Eignir rokseljast í Eyjum ...duló ...

Bloggsápa - kafli 1. 2. hluti  - Eignir seljast í Vestmannaeyjum...

 Haraldur hoppaði fimlega upp í svartan Roverinn, andaði að sér leðurlyktinni sem varð enn sterkari í hitanum. Hann var stoltur af bílnum sínum og fylltist öryggiskennd, sem minnti hann á þegar hann var með Lotus heildsöluna. Haraldur ók ákveðið í átt að höfuðborginni. Lovísa Laufdal varð að bíða – Árni var sá sem hann stefndi til núna. Haraldur vildi ekki bíða, heldur tók hann upp tólið (símtólið) og sló inn 118. Hann bað um heimasíma Árna Johnsen, konan sem svaraði sagði “dú jú spík ínglís” og Haraldur andvarpaði; hann hafði verið í vafa hvaða flokk hann ætti að kjósa, en nú var enginn vafi í huga lengur, Frjálslyndi flokkurinn yrði fyrir valinu. Hann fékk eftir nokkra stund númerið sem hann beið eftir. Hann hringdi heim til Árna. Í símann kom kona sem var eflaust systir þessarar á Já-118. ”Hí ís nod óm, hí in Wesman Æland, æ klín hás.”

Haraldi leið ekki vel, en tók þá ákvörðun að ná tveimur flugum í einu höggi (Lovísu og Árna) og koma sér til Vestmannaeyja. Göng eða ekki göng, ibúðaverð fór hækkandi í eyjum, það hafði hann lesið í Fréttablaðinu  og það var hægt að fljúga til Eyja. Hann stefndi nú á Reykjavíkurflugvöll NY-464 til Vestmannaeyja átti að fara í loftið fljótlega. Hann nagaði sig í handarkrikana að geta ekki keypt nettilboð, en í þetta skiptið gat hann ekki sparað! Til Eyja skyldi hann halda til að finna manninn sem gæti flutt fjöll, grafið göng og selt íbúðir sem áður voru óseljanlegar .. Allt í einu byrjaði lagið á FM 957 að höfða sterkt til Haraldar ”Aint no mountain high enough .. aint no river wide enough......To keep me away from you, hoo, ... Blendnar tilfinningar bærðust innra með honum, hann saknaði Lovísu, eitthvað sem hann hafði lofað sjálfum sér að gera ekki. Hann greip hálfétnu rækjusamlokuna sem beið hans í framsætinu og tók stóran bita, en þó ekki samviskulaust þar sem hann vissi af majonesinu sem var í henni .. allt í einu beit hann í eitthvað hart… hvað var þetta ? …

 

Frh. í næsta bloggi.

 Hvað gerist næst hjá Haraldi ? Fer hann í mál við samlokugerðina ?  Eru dulin skilaboð inní samlokunni ? Er grjót í majonesinu ? Kýs hann rétt ? Verða endurfundir Lovísu og Haraldar heitir ?.. hversu heitir ? Allt þetta og fleira mun koma í ljós í næsta bloggi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband