Missti mig í amerísku ædóli ...

Komið miðnætti, Öskubuska farin að sofa og ég sit hér enn vakandi! Horfði á ALLT ameríska Ædólið í kvöld... Ég dett ekki oft í sjónvarpið en gerði það í kvöld, verð að detta í eitthvað, þar sem ekki dett ég ,,íþað" .. hehe LoL .. lifði mig þvílíkt inn í þetta..

Eldaði æðislega góða naglasúpu í kvöldmat, einn nagli og vatn,  með hvítlauk, rauðlauk, blómkáli, restinni af grjónum síðan í gær, tómötum og rest af kjöti! .. Piri, piri kryddi, smá Oscars bouillion, jurtasalti..og einhverju sem ég fann fleira í kryddskúffunni..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Ég hef bara einu sinni fylgst með Ameríska ædolinu, þegar Fantasia (sú dökka með stóra munninn) sigraði - hún var æði.

  Þú myndir gera útaf við mig með þessu fæði - ég myndi á endanum vera orðinn svo svangur að ég myndi hreinlega borða þig, elsku bloggvinkona. *slurp*. Minn vill sko alvöru óhollustu með aðeins meira af óhollu útá... og slatta af kjöti með fitu takk...

Tiger, 26.2.2008 kl. 01:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Idolið jamm ég fylgdist með eins og Tigercopper þegar Fantasía keppti.  Úff, naglasúpa, þú ert nú meiri kerlingin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég elska ædolið ameríska og líka naglasúpur - bý oft til naglasúpu

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.2.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband