Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 28. mars 2008
Kannski allt í huganum ?
Kannski var þeim bara sagt að þeir myndu synda hraðar ef þeir væru í þessum sundfötum og þeir trúðu því! .. ..
Þegar ég fór í fimmárasprautuna sem þá var og hét og við mamma gengum upp Barónstíginn á leiðinni upp á Heilsuverndarstöð, stoppuðum við í sjoppu og mamma keypti handa mér tyggjókúlu (sem ég annars aldrei fékk) og sagði að ef ég mynda tyggja þetta tyggjó myndi ég ekki finna mikið fyrir sprautunni! .. Ég fann lítið fyrir sprautunni og hafði óbilandi trú á tyggjókúlunni. Mömmur plata að sjálfsögðu ekki! ..
![]() |
Sundföt undir smásjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Restin af lífinu - hvað er hún löng og hvað viltu gera ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Gott að vakin sé athygli á þessu..
Mín börn eru í ágætu sambandi við föður sinn og foreldra hans, eflaust óvenju góðu. Að sama skapi eru börn sambýlingsins í mjög góðu sambandi við hann og afa gamla. Við erum þá undantekning sem skapar regluna. Mér finnst sorglegt að börnin álykti svona mörg að það sé pabbinn sem eigi sök á skilnaðinum. Ég held að í flestum tilfellum þurfi tvo til að hjónaband gangi og tvo til að skilja. Þó undantekningar séu þar á.
Það er gott mál að verið er að vinna í þessu, sérstaklega vakti eftirfarandi athygli:
,,Til þess að draga úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn, leggja skýrsluhöfundar til að efld verði fjölskyldufræðsla fyrir verðandi foreldra og að þeir foreldrar sem sækja um skilnað fái sérstaka fræðslu um hvernig best sé að standa að málum svo að skilnaðurinn hafi sem minnst áhrif á börnin.
Að lokum er lagt til að þeir foreldrar sem hvað erfiðast eiga með að leysa úr sínum málum fái til þess aðstoð og að börn þeirra fái sérstakan stuðning."
Annars knús á ykkur inn í daginn!
![]() |
Skilja við ömmu og afa auk pabba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Vorið er ekki komið .... og dýnan ekki inn ..
Þar sem ég sat við eldhúsborðið, borðaði dýrindis lax, sætar kartöflur í rjómamangósósu og kornstöngla og horfði út um eldhúsgluggann tilkynnti ég viðstöddum að mig langaði út í göngutúr eftir matinn. Feðgarnir voru báðir meira en tilbúnir í það svo við dúðuðum okkur og ég tilkynnti að kannski væri bara vorið að koma, það var eitthvað svo fallegt úti.
Við skoppuðum hér um hverfið, gengum gæsagang og alls konar gang til að halda á okkur hita og betri helmingurinn hafði áhyggjur af því hvað nágrannarnir myndu halda að þarna væri stórskrítin fjölskylda á ferð! ...
Ég komst að því að það er hreinlega ekkert vor í lofti, komin inn undir teppi og kósast ... Það var samt gaman að labba.
- Annars var systir mín að hringja í þessu, dóttir hennar var að ,,erfa" rúm dóttur minnar og það er svo þröng aðkoman í húsið hennar (sem fylgir oft gömlum og sjarmerandi húsum) að neðri parturinn af dýnunni komst ekki inn! ... ógeðslega spælandi .. Nú vantar bara töframann til að segja abrakadabra
...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
UTLENDINGABOK.IS CLINTON FRÆNKA JOLIE, OBAMA FRÆNDI PITTS!
Margir misstu sig alveg í að leita að frænkum og frændum þegar Islendingabok.is kom til sögunnar, þ.m.t. undirrituð, enda áhugamanneskja um ættfræði.
Nú hafa spekingar Vestan-hafs komist að skyldleika forsetaframbjóðenda demókrata, annars vegar skyldleika þeirra Brad Pitts og Obama og hins vegar Jolie og Clinton.
... sjá nánar:

BOSTON - This could make for one odd family reunion: Barack Obama is a distant cousin of actor Brad Pitt, and Hillary Rodham Clinton is related to Pitt's girlfriend, Angelina Jolie.
Researchers at the New England Historic Genealogical Society found some remarkable family connections for the three presidential candidates Democratic rivals Obama and Clinton, and Republican John McCain.
