Ógnað í Hafnarstræti! ....

Þegar ég var að keyra í Hafnarstræti í mesta sakleysi með aldraða móður mína í framsætinu, dóttur mína og barnabarn í aftursæti tókum við eftir því að maðurinn í bílnum fyrir framan henti 2 lítra flösku út um gluggann.

Okkur þótti þetta ekki mjög siðlegt og gaf ég honum flaut til áminningar. Þá stöðvaði maðurinn snögglega bílinn. Dóttir mín ætlaði að láta hann fara svolítið hjá sér fyrir sóðaskapinn og stökk út úr bílnum og ætlaði að færa honum flöskuna með þeim orðum að hann hefði misst flöskuna.

Ekki fór nú svo að maðurinn færi hjá sér. Út úr bílnum snaraðist brjálað steratröll með gráa húfu og var mér nú ekki farið að lítast á blikuna hvað þá dóttur minni. Úff...  Hann greip af henni flöskuna og reiddi upp handleginn og eina sem ég gat hugsað var "Eva forðaðu þér" .. úff..

Hún tók til fótanna og á eftir henni kom flaskan og orðin "Taktu þessa helvítis flösku" .. Maðurinn sýndi rosalega ógnandi framkomu. Sátum við þrjár titrandi eftir í bílnum, (og köllum ekki allt ömmu okkar) ....  Ég hringdi strax í lögguna og lét vita af hegðun mannsins og gaf upp bílnúmerið.

Váts að verða fyrir svona á hábjörtum degi í miðbæ Reykjavíkur.

Það borgar sig augljóslega ekki að "messa" við þá sem henda rusli út um gluggann, en það lýsir eflaust best karakternum. Þeir sem gera slíkt eru með heilann í messi líka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úfff, það hefur bara verið fjör hjá ykkur!!! En ég hef einu sinni lent í svona líka en fattaði ekki að hringja á lögguna.

Hulda Kristín (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband