Færsluflokkur: Spaugilegt
Fimmtudagur, 11. desember 2008
Think BIG and kick Ass in Business and Life
Talað var um að Gordon Brown hefði orðið á freudískt slip, þegar hann talaði um að bjarga heiminum í stað bönkunum. Ég væri sko alveg til í að aðstoða hann við að bjarga heiminum, og ein manneskja hefur trú á því að ég geti það (Róslín hin unga).
Var að lesa það sem haft er eftir Donald Trump: "If you need to think, think BIG" .. að vísu segir hann víst líka "...Think BIG and kick Ass" .. ég er nú ekki eins hrifin af því. Auðvitað má kannski sparka einhverjum úr sæti sem er of þaulsetinn, t.d. í Seðlabankanum? .. Nefnum engin nöfn í því sambandi.
Svo maður fari inn á persónulegu víddina, þá er það ekki fyrr en næsta mánudag að það á að krukka í mig, en einhver hélt það væri sl. mánudag. Leiðréttist hér með.
Er í grúví gír og vonandi eruð þið það líka!
![]() |
Gordon Brown bjargar heiminum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. júlí 2008
Já, já, vorkennum ykkur voða mikið ... eða þannig
Afsakið ,,BULL" ið ... en ég á einhvern veginn erfitt með að vorkenna þeim sem slasast í nautahlaupi. Þetta er eflaust svipað og maður vorkennir ekki mikið þeim sem eru með timburmenn (þó þeim líði svaka illa) .. það er einhvern veginn þessi hugsun: "Þér var nær!" ....
p.s. hmmm...ég vorkenni nú stundum þeim sem eru timbraðir (og sérstaklega þegar það kemur fyrir mig).
![]() |
Níu slösuðust í nautahlaupi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 26. júní 2008
Ætli ég verði ekki að hætta að ,,síkrita" sólina...
Úps .. fattaði ekki að þurrkarnir gætu skaðað bændur, svo best ég hætti að hugsa um sólina og hugsi svolítið um rigningu .. þetta er náttúrulega allt mér að kenna þar sem ég ,,pantaði" sól í allt sumar..
...
Have a nice ,,rainy" day... eða þannig!
![]() |
Bændur víða langeygir eftir vætu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Klámbylgja ?
Heyrði einu sinni sögu af Hafnfirðingi sem fór niður í fjöru og stóð þar berrassaður.
Frústreruð frú hringdi í lögreglu og lét vita af manninum.
Þegar lögreglan mætti á staðinn (gaslaus og taserlaus) spurði hún manninn hvað hann meinti með þessu stripli. Hann sagðist hafa heyrt það í útvarpinu að klámbylgjan væri á leiðinni til Íslands og ætlaði að vera tilbúinn að taka á móti henni.
......
Annars brjálað að gera, ALLIR að koma í mat í kvöld og ég veit ekkert hvað ég ætla að elda ofaní liðið. Eflaust kjúlla-eitthvað, það gengur best í fólk. Var að fatta að Ali-kjúklingabringurnar eru án aukaefna og ekki sprautað í þær salti/sykri og hvað það er nú sem er gert við þessar ,,fersku" kjúklingabringur annars!
Talandi um ALI ... man eftir hinni kaldhæðnislegu auglýsingu þar sem litli grísinn var spurður hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Svar hans var: ,,Ali bacon á hvers manns disk"..
![]() |
Jarðskjálfti kann að hafa valdið flóðbylgju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. maí 2008
BRJÓSTASTÆKKUNARKREM
Var að lesa mjög "merkilega" frétt í Fréttablaðinu áðan, en hún fjallaði um krem til að stækka brjóst - það kom á markað í Bretlandi í síðustu viku og seldist upp! Kremið ber það merkilega nafn ,,Boob Job" .. hmm... Ekki var tekið fram hversu stórt upplagið var, en að flaskan hefði kostað 125 pund.
Ókey, ætla nú ekki að setja neinar before and after myndir hér en úr því þú ert komin/n hér inn að kíkja viltu þá ekki segja mér hér í skoðanakönnunni til vinstri frá litnum á bílnum þínum ?
Föstudagur, 2. maí 2008
Eftir einn, aki ei neinn!
Annars hefur þetta verið ódýrt fyllerí hjá kallinum!
![]() |
Kvartað yfir áfengisáhrifum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Ágæt læknisráð á Þorra ?
Læknisfræði Óðins bónda á Stóru-Völlum
Ég las þessa grein í Morgunblaðinu (pappírsútgáfunni) í maí og bloggaði þetta þá en þar sem margir þjást nú af flensu langar mig að deila hugmyndum Óðins bónda með ykkur, ætla ekki að hafa fleiri orð um það en leyfi þeim sem vilja lesa að njóta:
Læknisfræði Ný uppgvötun ..
Stóru-Völlum í Landsveit.
Spaugilegt | Breytt 13.2.2008 kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)