Færsluflokkur: Ferðalög
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Leigubílstjórar víða um veröld
Síðast þegar ég ferðaðist með leigubíl var það milli flugvalla í Orlando. Tengdasonur minn pantaði bílinn. Bílstjórinn átti að sækja mig á Sanford og aka til Orlando International. Aksturinn átti að taka 50 mínútur. Miðað við fyrrverandi reynslu af leigu/ og limmubílstjórum í Ameríku, þá var ég vissulega stressuð og var létt þegar ég sá að bílstjórinn sem eftir mér beið var ung kona, sem ég komst síðar að að var frá Brasilíu, enda töluðum við alla leiðina á milli flugvéla um lífið og tilveruna, og þá aðallega lífið hennar í Ameríku.
Ég ferðaðist þó nokkuð mikið til Bandaríkjanna hér áður fyrr og lenti í nokkrum uppákomum. Einu sinni í bíl hjá svörtum ungum strák, sem reyndi að hræða úr mér líftóruna og spurði ógnandi með reglulega millibili "aren´t you scared" þar sem hann sveigði bilnum hægri vinstri á götunni. Ég vissi að ég yrði að leika töff á móti sem ég gerði, þó ég væri skíthrædd. Þegar við komum að hótelinu ætlaði hann að rukka mig um meira en tvöfalt gjald, hélt hann hefði hrætt það úr mér, en ég vissi þá hvað ferðin á milli þeirra staða kostaði, svo ég lét hann fá akkúrat upphæð en flýtti mér svo út úr bílnum/prísundinni.
Einu sinni ferðaðist ég með "limmo service" upp á flugvöll því systir mín sem bjó í New York, sagði það vera öruggara en að panta yellow cab! .. Bílstjórinn var snyrtilegur, svolítið Egyptalegur. Þegar við vorum búin að aka í miklu lengri tíma en eðlilgt var, að Kennedy flugvelli og komin eitthvað lengst uppí sveit, fór ég að svitna og hugsa allt hið versta. Ég tók á mig rögg og bað bílstjórann að spyrja til vegar, hann vissi örugglega ekki hvar hann væri. Hann maldaði aðeins í móinn fyrst, en ég heimtaði að hann stoppaði við bensínstöð sem var að nálgast. Hann gerði það og fór inn og ók svo beint á flugvöllinn, þar munaði aðeins örfáum mínútum að ég missti af vélinni. Ég vissi aldrei hvað stóð til hjá kallinum, kannski bara villtur, en skrítið að rata ekki á Kennedy-flugvöll þegar fólk hefur atvinnu af því að aka fólki.
Brasilíska konan sagði að hjá þeim bæðu konur oft um konur sem bílstjóra, þar sem þær væru óöruggar með ókunnan karlmann við stýrið og þeim þætti það eðlileg beiðni.
Já, ég var fegin að fá konu sem bílstjóra í Orlando og já, mér myndi líða betur að senda 14 ára dóttur (ef ég ætti hana) með konu í leigubíl. Svona er maður tilbúinn til að játa hræðslu sína. Menn með túrbana eru örugglega eins misjafnir og þeir eru margir. Menn án túrbana líka.
Ef við erum tvö eða fleiri á ferð þá skiptir mig engu máli hvers "kyns" bílstjórinn er, en ég játa óróleika (að fenginni reynslu) þegar bílstjórinn er mjög framandi (sama hvaða litur) og talar jafnvel ekki tungumál þess lands sem hann er að aka í, en í því hef ég lent líka.
Dýrkeypt hringing eftir leigubíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. júní 2008
Ég, minn og fræga fólkið ...
Það skalf jörð þegar ég hélt af landi brott. Hafði nú áhyggjur af því að skilja börnin mín eftir á þessari jarðskjálftaeyju, en hringdi í þau þegar ég lenti á Heathrow og svo virtist sem skjálfar væru að róast.
Var með þrjú ,,missjón" í London, fyrst að sjá Bruce Springsteen og svo tvær attraksjónir og var það annars vegar vaxmyndasafn Maddömu Tússó eða Tussaud skal það skrifast og ,,The London Eye" en hvorugt hafði ég upplifað áður. Auk þess fórum við á nokkur square og sirkusa.. Piccadilly og Oxford Circus, Trafalgar, Leicester og fleiri square. Ljúft veður og gaman að ganga og sitja í opinni efri hæð á strætó.
Á efri hæð í strætó á leið til Maddömu Tússó ..
Sumir una sér vel í návist fröken Aniston!
Angelina virðist vera orðin léttari þarna ... og komin í bimbókjólinn .. og þarna er fyrrverandi hr. Aniston!
Við Timberlake vorum ekkert að brosa alltof breytt! ..
Tryggvi hitti þarna draug Winston Churchill ..
Á meðan konan daðraði við Michael Caine..
Tryggvi heilsaði þá upp á Spiderman og var okkur hugsað til ungu gúbbanna heima á Fróni sem hefðu þegið að taka í höndina á kappanum!
.. Þarna erum við alltíeinu komin á Arsenal leikvanginn að horfa á Brúsa.. hann hefði nú mátt taka einhverja slagara sem við þekktum, var frekar í nýrri lögum sem við kunnum ekki. Þetta var samt svaka upplifun að koma á tónleika með svona mörgum, 60 - 70 þúsund manns! .. Hefði samt fílað Phil Collins betur..
Well.. flott ferð og afslöppuð, búðarráp í algjöru lágmarki, keypti aðeins hvíta tösku og hvítan klút.. sem mig vantaði ,,sárlega" ..
Jæja - nú er ég hætt að fara til útlanda í bili - ætla að vera heima á þessu skjálfandi skeri og halda utan um afkomendur ..
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Ég heppin! .....
Ég er ekki í sólarfríi á Flórída svo ekki glími ég við rafmagnsleysi!
Ég á heldur ekki peninga í hlutabréfum svo ekki tapa ég á því!
Milljónir án rafmagns í Flórída | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 31. júlí 2006
Kríuplága á Arnarstapa
Ég hef verið með annan fótinn á Arnarstapa í allt sumar og meira og minna í sumarfríinu. Þar sýnist mér krían vera að taka yfir! Mikið hefur verið kvartað undan sílamáfnum, en eitthvað þarf að fara að gera í kríumálum þegar fólk er farið að flýja staðinn vegna kríuárása! Börn koma hágrátandi upp götuna af hræðslu og ekki er einu sinni friður inní görðum hjá ábúendum fyrir frekjunni í kríunni! ..
hmm..
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)