hefur meira ..
Ef börnin mín yrðu spurð hver hefði oftast sagt þetta við þau myndu þau ekki vera í vafa.. og þau myndu ranghvolfa augunum og segja ,,mamma" í armæðutóni. Ég notaði þetta iðulega þegar þau voru að rífast.
Þetta hefur verið mín lífsspeki lengi, en stundum efast ég... Þetta er svona svipað og með það að rétta alltaf fram hina kinnina. Stundum er þreytandi að vera alltaf sá aðili sem þarf alltaf að vera vitrari og gefa eftir ef einhver ætlar að vaða yfir mann á skítugum skónum, eða þannig ...
Hvað finnst þér ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 29. mars 2008
Vaknað klukkan sjö um helgar en erfitt að vakna á virkum dögum ???
Hér á heimilinu er gutti sem nennir ekki svo glatt að fara á fætur á virkum dögum - þegar halda á í leikskólann, jafnvel þó að ,,í leikskóla sé gaman" .. Um helgar sprettur hann upp fyrir allar aldir og spyr ,,jæja hvað eigum við að gera í dag" ? hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 28. mars 2008
,,Vefköku notanda vantar. Vinsamlegast innskráðu þig aftur"..... arrrrggg...


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)