Clinton, who is of French-Canadian descent on her mother's side, is also a distant cousin of singers Madonna, Celine Dion and Alanis Morissette. Obama, the son of a white woman from Kansas and a black man from Kenya, can call six U.S. presidents, including George W. Bush, his cousins. McCain is a sixth cousin of first lady Laura Bush.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Messað á Sólheimum í Grímsnesi á Páskadag
Við betri helmingurinn fórum í Sólheimakirkju á páskadag, til vinar míns sr.Birgis Thomsen og konunnar hans hennar Erlu. Elskulegri hjón er vart hægt að hugsa sér. Búið var að auglýsa að Diddú ætlaði að syngja og Erla ætlaði að lesa ritningarlestra en svo greip Birgir mig við innganginn og bað mig um að útdeila með sér sakramentinu. Ég fékk nú aðeins skjálfta en þakklát fyrir að fá þetta hlutverk. Hefði nú viljað hafa mig aðeins betur til, en kom úr bústaðnum með tagl í hausnum og svo ég var ekki í hefðbundnu ,,sunnudagsdressi" .. (kemur hégóminn uppí manni ) ..
Jæja, útdeilt var ósýrðu brauði örugglega bökuðu af Erlu (ekki venjulegum oblátum) og eflaust heimagerðu messuvíni. Langt síðan ég hef tekið þátt í svona hefðbundnu messuhaldi, en að vísu er ekkert mikið hefðbundið við Sólheima í Grímsnesi, andinn þar er einstakur - hlýja og elskulegheit skín af fólkinu þarna. Bæði vistmönnum sem starfsfólki.
Erla les - Birgir stendur ,,prúður" fyrir aftan
Held þarna á keramik-kaleik og Birgir með körfuna með hinu ,,ósýrða" brauði
Diddú að syngja - Gróa á bak við píanóið..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Eitt gullkorn um sjálfið ...
* Þegar fólki leiðist er það fyrst og fremst leitt á sjálfu sér.
Eric Hopper (1902-1983)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 24. mars 2008
Ha, ha, ha, ...Minn hundur hefði ,,beðið" um mat ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 24. mars 2008
Hundar ....
Þegar ég var barn var ég logandi hrædd við hunda og í raun flest dýr. Lenti í því þegar ég var tveggja ára að belja sleikti mig í framan og ég hef síðan verið svolítið hrædd við Búkollu!
Það þarf að sinna hundum vel, hafa tíma - til að þeir séu glaðir.. svona eins og börnunum! .. ... Mesta vesenið við að hafa hund eru hundahárin og svo fordómar sumra gagnvart hundum eða hundaeigendum. Hundaeigendur eru misjafnir og þeir sem eru sóðar með sjálfa sig eru auðvitað sóðar með hundana sína.. jú, svo er það binding líka að vera með hund....
Í júní 1990, þegar yngri börnin mín voru fjögurra ára gömul fengum við okkur yndislegan labradorhvolp, með bleikan nebba. Hún varð í raun fljótlega sem ein af fjölskyldunni og hélt sjálf að stundum að hún væri manneskja! Hún elskaði lasagna (eins og Garfield) og aldrei þótti henni betra að fá að fara upp í rúm krakkanna en þegar ég var nýbúin að skipta á! Ekki nennti hún að vera ein útí garði, ég eða sá sem sinnti henni þurfti alltaf að koma með henni.
Hún átti fína bastkörfu og þegar börnin voru leið, eða sérstaklega önnur dóttir mín, lagðist hún hjá henni í körfuna og grét í feldinn hennar eða hvíslaði leyndarmálum í eyra henni.
Hundar hafa svolítið sérstaka næmni, þeir finna þegar þér líður illa. Ef ég var í einhverri lægð og hafði áhyggjur þá kom hún með trýnið sitt og lagði á lærið mitt, hnusaði og það vantaði bara að hún segði ,,ég skil þig alveg."
Þessi gæfa tík varð aðeins níu ára, því hún var bæði komin með krabbamein og gigt og þurfti því að svæfa hana og það var hræðilega sárt að kveðja hana og var mikil sorg í hjörtum okkar og mikið grátið þegar hún fór til himnaríkis.. já - við fjölskyldan trúum því bara að hún sé í himnaríki eins og allir sem eru farnir og við elskum, barnaleg trú en notaleg... Þó að mörg ár séu nú liðin frá því hún fór .. munum við hana alltaf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 24. mars 2008
Allra þjóða glæpagengi ....
Að við skulum vera hér á Íslandi með ,,glæpagengi" hvort sem þau eru íslensk eða pólsk, er bara sorglegt og óþolandi.
Ég vorkenni þessum mönnum sem sátu þarna í ró og spekt og fá inn á sig þetta gengi sem lemur þá sundur og saman.
Hert löggæsla, frekari forvarnir, meiri kærleikur, meira ljós .... við verðum að snúa vörn í sókn.
![]() |
Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)